Fótbolti

Mbappé fékk mynd af sér með Drogba áratug eftir að hann sagði nei við hann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mbappé var flottur í tauinu í gær.
Mbappé var flottur í tauinu í gær. vísir/getty
Kylian Mbappé fékk mynd af sér með Didier Drogba þegar Gullboltinn var afhentur við hátíðlega athöfn í París í gær.

Mbappé bað um mynd af sér með Drogba eftir frægan leik Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 2009.

Drogba var vægast sagt reiður eftir leikinn vegna dómgæslu Norðmannsins Toms Henning Øvrebø. Hann sagði því nei þegar hinn ellefu ára Mbappé bað hann um mynd eftir leikinn.

„Fyrir tíu árum síðan kom krakki til mín og bað um mynd. Ég sagði nei vegna úrslitanna og dómgæslunnar. Síðar komst ég að því að þessi krakki hefði verið Kylian Mbappé. Og núna fær hann myndina,“ sagði Drogba áður en hann tók sjálfu af sér með Mbappé.



Mbappé var í 6. sæti í Gullboltakjörinu í ár. Lionel Messi fékk Gullboltann í sjötta sinn.

Mbappé hefur skorað tíu mörk í 13 leikjum með Paris Saint-Germain á þessu tímabili.

Drogba var sótillur eftir leik Chelsea og Barcelona 2009.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×