Innlent

Eigendur skipa og báta hugi sérstaklega að þeim vegna veðurs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Veðrið gæti orðið mjög slæmt næstu daga.
Veðrið gæti orðið mjög slæmt næstu daga. Vísir/Vilhelm

Landhelgisgæsla Íslands hvetur eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum að huga sérstaklega að þeim við þær veðuraðstæður sem skapast geta á næstu dögum vegna vonskuveðurs sem spáð er.

Í tilkynningu frá gæslunni segir að hin slæma veðurspá sé samhliða samhliða stækkandi straumi, en stórstreymt verður á föstudaginn.

Stormviðvörun er í gildi fyrir öll spásvæði á miðum og djúpum umhverfis landið. Á morgun og á miðvikudag er gert ráð fyrir norðan roki og sums staðar ofsaveðri. Þá gera útreikningar öldulíkana ráð fyrir mikilli ölduhæð norðan við landið.

Bendir Landhelgisgæslan á að öldu- og vindáhlaðandi, samfara þeim lága loftþrýstingi sem spáð er, geti bætt talsvert við sjávarhæð í höfnum umfram það sem útreiknaðar sjávarfallatöflur gefa til kynna, sérstaklega þar sem vindur stendur á land.

Eru eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum því hvattir til að huga að þeim við þessar aðstæður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×