Fótbolti

Rapinoe fékk Gullboltann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Megan Rapinoe, besti leikmaður heims 2019.
Megan Rapinoe, besti leikmaður heims 2019. vísir/getty
Megan Rapinoe fékk Gullboltann (Ballon d'Or) sem er veittur besta leikmanni heims.



Þetta er í annað sinn sem Gullboltinn er veittur í kvennaflokki. Í fyrra fékk hin norska Ada Hegerberg Gullboltann.

Lucy Bronze, leikmaður Evrópumeistara Lyon og enska landsliðsins, varð önnur í kjörinu og Alex Morgan, leikmaður Orlando Pride og bandaríska landsliðsins, þriðja.



Rapinoe varð heimsmeistari með Bandaríkjunum í sumar. Hún var valin besti leikmaður HM og var ein þriggja markahæstu leikmanna mótsins.

Rapinoe leikur með Reign FC í heimalandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×