Sport

Í beinni í dag: Njarð­­vík heim­­sækir meistarana, þrjú golf­mót og Domin­os Körfu­­bolta­­kvöld kvenna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brot af því sem er á skjánum í dag.
Brot af því sem er á skjánum í dag. vísir/skjáskot
Þrjú golfmót, körfuboltaleikur og uppgjörsþáttur í Dominos-deild kvenna er það sem verður í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Hægt er að taka daginn snemma með DP World Tour Championship sem fer fram í Dubai en útsendingin frá mótinu hefst klukkan sjö.

The RSM Classic mótið hefst svo í dag en útsendingin þaðan hefst klukkan 17 og klukkutíma síðar er komið að CME Group Tour Championship mótinu sem fer fram í Flórída.

Klukkan 19.05 sendum við svo út beint frá DHL-höllinni þar sem sexfaldir meistarar KR taka á móti Njarðvík í hörkuleik.

KR beit frá sér í Keflavík í síðustu umferð eftir tap gegn Stólunum á heimavelli í umferðinni á undan og Njarðvík rassskellti Þór Akureyri.

Pálína Gunnlaugsdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir gera upp fyrstu sjö umferðirnar í deildinni í Dominos Körfuboltakvöldi kvenna sem hefst klukkan 21.15.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga og um helgina má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar í dag:

07.00 DP World Tour Championship (Stöð 2 Golf)

17.00 PGA Tour 2019 (Stöð 2 Sport 4)

18.00 CME Group Tour Championship (Stöð 2 Golf)

19.05 KR - Njarðvík (Stöð 2 Sport)

21.15 Dominos Körfuboltakvöld kvenna (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×