Smári, Kári og kvótakerfið Jakob Bjarnar skrifar 5. desember 2019 10:32 Þeir Gunnar Smári og Kári telja það blasa við að stjórnmálamenn séu að færa útgerðarmönnum óheyrilega fjármuni á silfurfati. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og verkalýðsleiðtogi heldur því fram að útgerðinni verði á þessu fiskveiðiári gefnir 71,6 milljarðar af því sem með réttu ætti að heita sameign þjóðarinnar. Samherjamálið hefur beint sjónum manna að kvótakerfinu. Þannig ritaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, nýverið grein sem hefur vakið mikla athygli en þar fjallar hann um makrílveiðar og ber saman verð sem fæst fyrir hann á Íslandi og í Noregi á árunum 2012 til 2018. „Það má geta sér til um heildarstærð þessa máls með því að horfa til þess að á síðustu sjö árum hafa um það bil 300 milljarðar króna af norsku verðmæti makríls horfið við það eitt að honum var landað á Íslandi.“Makríllinn einskonar gjöf til útgerðarmanna Kári bendir á skýrslu frá Verðlagsstofu Skiptaverðs þar sem „sést að verð á makríl sem hráefni án tillits til ráðstöfunar sem var landað í Noregi var að meðali 227% hærra en á þeim sem var landað á Íslandi. Árið 2018 var þessi munur um það bil 300%.“ Hins vegar hafi heildartekjur íslensku útgerðarinnar af makríl á því ári verið 25 milljarðar, þannig að einhvers staðar hurfu 50 milljarðar af verðmætinu við það eitt að makrílnum var landað á Íslandi.Hafsins hetjur halda til veiða. Kári Stefánsson segir útgerðina hlunnfara sjómenn með allskyns hundakúnstum.visir/vilhelmKári bendir á að þó allt þetta liggi fyrir örli varla á því að stjórnmálamenn eða aðrar stofnanir láti þetta mál til sín taka eða geri athugasemdir þar við. Gunnar Smári er einnig með reiknistokkinn á lofti og hann heldur því fram í nýlegum pistli sem hann birtir á Facebooksíðu Sósíalistaflokks Íslands að útgerðinni verði á þessu fiskveiðiári gefnir 71,6 milljarðar af almannafé. Hann miðar við gangverð á leigukvóta sem er verðmæti aflaheimilda sem úthlutað var fiskveiðiárið 2019-2020 um 76.747 milljónir króna. „Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020 verður innheimt fyrir þessar veiðiheimildir 4.850 milljónir króna, eða 6,3% af raunvirði þeirra. Mismunurinn, 71.624 m.kr. verða gefnar útgerðarmönnum.“Samherji og Brim fá 21,5 milljarða í sinn hlut Útreikningar Gunnars Smára byggja á markaðsverði kvóta sem skráð séu af Fiskistofu. Veruleg viðskipti eru með kvóta en um 12 prósent þorskkvóta er leigður áfram. „Á síðustu tólf mánuðum hafa rúm 30 þús. tonn verið leigð fyrir um 6,9 milljarða króna, mun meira en öll þau veiðigjöld sem útgerðarmenn greiða á næsta ári fyrir allan kvótann. Engin ástæða er til að ætla að verðmæti þessara 12% þorskkvótans gefi ekki rétta mynd af verðmæti alls kvótans.“ Gunnar Smári segir að þrátt fyrir að lög banni meira en að sami aðili fái meira en 12 prósent af aflaheimildum fái Brim-samstæðan og Samherjasamstæðan 30 prósent af þessum aflaheimildum. Þær samstæður fái þannig 21,5 milljarð króna af úthlutuðum aflaheimildum á árinu. Pistill Gunnars Smára í heild sinniFjárlagafrumvarpið:Útgerðinni gefnir 71,6 milljarðar af almannaféMiðað við gangverð á leigukvóta er verðmæti aflaheimilda sem úthlutað var fiskveiðiárið 2019-2020 um 76.747 milljónir króna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020 verður innheimt fyrir þessar veiðiheimildir 4.850 milljónir króna, eða 6,3% af raunvirði þeirra. Mismunurinn, 71.624 m.kr. verða gefnar útgerðarmönnum.Af þeirri gjöf má ætla að 10.944 milljónir króna renni til Brim-samstæðunnar (Brim (áður HBGrandi), Útgerðarfélag Reykjavíkur (áður Brim) og Ögurvík) en samstæðan ræður yfir 15,3% aflaheimilda þótt samkvæmt lögum sé óheimilt að úthluta sama aðila meira en 12% af aflaheimildum. Samherja-samstæðan (Samherji, Síldarvinnslan, Bergur-Huginn, Útgerðarfélag Akureyrar, Gjögur) fá í sinn hlut um 10.529 milljónir króna í sinn hlut, af þessari gjöf stjórnvalda, sem samanlagður kvóti þessara fyrirtækja er um 14,7% allra veiðiheimilda.Aðeins tvær samstæður hafa náð undir sig 30% af öllum kvóta. Um 1990 var kvótaeign tíu stærstu útgerðarfyrirtækjanna innan við 20% af heildinni. Samþjöppun hinna stóru og yfirráð þeirra yfir auðlindinni hefur því vaxið hratt.Markaðsverð á kvóta er skráð af fiskistofu. Töluverð viðskipti eru með kvóta. Um 12% af öllum úthlutuðum þorskkvóta er leigður áfram. Á síðustu tólf mánuðum hafa rúm 30 þús. tonn verið leigð fyrir um 6,9 milljarða króna, mun meira en öll þau veiðigjöld sem útgerðarmenn greiða á næsta ári fyrir allan kvótann. Engin ástæða er til að ætla að verðmæti þessara 12% þorskkvótans gefi ekki rétta mynd af verðmæti alls kvótans. Það er yfirdrifið nóg að gera stikkprufu á 12% af heildinni til að áætla verð allrar heildarinnar. Á hverju ári eru um 6,2% íbúða seld og enginn efast um að sú stikkprufa gefi rétta mynd af verðmæti allra íbúða, sveitarfélög leggja fasteignagjöld á út frá þeirri stikkprufu, bankar meta lánshæfi o.s.frv.Það er því óumdeild að stjórnvöld gefa útgerðarmönnum 71,6 milljarð króna á næsta ári, ívið meira en þau gáfu frá sér í ár. Það má vera til einhver sem telur þetta réttlátt eða snjallt en það er engin ástæða til að deila um upphæðirnar sem útgerðarmenn fá að gjöf. Af þessum 71,6 milljarði fá tvær stærstu samstæðurnar, Brim og Samherji, um 21,5 milljarð króna af gjöf, fyrirtæki sem eru undir stjórn og fyrst og fremst í eign tveggja fjölskyldna. Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Landráð? Íslendingar eru sammála því að auðlindir hafsins í kringum landið þeirra séu sameiginleg eign þjóðarinnar. 3. desember 2019 11:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og verkalýðsleiðtogi heldur því fram að útgerðinni verði á þessu fiskveiðiári gefnir 71,6 milljarðar af því sem með réttu ætti að heita sameign þjóðarinnar. Samherjamálið hefur beint sjónum manna að kvótakerfinu. Þannig ritaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, nýverið grein sem hefur vakið mikla athygli en þar fjallar hann um makrílveiðar og ber saman verð sem fæst fyrir hann á Íslandi og í Noregi á árunum 2012 til 2018. „Það má geta sér til um heildarstærð þessa máls með því að horfa til þess að á síðustu sjö árum hafa um það bil 300 milljarðar króna af norsku verðmæti makríls horfið við það eitt að honum var landað á Íslandi.“Makríllinn einskonar gjöf til útgerðarmanna Kári bendir á skýrslu frá Verðlagsstofu Skiptaverðs þar sem „sést að verð á makríl sem hráefni án tillits til ráðstöfunar sem var landað í Noregi var að meðali 227% hærra en á þeim sem var landað á Íslandi. Árið 2018 var þessi munur um það bil 300%.“ Hins vegar hafi heildartekjur íslensku útgerðarinnar af makríl á því ári verið 25 milljarðar, þannig að einhvers staðar hurfu 50 milljarðar af verðmætinu við það eitt að makrílnum var landað á Íslandi.Hafsins hetjur halda til veiða. Kári Stefánsson segir útgerðina hlunnfara sjómenn með allskyns hundakúnstum.visir/vilhelmKári bendir á að þó allt þetta liggi fyrir örli varla á því að stjórnmálamenn eða aðrar stofnanir láti þetta mál til sín taka eða geri athugasemdir þar við. Gunnar Smári er einnig með reiknistokkinn á lofti og hann heldur því fram í nýlegum pistli sem hann birtir á Facebooksíðu Sósíalistaflokks Íslands að útgerðinni verði á þessu fiskveiðiári gefnir 71,6 milljarðar af almannafé. Hann miðar við gangverð á leigukvóta sem er verðmæti aflaheimilda sem úthlutað var fiskveiðiárið 2019-2020 um 76.747 milljónir króna. „Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020 verður innheimt fyrir þessar veiðiheimildir 4.850 milljónir króna, eða 6,3% af raunvirði þeirra. Mismunurinn, 71.624 m.kr. verða gefnar útgerðarmönnum.“Samherji og Brim fá 21,5 milljarða í sinn hlut Útreikningar Gunnars Smára byggja á markaðsverði kvóta sem skráð séu af Fiskistofu. Veruleg viðskipti eru með kvóta en um 12 prósent þorskkvóta er leigður áfram. „Á síðustu tólf mánuðum hafa rúm 30 þús. tonn verið leigð fyrir um 6,9 milljarða króna, mun meira en öll þau veiðigjöld sem útgerðarmenn greiða á næsta ári fyrir allan kvótann. Engin ástæða er til að ætla að verðmæti þessara 12% þorskkvótans gefi ekki rétta mynd af verðmæti alls kvótans.“ Gunnar Smári segir að þrátt fyrir að lög banni meira en að sami aðili fái meira en 12 prósent af aflaheimildum fái Brim-samstæðan og Samherjasamstæðan 30 prósent af þessum aflaheimildum. Þær samstæður fái þannig 21,5 milljarð króna af úthlutuðum aflaheimildum á árinu. Pistill Gunnars Smára í heild sinniFjárlagafrumvarpið:Útgerðinni gefnir 71,6 milljarðar af almannaféMiðað við gangverð á leigukvóta er verðmæti aflaheimilda sem úthlutað var fiskveiðiárið 2019-2020 um 76.747 milljónir króna. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020 verður innheimt fyrir þessar veiðiheimildir 4.850 milljónir króna, eða 6,3% af raunvirði þeirra. Mismunurinn, 71.624 m.kr. verða gefnar útgerðarmönnum.Af þeirri gjöf má ætla að 10.944 milljónir króna renni til Brim-samstæðunnar (Brim (áður HBGrandi), Útgerðarfélag Reykjavíkur (áður Brim) og Ögurvík) en samstæðan ræður yfir 15,3% aflaheimilda þótt samkvæmt lögum sé óheimilt að úthluta sama aðila meira en 12% af aflaheimildum. Samherja-samstæðan (Samherji, Síldarvinnslan, Bergur-Huginn, Útgerðarfélag Akureyrar, Gjögur) fá í sinn hlut um 10.529 milljónir króna í sinn hlut, af þessari gjöf stjórnvalda, sem samanlagður kvóti þessara fyrirtækja er um 14,7% allra veiðiheimilda.Aðeins tvær samstæður hafa náð undir sig 30% af öllum kvóta. Um 1990 var kvótaeign tíu stærstu útgerðarfyrirtækjanna innan við 20% af heildinni. Samþjöppun hinna stóru og yfirráð þeirra yfir auðlindinni hefur því vaxið hratt.Markaðsverð á kvóta er skráð af fiskistofu. Töluverð viðskipti eru með kvóta. Um 12% af öllum úthlutuðum þorskkvóta er leigður áfram. Á síðustu tólf mánuðum hafa rúm 30 þús. tonn verið leigð fyrir um 6,9 milljarða króna, mun meira en öll þau veiðigjöld sem útgerðarmenn greiða á næsta ári fyrir allan kvótann. Engin ástæða er til að ætla að verðmæti þessara 12% þorskkvótans gefi ekki rétta mynd af verðmæti alls kvótans. Það er yfirdrifið nóg að gera stikkprufu á 12% af heildinni til að áætla verð allrar heildarinnar. Á hverju ári eru um 6,2% íbúða seld og enginn efast um að sú stikkprufa gefi rétta mynd af verðmæti allra íbúða, sveitarfélög leggja fasteignagjöld á út frá þeirri stikkprufu, bankar meta lánshæfi o.s.frv.Það er því óumdeild að stjórnvöld gefa útgerðarmönnum 71,6 milljarð króna á næsta ári, ívið meira en þau gáfu frá sér í ár. Það má vera til einhver sem telur þetta réttlátt eða snjallt en það er engin ástæða til að deila um upphæðirnar sem útgerðarmenn fá að gjöf. Af þessum 71,6 milljarði fá tvær stærstu samstæðurnar, Brim og Samherji, um 21,5 milljarð króna af gjöf, fyrirtæki sem eru undir stjórn og fyrst og fremst í eign tveggja fjölskyldna.
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Landráð? Íslendingar eru sammála því að auðlindir hafsins í kringum landið þeirra séu sameiginleg eign þjóðarinnar. 3. desember 2019 11:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Landráð? Íslendingar eru sammála því að auðlindir hafsins í kringum landið þeirra séu sameiginleg eign þjóðarinnar. 3. desember 2019 11:30