Enski boltinn

Messi er aðdáandi Sadio Mane

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane
Sadio Mane Getty/Jean Catuffe
Lionel Messi vann Gullboltann í sjötta sinn í vikunni og fór þar með fram úr Cristiano Ronaldo.

Messi átti magnað tímabil með Barcelona en þurfti að sætta sig við það að detta út fyrir Liverpool í Meistaradeildinni.

Með Liverpool liðinu spilar einmitt Senegalinn Sadio Mane og Messi vildi sjá Mane enda ofar í kjörinu á besta leikmanni heims.





„Það er synd að sjá Sadio Mane bara enda í fjórða sæti,“ sagði Lionel Messi sem sagðist sjálfur hafa kostið Sadio Mane þann besta.

„Það hafa bara verið margir frábærir leikmenn í heiminum á þessu ári. Þess vegna er mjög erfitt að velja einn úr hópnum. Ég kaus samt Sadio Mane af því að hann er leikmaður sem ég er hrifinn af,“ sagði Messi.

Á milli Lionel Messi og Sadio Mane voru þeir Virgil Van Dijk hjá Liverpool Cristiano Ronaldo hjá Juventus.

„Mane átti frábært ár og þetta var líka magnað ár hjá liði hans Liverpool. Þess vegna valdi ég hann en ég endurtek að það komu margir frábærir leikmenn til greina og þetta var því erfitt val,“ sagði Messi.





Sadio Mane deildi markakóngstitlinum í ensku úrvalsdeildinni með þeim Pierre-Emerick Aubameyang og Mohamed Salah en allir skoruðu þeir 22 mörk.

Liverpool lenti í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni, einu stigi á eftir Manchester City, þrátt fyrir að tapa aðeins einum leik.

Liðið vann síðan Meistaradeildina eftir 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleiknum. Mane skoraði 3 mörk í útsláttarkeppninni þar af tvö þeirra í útisigrinum á Bayern München.

Liverppool hefur nú leikið yfir 30 leiki í röð án taps og Sadio Mane er með 13 mörk og 7 stoðsendingar í 21 leik í öllum keppnum á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×