Mátti þrífa blóð eftir sjálfsvíg föður síns en meinað að fá skýrsluna Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2019 16:48 Erla spyr hvort ekki séu nægir hagsmunir að hún sé dóttir mannsins sem um ræðir og að það gæti veitt mér einhverja sálarró að fá í hendur lögregluskýrslu um það þegar pabbi hennar svipti sig lífi yfir jólahátíðina. fbl/anton brink „Mér finnst sérstakt að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þyki eðlilegt að ég þrífi upp blóðið úr föður mínum eftir að hann drap sig en setji síðan fyrirvara við að ég fái aðgang að lögregluskýrslu um sama andlát,“ segir Erla Hlynsdóttir blaðamaður. Erla hefur sagt vinum sínum frá stappi sem hún hefur átt í við lögregluna. Og víst er að mörgum er brugðið við því sem þar kemur fram. Erla sagði frá sjálfsvígi föður síns í þáttum Lóu Pindar „Viltu í alvöru deyja“ sem voru á dagskrá Stöðvar 2, en faðir Erlu svipti sig lífi á aðfangadag eða jóladag árið 2017. „Nei, segir Erla Hlynsdóttir blaðamaður í samtali við Vísi spurð hvort hún óttist ekki að sjá skýrsluna sem fjallar um sjálfsvíg föður hennar.Hálft ár að svara erindinu Í júní sendi Erla lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftirfarandi erindi og var móttaka þess staðfest. „Ég óska hér með eftir afriti af lögregluskýrslu vegna sjálfsvígs föður míns. Hann hét Hlynur Þór Magnússon, fæddur 5. mars 1947, bjó í Hátúni í Reykjavík og svipti sig lífi jólin 2017. Málsnúmerið er 007-2017-79552.“ Erla sendi ítrekun fyrir skömmu og spurði þá hvort það væri eðlilegt að það tæki hálft ár að svara slíkri beiðni. Þá barst henni þetta svar: „Komdu sæl. Þú óskaðir eftir afriti af frumskýrslu í máli 007-2017-79552 er varðar andlát Hlyns Þór Magnússonar f. 5. mars 1947. Um aðganga að slíkum gögnum gilda fyrirmæli Ríkissaksóknara nr. RS: 9/2017. Samkvæmt þeim verður þú að sýna fram á að þú hafir lögvarinna hagsmuna að gæta af því að fá aðgang að upplýsingunum og þarf slík beiðni helst að berast skriflega. Þú mátt því vinsamlegast beina því erindi til mín. Annað í stöðunni getur verið að koma á lögreglustöð og ræða við rannsóknarlögreglumann. Bestu kveðjur.“Mátti þrífa blóð eftir sjálfsvígið en ekki sjá skýrsluna Erla var ekki ánægð með þessa afgreiðslu mála og spyr hvað þetta þýði eiginlega? „Eru það ekki nægir hagsmunir að ég sé dóttir mannsins sem um ræðir og að það gæti veitt mér einhverja sálarró að fá í hendur lögregluskýrslu um það þegar pabbi minn drap sig yfir jólahátíðina? Lögreglumaður sem kom á vettvang hefur þegar sagt mér að pabbi skildi eftir bók til bróður lögreglumannsins (litla Ísland), það var enn blóð í sturtunni þar sem pabbi hengdi sig sem ég þurfti að þrífa, en ég má ekki fá afrit af lögregluskýrslu nema koma með sannanir um lögvarða hagsmuni mína um aðgang að því hvernig þetta mál var allt saman tilbúið og afgreitt,“ skrifar Erla á Facebooksíðu sína. Hún sagði nú fyrir stundu að henni hafi borist annar póstur frá lögreglunni þar sem þeir biðjast afsökunar á töfunum og hafa nú boðið henni að koma á lögreglustöðina hvar hún geti að öllum líkindum fengið að sjá skýrsluna.Fær líklega að sjá skýrsluna „Ég var frekar reið í gær og sendi þeim ekki mjög kurteisislegan póst en fékk svo þennan fallega póst til baka frá þeim áðan,“ segir Erla nú og er ekki laust við að hún sjái eftir því hversu hastarleg hún var við laganna verði. En, af hverju vill hún sjá þessa skýrslu? „Mig langar að sjá skýrsluna til að komast að því hvort hún svarar einhverjum spurningum, en kannski gerir hún það alls ekki. Mér bara kom í hug þarna átján mánuðum eftir andlátið að ég hlyti að geta fengið aðgang að skýrslunni.“ Erlu sýnist því sem svo að hún sé á leið niður á lögreglustöð til að skoða skýrsluna en hún veit ekki hvernig það virkar, hvort hún pantar tíma eða láti bara sjá sig. Lögreglumál Tengdar fréttir Hafði aldrei komið í íbúð pabba síns Erla Hlynsdóttir var einkadóttir föður síns en hann svipti sig lífi á aðfangadag eða jóladag árið 2017. Hann skildi eftir sig skýr fyrirmæli um hvernig brotthvarfi hans úr þessum heimi skyldi háttað. 16. mars 2019 18:23 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira
„Mér finnst sérstakt að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þyki eðlilegt að ég þrífi upp blóðið úr föður mínum eftir að hann drap sig en setji síðan fyrirvara við að ég fái aðgang að lögregluskýrslu um sama andlát,“ segir Erla Hlynsdóttir blaðamaður. Erla hefur sagt vinum sínum frá stappi sem hún hefur átt í við lögregluna. Og víst er að mörgum er brugðið við því sem þar kemur fram. Erla sagði frá sjálfsvígi föður síns í þáttum Lóu Pindar „Viltu í alvöru deyja“ sem voru á dagskrá Stöðvar 2, en faðir Erlu svipti sig lífi á aðfangadag eða jóladag árið 2017. „Nei, segir Erla Hlynsdóttir blaðamaður í samtali við Vísi spurð hvort hún óttist ekki að sjá skýrsluna sem fjallar um sjálfsvíg föður hennar.Hálft ár að svara erindinu Í júní sendi Erla lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftirfarandi erindi og var móttaka þess staðfest. „Ég óska hér með eftir afriti af lögregluskýrslu vegna sjálfsvígs föður míns. Hann hét Hlynur Þór Magnússon, fæddur 5. mars 1947, bjó í Hátúni í Reykjavík og svipti sig lífi jólin 2017. Málsnúmerið er 007-2017-79552.“ Erla sendi ítrekun fyrir skömmu og spurði þá hvort það væri eðlilegt að það tæki hálft ár að svara slíkri beiðni. Þá barst henni þetta svar: „Komdu sæl. Þú óskaðir eftir afriti af frumskýrslu í máli 007-2017-79552 er varðar andlát Hlyns Þór Magnússonar f. 5. mars 1947. Um aðganga að slíkum gögnum gilda fyrirmæli Ríkissaksóknara nr. RS: 9/2017. Samkvæmt þeim verður þú að sýna fram á að þú hafir lögvarinna hagsmuna að gæta af því að fá aðgang að upplýsingunum og þarf slík beiðni helst að berast skriflega. Þú mátt því vinsamlegast beina því erindi til mín. Annað í stöðunni getur verið að koma á lögreglustöð og ræða við rannsóknarlögreglumann. Bestu kveðjur.“Mátti þrífa blóð eftir sjálfsvígið en ekki sjá skýrsluna Erla var ekki ánægð með þessa afgreiðslu mála og spyr hvað þetta þýði eiginlega? „Eru það ekki nægir hagsmunir að ég sé dóttir mannsins sem um ræðir og að það gæti veitt mér einhverja sálarró að fá í hendur lögregluskýrslu um það þegar pabbi minn drap sig yfir jólahátíðina? Lögreglumaður sem kom á vettvang hefur þegar sagt mér að pabbi skildi eftir bók til bróður lögreglumannsins (litla Ísland), það var enn blóð í sturtunni þar sem pabbi hengdi sig sem ég þurfti að þrífa, en ég má ekki fá afrit af lögregluskýrslu nema koma með sannanir um lögvarða hagsmuni mína um aðgang að því hvernig þetta mál var allt saman tilbúið og afgreitt,“ skrifar Erla á Facebooksíðu sína. Hún sagði nú fyrir stundu að henni hafi borist annar póstur frá lögreglunni þar sem þeir biðjast afsökunar á töfunum og hafa nú boðið henni að koma á lögreglustöðina hvar hún geti að öllum líkindum fengið að sjá skýrsluna.Fær líklega að sjá skýrsluna „Ég var frekar reið í gær og sendi þeim ekki mjög kurteisislegan póst en fékk svo þennan fallega póst til baka frá þeim áðan,“ segir Erla nú og er ekki laust við að hún sjái eftir því hversu hastarleg hún var við laganna verði. En, af hverju vill hún sjá þessa skýrslu? „Mig langar að sjá skýrsluna til að komast að því hvort hún svarar einhverjum spurningum, en kannski gerir hún það alls ekki. Mér bara kom í hug þarna átján mánuðum eftir andlátið að ég hlyti að geta fengið aðgang að skýrslunni.“ Erlu sýnist því sem svo að hún sé á leið niður á lögreglustöð til að skoða skýrsluna en hún veit ekki hvernig það virkar, hvort hún pantar tíma eða láti bara sjá sig.
Lögreglumál Tengdar fréttir Hafði aldrei komið í íbúð pabba síns Erla Hlynsdóttir var einkadóttir föður síns en hann svipti sig lífi á aðfangadag eða jóladag árið 2017. Hann skildi eftir sig skýr fyrirmæli um hvernig brotthvarfi hans úr þessum heimi skyldi háttað. 16. mars 2019 18:23 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira
Hafði aldrei komið í íbúð pabba síns Erla Hlynsdóttir var einkadóttir föður síns en hann svipti sig lífi á aðfangadag eða jóladag árið 2017. Hann skildi eftir sig skýr fyrirmæli um hvernig brotthvarfi hans úr þessum heimi skyldi háttað. 16. mars 2019 18:23