Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. desember 2019 14:30 Fyrri veðurprófanir Icelandair í Hvassahrauni gáfu til kynna að þar mætti leggja flugvöll með háu nýtingarhlutfalli. Vísir/vilhelm Það er mat Icelandair Group að „best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið.“ Það sé kostnaðarsamt að að reka innviði fyrir flug á tveimur stöðum þegar ekki eru fleiri notendur en raun ber vitni. Þar að auki geti mikil tækifæri skapast með því að hafa innanlands- og alþjóðaflug á sama flugvelli að sögn Icelandair - eins og „betri dreifingu ferðamanna um landið og um leið fjölgun ferðamanna í innanlandsflugi og tækifæri til að gera flugvöll á Íslandi að miðstöð vestnorrænna flugtenginga.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í fylgiskjölum við skýrslu um flugvallakosti á suðvesturhorninu og kynnt var af borgarstjóra og samgönguráðherra fyrir helgi.Ríkisútvarpið vakti máls á áherslum Icelandair við vinnslu skýrslunnar, sem flugfélagið vonar að verði ekki „enn ein skýrslan sem engu skilar um þennan mikilvæga málaflokk.“ Nýja skýrslan dró fram kosti þess að leggja og reka flugvöll sem myndi gegna hlutverki innanlandsflugvallar, varaflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu-, og einkaflug í Hvassahrauni.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kynntu skýrsluna á fimmtudag.Myndi styrkja rekstrargrundvöll innanlandsflugs Icelandair hefur sjálft kannað möguleikann á sameiginlegum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni. Flugfélagið fékk bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Landrum & Brown árið 2015 til að kanna fýsileika þess að byggja slíkan völl, í samanburði við uppbyggingaráform Isavia í Keflavík. Kostirnir voru metnir út frá sex þáttum og leiddi vinna ráðgjafafyrirtækisins í ljós að nýr millilandaflugvöllur í Hvassahrauni væri betur til þess fallinn að styðja við viðskiptalíkan íslensku flugfélaganna (WOW air var þá enn starfandi) en Keflavíkurflugvöllur.Sjá einnig: Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun „Ástæðan var í stuttu máli sú að nýr flugvöllur í Hvassahrauni væri hannaður frá grunni samkvæmt nýjustu viðmiðum um tengiflugvelli en framtíðarhönnun Keflavíkurflugvallar væru hins vegar settar ákveðnar skorður vegna þeirra mannvirkja sem þar eru fyrir,“ segir í viðauka skýrslunnar sem kynnt var fyrir helgi. Þar segir jafnframt að millilandaflugvöllur í Hvassahrauni byði upp á að samþætta millilanda- og innanlandsflug á einum flugvelli sem væri þar að auki umtalsvert nær höfuðborgarsvæðinu en Keflavíkurflugvöllur. „Forsvarsmenn Icelandair Group töldu að þetta myndi styrkja verulega rekstrargrundvöll innanlandsflugsins þar sem erlendum ferðamönnum sem nýttu sér innanlandsflugið myndi fjölga.“Reykjavíkurflugvöllur er ekki á förum úr Vatnsmýri næstu 15 til 20 árin.vísir/vilhelmVeðrið ágætt og sjö ár í smíðum Landrum & Brown var jafnframt fengið til að greina fyrirliggjandi veðurgögn um flugvallarstæðið í Hvassahrauni, auk þess sem Icelandair stóð sjálft fyrir athugunum á „þess slags veðri sem helst var talið geta valdið vandræðum,“ eins og það er orðað. Samkvæmt skýrslunni kom ekkert út úr þeirri vinnu sem benti til þess að flugvallarstæðið hentaði ekki, það gæti vel hýst flugvöll með háum nýtingarstuðli. Þó er tekið fram að þessar rannsóknir séu ekki tæmandi. Við þetta er að bæta að með nýju skýrslunni ætla ríki og borg að verja 200 milljónum til frekari veðurfarsmælinga og rannsókna. Þá vann bandaríska ráðgjafafyrirtækið gróft kostnaðarmat á því að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Sú greining á að hafa gefið til kynna að nýr flugvöllur þar „yrði ekki mikið dýrari í framkvæmd en uppbygging Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlunum Isavia þegar tekið væri tillit til þess að nýta mætti virði þess lands í Vatnsmýrinni sem losnaði við lokun Reykjavíkurflugvallar til að styðja við framkvæmdina.“ Þó er tekið fram að þetta kostnaðarmat hafi verið „afar gróft“ og að forsvarsmenn Icelandair Group hafi enn talið mikla óvissu um hugsanlegan stofnkostnað þegar vinnu félagsins sleppti. Rétt er að taka fram að nýtt kostnaðarmat, sem unnið var fyrir nýju skýrsluna, gefur hins vegar til kynna að slík framkvæmd væri dýrari en aðrir kostir og myndi kosta um 300 milljarða króna. Loks leiddi greining Landrums & Browns á svipuðum flugvallarframkvæmdum erlendis í ljós að tíminn frá ákvörðun um uppbyggingu nýs flugvallar til opnunar gæti verið sjö ár ef allt gengi hratt fyrir sig. Áætlanir sem kynntar eru í nýju skýrslu borgar og ríkis gera ráð fyrir sambærilegum árafjölda í uppbyggingu, en að eftir 13 til 17 ára verði hægt að taka völlinn til notkunar.Skýrsluna sem kynnt var í liðinni viku má nálgast í heild sinni hér.Fréttin var uppfærð klukkan 16:15 Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Ferðatími milli Hvassahrauns og miðborgar skipti mestu máli Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára. 29. nóvember 2019 23:17 Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Það er mat Icelandair Group að „best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið.“ Það sé kostnaðarsamt að að reka innviði fyrir flug á tveimur stöðum þegar ekki eru fleiri notendur en raun ber vitni. Þar að auki geti mikil tækifæri skapast með því að hafa innanlands- og alþjóðaflug á sama flugvelli að sögn Icelandair - eins og „betri dreifingu ferðamanna um landið og um leið fjölgun ferðamanna í innanlandsflugi og tækifæri til að gera flugvöll á Íslandi að miðstöð vestnorrænna flugtenginga.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í fylgiskjölum við skýrslu um flugvallakosti á suðvesturhorninu og kynnt var af borgarstjóra og samgönguráðherra fyrir helgi.Ríkisútvarpið vakti máls á áherslum Icelandair við vinnslu skýrslunnar, sem flugfélagið vonar að verði ekki „enn ein skýrslan sem engu skilar um þennan mikilvæga málaflokk.“ Nýja skýrslan dró fram kosti þess að leggja og reka flugvöll sem myndi gegna hlutverki innanlandsflugvallar, varaflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu-, og einkaflug í Hvassahrauni.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra kynntu skýrsluna á fimmtudag.Myndi styrkja rekstrargrundvöll innanlandsflugs Icelandair hefur sjálft kannað möguleikann á sameiginlegum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni. Flugfélagið fékk bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Landrum & Brown árið 2015 til að kanna fýsileika þess að byggja slíkan völl, í samanburði við uppbyggingaráform Isavia í Keflavík. Kostirnir voru metnir út frá sex þáttum og leiddi vinna ráðgjafafyrirtækisins í ljós að nýr millilandaflugvöllur í Hvassahrauni væri betur til þess fallinn að styðja við viðskiptalíkan íslensku flugfélaganna (WOW air var þá enn starfandi) en Keflavíkurflugvöllur.Sjá einnig: Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun „Ástæðan var í stuttu máli sú að nýr flugvöllur í Hvassahrauni væri hannaður frá grunni samkvæmt nýjustu viðmiðum um tengiflugvelli en framtíðarhönnun Keflavíkurflugvallar væru hins vegar settar ákveðnar skorður vegna þeirra mannvirkja sem þar eru fyrir,“ segir í viðauka skýrslunnar sem kynnt var fyrir helgi. Þar segir jafnframt að millilandaflugvöllur í Hvassahrauni byði upp á að samþætta millilanda- og innanlandsflug á einum flugvelli sem væri þar að auki umtalsvert nær höfuðborgarsvæðinu en Keflavíkurflugvöllur. „Forsvarsmenn Icelandair Group töldu að þetta myndi styrkja verulega rekstrargrundvöll innanlandsflugsins þar sem erlendum ferðamönnum sem nýttu sér innanlandsflugið myndi fjölga.“Reykjavíkurflugvöllur er ekki á förum úr Vatnsmýri næstu 15 til 20 árin.vísir/vilhelmVeðrið ágætt og sjö ár í smíðum Landrum & Brown var jafnframt fengið til að greina fyrirliggjandi veðurgögn um flugvallarstæðið í Hvassahrauni, auk þess sem Icelandair stóð sjálft fyrir athugunum á „þess slags veðri sem helst var talið geta valdið vandræðum,“ eins og það er orðað. Samkvæmt skýrslunni kom ekkert út úr þeirri vinnu sem benti til þess að flugvallarstæðið hentaði ekki, það gæti vel hýst flugvöll með háum nýtingarstuðli. Þó er tekið fram að þessar rannsóknir séu ekki tæmandi. Við þetta er að bæta að með nýju skýrslunni ætla ríki og borg að verja 200 milljónum til frekari veðurfarsmælinga og rannsókna. Þá vann bandaríska ráðgjafafyrirtækið gróft kostnaðarmat á því að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Sú greining á að hafa gefið til kynna að nýr flugvöllur þar „yrði ekki mikið dýrari í framkvæmd en uppbygging Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlunum Isavia þegar tekið væri tillit til þess að nýta mætti virði þess lands í Vatnsmýrinni sem losnaði við lokun Reykjavíkurflugvallar til að styðja við framkvæmdina.“ Þó er tekið fram að þetta kostnaðarmat hafi verið „afar gróft“ og að forsvarsmenn Icelandair Group hafi enn talið mikla óvissu um hugsanlegan stofnkostnað þegar vinnu félagsins sleppti. Rétt er að taka fram að nýtt kostnaðarmat, sem unnið var fyrir nýju skýrsluna, gefur hins vegar til kynna að slík framkvæmd væri dýrari en aðrir kostir og myndi kosta um 300 milljarða króna. Loks leiddi greining Landrums & Browns á svipuðum flugvallarframkvæmdum erlendis í ljós að tíminn frá ákvörðun um uppbyggingu nýs flugvallar til opnunar gæti verið sjö ár ef allt gengi hratt fyrir sig. Áætlanir sem kynntar eru í nýju skýrslu borgar og ríkis gera ráð fyrir sambærilegum árafjölda í uppbyggingu, en að eftir 13 til 17 ára verði hægt að taka völlinn til notkunar.Skýrsluna sem kynnt var í liðinni viku má nálgast í heild sinni hér.Fréttin var uppfærð klukkan 16:15
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24 Ferðatími milli Hvassahrauns og miðborgar skipti mestu máli Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára. 29. nóvember 2019 23:17 Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, ásamt fleiru, næstu árin. 1. desember 2019 21:24
Ferðatími milli Hvassahrauns og miðborgar skipti mestu máli Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára. 29. nóvember 2019 23:17
Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50