Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Andri Eysteinsson skrifar 4. desember 2019 19:02 Starfsmönnum voru boðnir þrír kostir. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Ölgerðarinnar stóðu frammi fyrir þremur kostum, ganga úr VR og í Eflingu, halda áfram að greiða í VR en vinna eftir kjarasamningi Eflingar, eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þetta sýnir bréf sem þeim var afhent og fréttastofa hefur undir höndum. Bréfið má sjá neðst í fréttinni. Beðnir um að haka við einn reit af þremur Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. Í bréfinu segir að Ölgerðin segi upp ákvæði ráðningarsamnings starfsmanns sem kveður á um réttindi og skyldur. Nýtt ákvæði taki gildi 1.mars 2020 eftir þriggja mánaða uppsagnarfrest núgildandi ákvæðis. Í nýja ákvæðinu segir: „Um réttindi og skyldur, s.s. uppsagnarfrestur, orlof, almennar launahækkanir og veikindagreiðslur, fer að öðru leyti skv. Kjarasamningi Eflingar og SA.“ Starfsmenn voru þá beðnir um að haka í einn af þremur reitum, sú málsgrein sem hakað yrði við gildi. Kostirnir þrír voru eftirfarandi: 1. Þrátt fyrir ofangreindan uppsagnarfrest ákvæðisins eru aðilar sammála um að ofangreindar breytingar taki gildi nú þegar (1.desember 2019). 2. Starfsmaður samþykkir ekki að breytingar taki gildi nú þegar og óskar eftir að vinna lögbundinn uppsagnarfrest skv. gildandi ákvæði áður en nýtt ákvæði tekur gildi. 3. Starfsmaður samþykkir ekki ofangreindar breytingar og lítur svo á að verið sé að segja upp ráðningarsamningnum í heild sinni með ofangreindum uppsagnarfresti. Mun starfsmaður þá ljúka störfum að uppsagnarfresti liðnum. Í yfirlýsingu Ölgerðarinnar vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar baðst Ölgerðin velvirðingar á því hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti. Unnið hafi verið að því að starfsmenn í sömu deildum njóti sömu réttinda og skyldna.Bréfið sem á annan tug starfsmanna hjá Ölgerðinni voru beðnir um að skrifa undir. Þeir neituðu að skrifa undir.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Starfsmenn Ölgerðarinnar stóðu frammi fyrir þremur kostum, ganga úr VR og í Eflingu, halda áfram að greiða í VR en vinna eftir kjarasamningi Eflingar, eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þetta sýnir bréf sem þeim var afhent og fréttastofa hefur undir höndum. Bréfið má sjá neðst í fréttinni. Beðnir um að haka við einn reit af þremur Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. Í bréfinu segir að Ölgerðin segi upp ákvæði ráðningarsamnings starfsmanns sem kveður á um réttindi og skyldur. Nýtt ákvæði taki gildi 1.mars 2020 eftir þriggja mánaða uppsagnarfrest núgildandi ákvæðis. Í nýja ákvæðinu segir: „Um réttindi og skyldur, s.s. uppsagnarfrestur, orlof, almennar launahækkanir og veikindagreiðslur, fer að öðru leyti skv. Kjarasamningi Eflingar og SA.“ Starfsmenn voru þá beðnir um að haka í einn af þremur reitum, sú málsgrein sem hakað yrði við gildi. Kostirnir þrír voru eftirfarandi: 1. Þrátt fyrir ofangreindan uppsagnarfrest ákvæðisins eru aðilar sammála um að ofangreindar breytingar taki gildi nú þegar (1.desember 2019). 2. Starfsmaður samþykkir ekki að breytingar taki gildi nú þegar og óskar eftir að vinna lögbundinn uppsagnarfrest skv. gildandi ákvæði áður en nýtt ákvæði tekur gildi. 3. Starfsmaður samþykkir ekki ofangreindar breytingar og lítur svo á að verið sé að segja upp ráðningarsamningnum í heild sinni með ofangreindum uppsagnarfresti. Mun starfsmaður þá ljúka störfum að uppsagnarfresti liðnum. Í yfirlýsingu Ölgerðarinnar vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar baðst Ölgerðin velvirðingar á því hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti. Unnið hafi verið að því að starfsmenn í sömu deildum njóti sömu réttinda og skyldna.Bréfið sem á annan tug starfsmanna hjá Ölgerðinni voru beðnir um að skrifa undir. Þeir neituðu að skrifa undir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05
Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15