Erlent

For­dæmir árás á flota­stöðinni í Flórída

Atli Ísleifsson skrifar
Árásarmaðurinn var sjálfur skotinn til bana af lögreglu eftir árás hans á flotastöðinni í Pensacola í norðvesturhluta Flórída.
Árásarmaðurinn var sjálfur skotinn til bana af lögreglu eftir árás hans á flotastöðinni í Pensacola í norðvesturhluta Flórída. Getty
Salman, konungur Sádi-Arabíu, hefur fordæmt skotárás á bandarískri flotastöð í gær þar sem sádiarabískur flugnemi skaut þrjá til bana og særði átta manns hið minnsta.

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Salman hafa haft samband við sig, þar sem hann hafi lýst árásinni sem „villimannslegri“, auk þess að hann kom á framfæri samúðarkveðjum.

Árásarmaðurinn var sjálfur skotinn til bana af lögreglu eftir árás hans á flotastöðinni í Pensacola í norðvesturhluta Flórída. Bandarískir fjölmiðlar hafa nafngreint árásarmanninn sem Mohammed Saeed Alshamrani og segja hann hafa notast við skammbyssu í árásinni.



Bandaríska alríkislögreglan hefur hafið rannsókn á árásinni. Enn hefur engin möguleg ástæða verið gefin út en lögregla er nú sögð kanna möguleg tengsl árásarmannsins við hryðjuverkasamtök.

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, segir sádiarabísk „vera í skuld“ við fórnarlömbin, en bandaríkin og Sádi-Arabía eru nánir bandamenn og hafa ríkin um langt skeið átt í hernaðarsamstarfi.

Árásin í Pensavola er önnur árásin á bandarískri herstöð í þessari viku en bandarískur hermaður skaut tvo til bana á herstöðinni í Pearl Harbor á Hawaii á miðvikudaginn.


Tengdar fréttir

Skaut tvo til bana í Pearl Harbor

Bandarískur sjóliði skaut í nótt tvo til bana áður en hann svipti sig lífi á flotastöðinni í Pearl Harbor á Hawaii.

Skotárás í flotastöð í Flórída

Tveir létu lífið og nokkrir særðust í skotárás í herstöð bandaríska flughersins í bænum Pensacola í Flórída í Bandaríkjunum á þriðja tímanum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×