Innlent

Þjóðleikhússtjóri meðal sautján umsækjenda

Atli Ísleifsson skrifar
Ari Matthíasson, Þjóðleikhússtjóri, er meðal umsækjenda.
Ari Matthíasson, Þjóðleikhússtjóri, er meðal umsækjenda. vísir/egill
Alls bárust sautján umsóknir um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu lýðheilsu og forvarna í heilbrigðisráðuneytinu. Meðal umsækjenda eru Ari Matthíasson, sem lætur af störfum sem Þjóðleikhússtjóri um áramótin.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins en umsóknarfrestur rann út 29. nóvember síðastliðinn.

Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. Umsækjendur er eftirtaldir:



  • Ari Matthíasson, heilsuhagfræðingur
  • Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri
  • Ásthildur Knútsdóttir, settur skrifstofustjóri
  • Berglind Anna Aradóttir, forstöðumaður
  • Dagmar Sigurðardóttir, lögfræðingur
  • Elsa Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur
  • Finnur Þ. Gunnþórsson, markþjálfi
  • Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, nemi
  • Helga Pálmadóttir, aðstoðardeildarstjóri
  • Helga María Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri
  • Inga Birgisdóttir, stundakennari
  • Ingunn Björnsdóttir, dósent
  • Jóhann Kristjánsson, rekstrarstjóri
  • Lúðvík Þorgeirsson, framkvæmdastjóri
  • Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri
  • Sjöfn Kjartansdóttir, markaðsstjóri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×