Efling skorar á Ölgerðina að stytta vinnuviku allra Andri Eysteinsson skrifar 6. desember 2019 17:39 Sólveig Anna skoraði á Ölgerðina í bréfi til forstjóra. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling hefur sent Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, áskorun í kjölfar umfjöllunar um málefni starfsmanna í vikunni. Vísir greindi frá að starfsmönnum Ölgerðarinnar sem voru meðlimir í VR hafi verið boðaðir á fund forsvarsmanna. Var starfsmönnum þar boðnir þrír kostir, ganga úr VR og í Eflingu, halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar útÍ bréfi sínu til forstjóra Ölgerðarinnar segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að þó núgildandi kjarasamningur Eflingar og SA skapi Ölgerðinni ekki skyldu um að stytta vinnuvikuna um níu mínútur líkt og í samningi VR sé ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki veiti þeim sem starfi undir öðrum samningum sömu styttingu. Einnig sé í kjarasamningi Eflingar og SA að finna sérstakar heimildir til þess að framkvæma slíka styttingu. „Með hliðsjón af ofangreindu skora ég f.h. Eflingar – stéttarfélags á þig að veita starfsmönnum sem starfa samkvæmt kjarasamningi Eflingar sams konar styttingu og þeim sem starfa samkvæmt samningi VR,“ segir í bréfi Sólveigar Önnu til Andra Þórs dagsettu í dag, 6. desember 2019. Þá segir einnig í bréfinu að fyrir hönd Eflingar fagni formaðurinn leiðréttingu félagsaðildar starfsmanna þar sem sumir starfsmannanna hafi unnið störf sem falla heldur undir samningsvið Eflingar en VR.Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.„Samkvæmt heimildum mínum hefur Ölgerðin um árabil lagt blessun sína yfir félagsaðild umræddra starfsmanna að VR í skriflegum ráðningarsamningum og greitt stéttarfélagsgjöld af þeim til VR,“ segir í bréfinu. Með þessu hafi Ölgerðin, að dómi Sólveigar Önnu, gefið starfsmönnunum fyrirheit um að þeir fái notið kjara samninga VR, séu þeir samningar betri en samningar Eflingar í einhverjum atriðum. „Tómlæti Ölgerðarinnar gagnvart leiðréttingu félagsaðildar skapar að mínum dómi gild réttlætisrök fyrir því að fyrirtækið veiti umræddum starfsmönnum kjarabætur sem haldast í hendur við þá stéttarfélagsaðild sem fyrirtækið hefur samþykkt árum saman athugasemdalaust,“ segir í bréfinu. Fyrr í vikunni sagði Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Ölgerðin væri eina fyrirtækið þar sem reynt hafi að færa fólk úr einu stéttarfélagi í annað til þess að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar. Í yfirlýsingu Ölgerðarinnar sagði þó að fyrirtækið hefði skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um.Sjá einnig: Segja starfsmenn þegar með styttri vinnuvikuEnn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Stéttarfélagið Efling hefur sent Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, áskorun í kjölfar umfjöllunar um málefni starfsmanna í vikunni. Vísir greindi frá að starfsmönnum Ölgerðarinnar sem voru meðlimir í VR hafi verið boðaðir á fund forsvarsmanna. Var starfsmönnum þar boðnir þrír kostir, ganga úr VR og í Eflingu, halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar útÍ bréfi sínu til forstjóra Ölgerðarinnar segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að þó núgildandi kjarasamningur Eflingar og SA skapi Ölgerðinni ekki skyldu um að stytta vinnuvikuna um níu mínútur líkt og í samningi VR sé ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki veiti þeim sem starfi undir öðrum samningum sömu styttingu. Einnig sé í kjarasamningi Eflingar og SA að finna sérstakar heimildir til þess að framkvæma slíka styttingu. „Með hliðsjón af ofangreindu skora ég f.h. Eflingar – stéttarfélags á þig að veita starfsmönnum sem starfa samkvæmt kjarasamningi Eflingar sams konar styttingu og þeim sem starfa samkvæmt samningi VR,“ segir í bréfi Sólveigar Önnu til Andra Þórs dagsettu í dag, 6. desember 2019. Þá segir einnig í bréfinu að fyrir hönd Eflingar fagni formaðurinn leiðréttingu félagsaðildar starfsmanna þar sem sumir starfsmannanna hafi unnið störf sem falla heldur undir samningsvið Eflingar en VR.Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.„Samkvæmt heimildum mínum hefur Ölgerðin um árabil lagt blessun sína yfir félagsaðild umræddra starfsmanna að VR í skriflegum ráðningarsamningum og greitt stéttarfélagsgjöld af þeim til VR,“ segir í bréfinu. Með þessu hafi Ölgerðin, að dómi Sólveigar Önnu, gefið starfsmönnunum fyrirheit um að þeir fái notið kjara samninga VR, séu þeir samningar betri en samningar Eflingar í einhverjum atriðum. „Tómlæti Ölgerðarinnar gagnvart leiðréttingu félagsaðildar skapar að mínum dómi gild réttlætisrök fyrir því að fyrirtækið veiti umræddum starfsmönnum kjarabætur sem haldast í hendur við þá stéttarfélagsaðild sem fyrirtækið hefur samþykkt árum saman athugasemdalaust,“ segir í bréfinu. Fyrr í vikunni sagði Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Ölgerðin væri eina fyrirtækið þar sem reynt hafi að færa fólk úr einu stéttarfélagi í annað til þess að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar. Í yfirlýsingu Ölgerðarinnar sagði þó að fyrirtækið hefði skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um.Sjá einnig: Segja starfsmenn þegar með styttri vinnuvikuEnn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira