Byrja að sekta ökumenn fyrir að leggja öfugt Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. desember 2019 22:17 Um áramótin mun lögregla geta lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. Yfirlögregluþjónn segir það allt of algengt. Ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Yfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fagnar breytingunum. Til dæmis ákvæðinu er varðar bann við notkun allra snjalltækja en í dag er einungis lagt bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við stýri. „Það er alltof algengt að fólk sé líka að nota önnur snjalltæki og við sjáum útlendinga, ferðamenn og aðra, en sérstaklega ferðamenn þar sem þeir mæna mikið á GPS-tækið en ekki með augun fram á veginn,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, yfirlögregluþjónn. Alltof algengt er að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu, að mati yfirlögregluþjóns.Vísir/egill Þá eru breytingar um þá sem aka próflausir. Með nýju lögunum verða þeim sviptir ökuréttindum í fjóra mánuði en í dag er einungis sekt við því. Þá fagnar Guðbrandur því að með nýju lögunum geti lögregla lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. „Sem ekki var hægt áður, sem er einfalt úrræði fyrir lögreglu, þar af leiðandi, til að takast á við þessi brot, sem okkur hefur skort.“ Í dag geti lögregla aðeins lagt lögreglusekt á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu en það er flókið og erfitt í framkvæmd. Allt of algengt sé að fólk leggi öfugt miðað við aktursstefnu. „Og því hafa menn komist upp með, mikið, að framkvæma þessi brot.“ Alltof algengt sé að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu. „Talsvert kvartað af íbúum þar sem lagt er öfugt og þvers og kruss og það hefur verið úrræðaleysi, þar sem við höfum ekki getað notað þetta einfalda úrræði, sem er gjald, þar sem miði er settur undir þurrkublað.“ Sektin fyrir að leggja öfugt miðað við aktursstefnu er 10.000 krónur. Guðbrandur segir að slíkt flokkist sem hættubrot. Hann hvetur fólk til að leggja regluna á minnið. „Því að lögregla mun fara af stað um leið og ný lög taka gildi og leggja gjald á þau stöðubrot sem fyrir okkur ber.“ Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15 Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Það er ýmislegt í nýjum umferðarlögum sem ökumenn munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. 16. desember 2019 12:15 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Um áramótin mun lögregla geta lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. Yfirlögregluþjónn segir það allt of algengt. Ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Yfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fagnar breytingunum. Til dæmis ákvæðinu er varðar bann við notkun allra snjalltækja en í dag er einungis lagt bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við stýri. „Það er alltof algengt að fólk sé líka að nota önnur snjalltæki og við sjáum útlendinga, ferðamenn og aðra, en sérstaklega ferðamenn þar sem þeir mæna mikið á GPS-tækið en ekki með augun fram á veginn,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, yfirlögregluþjónn. Alltof algengt er að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu, að mati yfirlögregluþjóns.Vísir/egill Þá eru breytingar um þá sem aka próflausir. Með nýju lögunum verða þeim sviptir ökuréttindum í fjóra mánuði en í dag er einungis sekt við því. Þá fagnar Guðbrandur því að með nýju lögunum geti lögregla lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. „Sem ekki var hægt áður, sem er einfalt úrræði fyrir lögreglu, þar af leiðandi, til að takast á við þessi brot, sem okkur hefur skort.“ Í dag geti lögregla aðeins lagt lögreglusekt á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu en það er flókið og erfitt í framkvæmd. Allt of algengt sé að fólk leggi öfugt miðað við aktursstefnu. „Og því hafa menn komist upp með, mikið, að framkvæma þessi brot.“ Alltof algengt sé að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu. „Talsvert kvartað af íbúum þar sem lagt er öfugt og þvers og kruss og það hefur verið úrræðaleysi, þar sem við höfum ekki getað notað þetta einfalda úrræði, sem er gjald, þar sem miði er settur undir þurrkublað.“ Sektin fyrir að leggja öfugt miðað við aktursstefnu er 10.000 krónur. Guðbrandur segir að slíkt flokkist sem hættubrot. Hann hvetur fólk til að leggja regluna á minnið. „Því að lögregla mun fara af stað um leið og ný lög taka gildi og leggja gjald á þau stöðubrot sem fyrir okkur ber.“
Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15 Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Það er ýmislegt í nýjum umferðarlögum sem ökumenn munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. 16. desember 2019 12:15 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15
Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Það er ýmislegt í nýjum umferðarlögum sem ökumenn munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. 16. desember 2019 12:15