Norsku stelpurnar áfram á sigurbraut á HM í Japan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 13:00 Stine Bredal Oftedal var best á vellinum í dag. Getty/Lukasz Laskowski Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru eitt af sex liðum sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í Japan. Noregur spilaði sinn erfiðasta leik til þess en vann að lokum þriggja marka sigur á Serbíu. Þrjár þjóðir hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta þrátt fyrir að tveir leikir séu enn eftir af riðlakeppninni. Þýskaland, Spánn og Rússland eru komin áfram en Norðmenn, Svíar og Svartfellingar eru líka með fullt hús í sínum riðli. Þrjú síðastnefndu löndin eru í góðri stöðu en geta samt enn setið tölfræðilega eftir. Norska liðið hafði unnið tvo auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum en það reyndi talsvert meira á þær á móti sterku serbnesku liði. Noregur vann á endanum 28-25 sigur. Stine Bredal Oftedal og Emilie Hegh Arntzen voru markahæstar með sjö mörk hvor en Silje Solberg varði líka mjög vel í markinu. Oftedal var valin besti leikmaður vallarins. Norsku stelpurnar voru skrefinu á eftir framan af leik en líkt á móti Slóveníu í gær þurfti leikhlé frá Þóri til að koma hans stelpum í gang. Norska liðið var síðan einu marki yfir í hálfleik, 13-12. Seinni hálfleikurinn var betur spilaður hjá norska liðinu en ólíkt Slóveníuleiknum þá tókst þeim ekki að stinga Serbana af. Hægt og rólega jókst þó munurinn upp í fimm mörk en þær serbnesku gáfust ekki upp og minnkuðu aftur muninn. Norska liðið var sterkara á lokakaflanum og fagnaði ein Norðmenn klikkuðu á fjórum vítaköstum í leiknum en náðu nokkrum sinnum að skora úr frákastinu. Hin risavaxna Dragana Cvijic á línunni reyndist norska liðinu erfið viðureignar en hún skoraði fimm mörk og fiskaði líka víti og brottrekstra. Þýskaland vann eins marka sigur á Danmörku, 26-25, í æsispennandi leik í B-riðlinum en þar eru þýsku stelpurnar þær einu sem eru með fullt hús. Úrslitin þýða að Danir komast ekki í milliriðil eins og staðan er núna en þær geta bætt úr því í síðustu tveimur leikjum sínum við Brasilíumenn og Frakka. Þýsku stelpurnar fögnuðu aftur á móti vel því þær eru öruggar inn í milliriðla. Hollensku stelpurnar skoruðu 51 mark í stórsigri á Kúbu og eru komnar á mikið skrið eftir óvænt tap á móti Slóveníu í fyrsta leik. Tveir leikmenn skoruðu meira en tíu mörk, Angela Malestein var með 11 mörk og Lois Abbingh skoraði 10 mörk. Slóvensku stelpurnar voru ef til vill enn í losti eftir skellinn á móti Noregi í gær því Slóvenía steinlá með níu marka mun á móti Angóla. Angólska liðið hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Lið Suður Kóreu heldur áfram að gera góða hluti en liðið hefur náð í fimm af sex stigum út úr leikjum sínum á móti Frakklandi, Danmörku og Brasilíu. Spánn og Svartfjallaland eru bæði með fullt hús í C-riðlinum en Svartfjallaland vann nauma eins marks sigur á Ungverjalandi, 25-24 á meðan Spánverjar burstuðu Senegal. Rússar og Svíar eru með fullt hús í D-riðlinum en Svíar urðu fyrstir til að vinna gestgjafa Japan sem höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína. Heimsmeistarar Frakka unnu loksins sigur og hann var eins og lauflétt æfing en franska liðið vann 39 marka sigur á Áströlum, 46-7.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Holland - Kúba 51-23 Slóvenía - Angóla 24-33 Noregur - Serbía 28-25Stigin: Noregur 6, Holland 4, Serbía 4, Angóla 2, Slóvenía 2, Kúba 0B-riðill Suður Kórea - Brasilía 33-27 Frakkland - Ástralía 46-7 Danmörk - Þýskaland 25-26Stigin: Þýskaland 6, Suður Kórea 5, Frakkland 3, Danmörk 3, Brasilía 1, Ástralía 0.C-riðill Ungverjaland - Svartfjallaland 24-25 Spánn - Senegal 29-20 Rúmenía - Kasakstan 22-20Stigin: Spánn 6, Svartfjallaland 6, Rúmenía 4, Ungverjaland 2, Senegal 0, Kasakstan 0.D-riðill Rússland - Austur Kongó 34-13 Kína - Argentína 28-34 Svíþjóð - Japan 34-26Stigin: Rússland 6, Svíþjóð 6, Japan 4, Argentína 2, Kína 0, Austur Kongó 0 Handbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru eitt af sex liðum sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í Japan. Noregur spilaði sinn erfiðasta leik til þess en vann að lokum þriggja marka sigur á Serbíu. Þrjár þjóðir hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta þrátt fyrir að tveir leikir séu enn eftir af riðlakeppninni. Þýskaland, Spánn og Rússland eru komin áfram en Norðmenn, Svíar og Svartfellingar eru líka með fullt hús í sínum riðli. Þrjú síðastnefndu löndin eru í góðri stöðu en geta samt enn setið tölfræðilega eftir. Norska liðið hafði unnið tvo auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum en það reyndi talsvert meira á þær á móti sterku serbnesku liði. Noregur vann á endanum 28-25 sigur. Stine Bredal Oftedal og Emilie Hegh Arntzen voru markahæstar með sjö mörk hvor en Silje Solberg varði líka mjög vel í markinu. Oftedal var valin besti leikmaður vallarins. Norsku stelpurnar voru skrefinu á eftir framan af leik en líkt á móti Slóveníu í gær þurfti leikhlé frá Þóri til að koma hans stelpum í gang. Norska liðið var síðan einu marki yfir í hálfleik, 13-12. Seinni hálfleikurinn var betur spilaður hjá norska liðinu en ólíkt Slóveníuleiknum þá tókst þeim ekki að stinga Serbana af. Hægt og rólega jókst þó munurinn upp í fimm mörk en þær serbnesku gáfust ekki upp og minnkuðu aftur muninn. Norska liðið var sterkara á lokakaflanum og fagnaði ein Norðmenn klikkuðu á fjórum vítaköstum í leiknum en náðu nokkrum sinnum að skora úr frákastinu. Hin risavaxna Dragana Cvijic á línunni reyndist norska liðinu erfið viðureignar en hún skoraði fimm mörk og fiskaði líka víti og brottrekstra. Þýskaland vann eins marka sigur á Danmörku, 26-25, í æsispennandi leik í B-riðlinum en þar eru þýsku stelpurnar þær einu sem eru með fullt hús. Úrslitin þýða að Danir komast ekki í milliriðil eins og staðan er núna en þær geta bætt úr því í síðustu tveimur leikjum sínum við Brasilíumenn og Frakka. Þýsku stelpurnar fögnuðu aftur á móti vel því þær eru öruggar inn í milliriðla. Hollensku stelpurnar skoruðu 51 mark í stórsigri á Kúbu og eru komnar á mikið skrið eftir óvænt tap á móti Slóveníu í fyrsta leik. Tveir leikmenn skoruðu meira en tíu mörk, Angela Malestein var með 11 mörk og Lois Abbingh skoraði 10 mörk. Slóvensku stelpurnar voru ef til vill enn í losti eftir skellinn á móti Noregi í gær því Slóvenía steinlá með níu marka mun á móti Angóla. Angólska liðið hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Lið Suður Kóreu heldur áfram að gera góða hluti en liðið hefur náð í fimm af sex stigum út úr leikjum sínum á móti Frakklandi, Danmörku og Brasilíu. Spánn og Svartfjallaland eru bæði með fullt hús í C-riðlinum en Svartfjallaland vann nauma eins marks sigur á Ungverjalandi, 25-24 á meðan Spánverjar burstuðu Senegal. Rússar og Svíar eru með fullt hús í D-riðlinum en Svíar urðu fyrstir til að vinna gestgjafa Japan sem höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína. Heimsmeistarar Frakka unnu loksins sigur og hann var eins og lauflétt æfing en franska liðið vann 39 marka sigur á Áströlum, 46-7.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Holland - Kúba 51-23 Slóvenía - Angóla 24-33 Noregur - Serbía 28-25Stigin: Noregur 6, Holland 4, Serbía 4, Angóla 2, Slóvenía 2, Kúba 0B-riðill Suður Kórea - Brasilía 33-27 Frakkland - Ástralía 46-7 Danmörk - Þýskaland 25-26Stigin: Þýskaland 6, Suður Kórea 5, Frakkland 3, Danmörk 3, Brasilía 1, Ástralía 0.C-riðill Ungverjaland - Svartfjallaland 24-25 Spánn - Senegal 29-20 Rúmenía - Kasakstan 22-20Stigin: Spánn 6, Svartfjallaland 6, Rúmenía 4, Ungverjaland 2, Senegal 0, Kasakstan 0.D-riðill Rússland - Austur Kongó 34-13 Kína - Argentína 28-34 Svíþjóð - Japan 34-26Stigin: Rússland 6, Svíþjóð 6, Japan 4, Argentína 2, Kína 0, Austur Kongó 0
Handbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira