Byrja að sekta ökumenn fyrir að leggja öfugt Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. desember 2019 22:17 Um áramótin mun lögregla geta lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. Yfirlögregluþjónn segir það allt of algengt. Ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Yfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fagnar breytingunum. Til dæmis ákvæðinu er varðar bann við notkun allra snjalltækja en í dag er einungis lagt bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við stýri. „Það er alltof algengt að fólk sé líka að nota önnur snjalltæki og við sjáum útlendinga, ferðamenn og aðra, en sérstaklega ferðamenn þar sem þeir mæna mikið á GPS-tækið en ekki með augun fram á veginn,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, yfirlögregluþjónn. Alltof algengt er að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu, að mati yfirlögregluþjóns.Vísir/egill Þá eru breytingar um þá sem aka próflausir. Með nýju lögunum verða þeim sviptir ökuréttindum í fjóra mánuði en í dag er einungis sekt við því. Þá fagnar Guðbrandur því að með nýju lögunum geti lögregla lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. „Sem ekki var hægt áður, sem er einfalt úrræði fyrir lögreglu, þar af leiðandi, til að takast á við þessi brot, sem okkur hefur skort.“ Í dag geti lögregla aðeins lagt lögreglusekt á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu en það er flókið og erfitt í framkvæmd. Allt of algengt sé að fólk leggi öfugt miðað við aktursstefnu. „Og því hafa menn komist upp með, mikið, að framkvæma þessi brot.“ Alltof algengt sé að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu. „Talsvert kvartað af íbúum þar sem lagt er öfugt og þvers og kruss og það hefur verið úrræðaleysi, þar sem við höfum ekki getað notað þetta einfalda úrræði, sem er gjald, þar sem miði er settur undir þurrkublað.“ Sektin fyrir að leggja öfugt miðað við aktursstefnu er 10.000 krónur. Guðbrandur segir að slíkt flokkist sem hættubrot. Hann hvetur fólk til að leggja regluna á minnið. „Því að lögregla mun fara af stað um leið og ný lög taka gildi og leggja gjald á þau stöðubrot sem fyrir okkur ber.“ Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15 Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Það er ýmislegt í nýjum umferðarlögum sem ökumenn munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. 16. desember 2019 12:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Um áramótin mun lögregla geta lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. Yfirlögregluþjónn segir það allt of algengt. Ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Yfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fagnar breytingunum. Til dæmis ákvæðinu er varðar bann við notkun allra snjalltækja en í dag er einungis lagt bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við stýri. „Það er alltof algengt að fólk sé líka að nota önnur snjalltæki og við sjáum útlendinga, ferðamenn og aðra, en sérstaklega ferðamenn þar sem þeir mæna mikið á GPS-tækið en ekki með augun fram á veginn,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, yfirlögregluþjónn. Alltof algengt er að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu, að mati yfirlögregluþjóns.Vísir/egill Þá eru breytingar um þá sem aka próflausir. Með nýju lögunum verða þeim sviptir ökuréttindum í fjóra mánuði en í dag er einungis sekt við því. Þá fagnar Guðbrandur því að með nýju lögunum geti lögregla lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. „Sem ekki var hægt áður, sem er einfalt úrræði fyrir lögreglu, þar af leiðandi, til að takast á við þessi brot, sem okkur hefur skort.“ Í dag geti lögregla aðeins lagt lögreglusekt á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu en það er flókið og erfitt í framkvæmd. Allt of algengt sé að fólk leggi öfugt miðað við aktursstefnu. „Og því hafa menn komist upp með, mikið, að framkvæma þessi brot.“ Alltof algengt sé að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu. „Talsvert kvartað af íbúum þar sem lagt er öfugt og þvers og kruss og það hefur verið úrræðaleysi, þar sem við höfum ekki getað notað þetta einfalda úrræði, sem er gjald, þar sem miði er settur undir þurrkublað.“ Sektin fyrir að leggja öfugt miðað við aktursstefnu er 10.000 krónur. Guðbrandur segir að slíkt flokkist sem hættubrot. Hann hvetur fólk til að leggja regluna á minnið. „Því að lögregla mun fara af stað um leið og ný lög taka gildi og leggja gjald á þau stöðubrot sem fyrir okkur ber.“
Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15 Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Það er ýmislegt í nýjum umferðarlögum sem ökumenn munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. 16. desember 2019 12:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15
Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Það er ýmislegt í nýjum umferðarlögum sem ökumenn munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. 16. desember 2019 12:15