Þýskir Jafnaðarmenn krefjast aukinna útgjalda til félagsmála Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2019 09:45 Þeim Norbert Walter-Borjans og Saskia Esken er ætlað að rífa upp fylgi þýskra Jafnaðarmanna sem hefur verið í frjálsu falli síðustu ár. Getty Jafnaðarmenn í Þýskalandi fara nú fram á að ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara, sem Jafnaðarmenn eiga aðild að, verji auknu fé til félagsmála. Ný forysta hefur tekið við stjórnartaumunum í flokknum og óttast margir að með henni kunni stjórnarsamstarfið að vera í hættu. Landsfundur þýskra Jafnaðarmanna (SPD) fer fram í Berlín um helgina. Þau Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans tóku formlega við sem leiðtogar flokksins á föstudag en atkvæðagreiðsla um nýja forystu hafði farið fram meðal flokksmanna síðustu vikurnar. Walter-Borjans er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu og hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Esken hefur setið á þingi fyrir Baden-Württemberg frá 2013.Gagnrýnin á stjórnarsamstarfið Þau Esken og Walter-Borjans hafa bæði verið gagnrýnin á stjórnarsamstarf SPD og Kristilegra demókrata (CDU), flokks Merkel kanslara, og hafa margir því óttast að stjórnin kunni að leysast upp með nýrri forystu. Deutsche Welle segir að eldri flokksmenn og ráðherrar SDP í ríkisstjórn hafi á landsfundi eindregið talað fyrir því að viðhalda samstarfinu. Um sex hundruð landsfundarfulltrúar samþykktu í gær að krefjast þess að ríkisstjórnin myndi auka útgjöld sín til félagsmála – að gera velferðarkerfið sveigjanlegra, hækka lágmarkslaun, gera breytingar á almannatrygginga- og lífeyriskerfinu og að frysta leiguverð í ákveðnum borgum í fimm ár. Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður CDU og varnarmálaráðherra, hefur þó hafnað því að endursemja um stjórnarsáttmála flokkanna.Annegret Kramp-Karrenbauer er formaður Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara.GettyErfið síðustu ár SPD hefur átt erfitt uppdráttar síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Er svo komið að í nýlegri skoðanakönnun RTL/n-tv mælist flokkurinn með 11 prósent fylgi. Kristilegri demókratar mælast í sömu könnun með 28 prósent, Græningjar með 22 prósent og hægriöfgaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 14 prósent. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku í flokknum. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig. Þýskaland Tengdar fréttir Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. 28. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Jafnaðarmenn í Þýskalandi fara nú fram á að ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara, sem Jafnaðarmenn eiga aðild að, verji auknu fé til félagsmála. Ný forysta hefur tekið við stjórnartaumunum í flokknum og óttast margir að með henni kunni stjórnarsamstarfið að vera í hættu. Landsfundur þýskra Jafnaðarmanna (SPD) fer fram í Berlín um helgina. Þau Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans tóku formlega við sem leiðtogar flokksins á föstudag en atkvæðagreiðsla um nýja forystu hafði farið fram meðal flokksmanna síðustu vikurnar. Walter-Borjans er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu og hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Esken hefur setið á þingi fyrir Baden-Württemberg frá 2013.Gagnrýnin á stjórnarsamstarfið Þau Esken og Walter-Borjans hafa bæði verið gagnrýnin á stjórnarsamstarf SPD og Kristilegra demókrata (CDU), flokks Merkel kanslara, og hafa margir því óttast að stjórnin kunni að leysast upp með nýrri forystu. Deutsche Welle segir að eldri flokksmenn og ráðherrar SDP í ríkisstjórn hafi á landsfundi eindregið talað fyrir því að viðhalda samstarfinu. Um sex hundruð landsfundarfulltrúar samþykktu í gær að krefjast þess að ríkisstjórnin myndi auka útgjöld sín til félagsmála – að gera velferðarkerfið sveigjanlegra, hækka lágmarkslaun, gera breytingar á almannatrygginga- og lífeyriskerfinu og að frysta leiguverð í ákveðnum borgum í fimm ár. Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður CDU og varnarmálaráðherra, hefur þó hafnað því að endursemja um stjórnarsáttmála flokkanna.Annegret Kramp-Karrenbauer er formaður Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara.GettyErfið síðustu ár SPD hefur átt erfitt uppdráttar síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Er svo komið að í nýlegri skoðanakönnun RTL/n-tv mælist flokkurinn með 11 prósent fylgi. Kristilegri demókratar mælast í sömu könnun með 28 prósent, Græningjar með 22 prósent og hægriöfgaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 14 prósent. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku í flokknum. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig.
Þýskaland Tengdar fréttir Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. 28. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. 28. nóvember 2019 13:08