Bjóðast til að minnka hlut sinn í Play Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2019 07:27 María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins. vísir/vilhelm Stjórnendur og stofnendur Play, hins nýstofnaða lággjaldaflugfélags, bjóðast til að minnka hlutdeild sína í félaginu í þrjátíu prósent á móti sjötíu prósent eignarhlut fjárfesta, sem hafa fengist til að leggja félaginu til um 1700 milljónir króna í nýtt hlutafé. Greint er frá þessu í Markaðnum í Fréttablaðinu. Play, ásamt Íslenskum verðbréfum (ÍV), hefur síðustu vikur unnið að fjármögnun félagsins. Komið hefur fram að lagt hafi verið upp með í fyrstu að fjárfestar eignuðust helmingshlut í Play á móti stofnendum og stjórnendum. Fjárfestarnir hafa hins vegar sett sig upp á móti þeim ráðahag á fundum. Á fundi sem Play og ÍV héldu fyrir fulltrúa í ferðaþjónustu í lok nóvember kom þó fram að stjórnendur Play væru til viðræðna um að hlutur þeirra yrði minni. Heimildir Markaðarins herma að forsvarsmenn Play og ÍV hafi nú komið að hluta til móts við þessa gagnrýni. Þeir hafi boðist til að minnka hlutdeild sína úr fimmtíu prósentum í þrjátíu prósent, til þess að laða að fjárfesta til að fjárfesta í félaginu. Ekki hafa enn fengist staðfestar upplýsingar um fjárfesta sem hafa skuldbundið sig til að taka þátt í hlutafjárútboðinu, að því er segir í frétt Markaðarins. Erfiðlega hefur gengið að fjármagna félagið síðan tilkynnt var um stofnun þess á blaðamannafundi í byrjun nóvember. Play greindi frá því um síðustu helgi að ákveðið hefði verið að fresta sölu á fyrstu flugmiðum félagsins, sem ráðgert var að færu í sölu í síðasta mánuði. Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum Ekki liggur fyrir hvenær sala flugmiða á að fara af stað. 30. nóvember 2019 18:56 Lánsfé og flugrekstrarleyfi skilyrt við að hlutafjársöfnun klárist Fjörutíu milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun flugrekstrarleyfis hjá Samgöngustofu er skilyrt við að hinu nýstofnaða lággjaldaflugfélagi Play takist að fá fjárfesta til að leggja því til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé. 27. nóvember 2019 07:48 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Stjórnendur og stofnendur Play, hins nýstofnaða lággjaldaflugfélags, bjóðast til að minnka hlutdeild sína í félaginu í þrjátíu prósent á móti sjötíu prósent eignarhlut fjárfesta, sem hafa fengist til að leggja félaginu til um 1700 milljónir króna í nýtt hlutafé. Greint er frá þessu í Markaðnum í Fréttablaðinu. Play, ásamt Íslenskum verðbréfum (ÍV), hefur síðustu vikur unnið að fjármögnun félagsins. Komið hefur fram að lagt hafi verið upp með í fyrstu að fjárfestar eignuðust helmingshlut í Play á móti stofnendum og stjórnendum. Fjárfestarnir hafa hins vegar sett sig upp á móti þeim ráðahag á fundum. Á fundi sem Play og ÍV héldu fyrir fulltrúa í ferðaþjónustu í lok nóvember kom þó fram að stjórnendur Play væru til viðræðna um að hlutur þeirra yrði minni. Heimildir Markaðarins herma að forsvarsmenn Play og ÍV hafi nú komið að hluta til móts við þessa gagnrýni. Þeir hafi boðist til að minnka hlutdeild sína úr fimmtíu prósentum í þrjátíu prósent, til þess að laða að fjárfesta til að fjárfesta í félaginu. Ekki hafa enn fengist staðfestar upplýsingar um fjárfesta sem hafa skuldbundið sig til að taka þátt í hlutafjárútboðinu, að því er segir í frétt Markaðarins. Erfiðlega hefur gengið að fjármagna félagið síðan tilkynnt var um stofnun þess á blaðamannafundi í byrjun nóvember. Play greindi frá því um síðustu helgi að ákveðið hefði verið að fresta sölu á fyrstu flugmiðum félagsins, sem ráðgert var að færu í sölu í síðasta mánuði.
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum Ekki liggur fyrir hvenær sala flugmiða á að fara af stað. 30. nóvember 2019 18:56 Lánsfé og flugrekstrarleyfi skilyrt við að hlutafjársöfnun klárist Fjörutíu milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun flugrekstrarleyfis hjá Samgöngustofu er skilyrt við að hinu nýstofnaða lággjaldaflugfélagi Play takist að fá fjárfesta til að leggja því til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé. 27. nóvember 2019 07:48 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum Ekki liggur fyrir hvenær sala flugmiða á að fara af stað. 30. nóvember 2019 18:56
Lánsfé og flugrekstrarleyfi skilyrt við að hlutafjársöfnun klárist Fjörutíu milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun flugrekstrarleyfis hjá Samgöngustofu er skilyrt við að hinu nýstofnaða lággjaldaflugfélagi Play takist að fá fjárfesta til að leggja því til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé. 27. nóvember 2019 07:48
Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20