Erlent

Ellefu skotin í franska hverfi New Orleans

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Bourbon Street í franska hverfinu um síðasta sumar.
Frá Bourbon Street í franska hverfinu um síðasta sumar. Getty/Washington Post
Ellefu urðu fyrir skoti í franska hverfinu í New Orleans í Louisiana-ríki Bandaríkjanna í dag. Enginn hefur formlega verið handtekinn en lögreglan í New Orleans greindi frá í nótt að einn væri grunaður og er rannsókn hafin á mögulegri aðkomu hans að árásinni.

Árásin var eins og áður sagði framin í franska hverfinu í New Orleans sem þykir vinsælasti ferðamannastaður borgarinnar. Skotið var á fólk á Canal Street við hlið allra mesta aðdráttarafli New Orleans, Bourbon Street. BBC greinir frá að skothríð hafi hafist tuttugu mínútur yfir þrjú að nóttu að staðartíma.

Lögreglumenn sem staddir voru á vettvangi sögðust í fyrstu hafa talið að þeir væru skotmark árásarmannsins en sökum hins mikla mannfjölda á Canal Street hafi með engu móti verið hægt að greina hver hleypti af skotunum. Greint hefur verið frá því að ellefu hafi orðið fyrir skoti og voru fórnarlömbin öll færð á sjúkrahús. Tveir eru sagðir alvarlega slasaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×