Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 06:51 Fráveita hjólhýsanna var aftengd í sumar vegna deilna um starfsleyfi Iceland Igloo Village Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur gert breytingar á upphaflegum áformum sínum sem sættu gagnrýni. Tekin hefur verið ákvörðun um að reisa frekar lítil hús á tjaldsvæðinu, frekar en fyrrnefnd hjólhýsi sem leigð hafa verið út á svæðinu síðan í maí. Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í október síðastliðnum. Uppi voru deildar meiningar um hvort starfsleyfi fyrirtækisins heimilaði fyrrnefnd hjólhýsi. Loo sýndi fréttastofu t.a.m. leyfið sitt frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, sem hann sagði gefa til kynna að heimilaði hjólhýsin.Loo með starfsleyfið í október.Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem undirritaði leyfið, sagði túlkun Loo á leyfinu þó ekki alveg rétta. Það væri aðeins fyrir hefðbundið tjaldstæði en ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi í Rangárþingi ytra, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nýtt deiliskipulag geri hins vegar ráð fyrir því að hjólhýsin víki. Iceland Igloo Village ætli sér heldur að reisa lítil hús á tjaldsvæðinu. Það hugnast Haraldi betur, ekki síst vegna þess sem snýr að eldvörnum og öðrum öryggisatriðum. „Mér reiknast til að þarna sé gestafjöldi um 170 manns þegar hámarki er náð. Umfang þessa verkefnis er því ekki næstum því eins mikið og það var í byrjun,“ segir Haraldur við Morgunblaðið. Hin nýju áform Loo verða kynnt á opnum kynningar- og samráðsfundi í kvöld, þar sem m.a. fulltrúar sveitarstjórnar, skipulagsnefndar og framkvæmdaraðila munu sitja fyrir svörum. Fundurinn verður haldinn að Brúarlundi í Landsveit klukkan 20. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur gert breytingar á upphaflegum áformum sínum sem sættu gagnrýni. Tekin hefur verið ákvörðun um að reisa frekar lítil hús á tjaldsvæðinu, frekar en fyrrnefnd hjólhýsi sem leigð hafa verið út á svæðinu síðan í maí. Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í október síðastliðnum. Uppi voru deildar meiningar um hvort starfsleyfi fyrirtækisins heimilaði fyrrnefnd hjólhýsi. Loo sýndi fréttastofu t.a.m. leyfið sitt frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, sem hann sagði gefa til kynna að heimilaði hjólhýsin.Loo með starfsleyfið í október.Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem undirritaði leyfið, sagði túlkun Loo á leyfinu þó ekki alveg rétta. Það væri aðeins fyrir hefðbundið tjaldstæði en ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi í Rangárþingi ytra, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nýtt deiliskipulag geri hins vegar ráð fyrir því að hjólhýsin víki. Iceland Igloo Village ætli sér heldur að reisa lítil hús á tjaldsvæðinu. Það hugnast Haraldi betur, ekki síst vegna þess sem snýr að eldvörnum og öðrum öryggisatriðum. „Mér reiknast til að þarna sé gestafjöldi um 170 manns þegar hámarki er náð. Umfang þessa verkefnis er því ekki næstum því eins mikið og það var í byrjun,“ segir Haraldur við Morgunblaðið. Hin nýju áform Loo verða kynnt á opnum kynningar- og samráðsfundi í kvöld, þar sem m.a. fulltrúar sveitarstjórnar, skipulagsnefndar og framkvæmdaraðila munu sitja fyrir svörum. Fundurinn verður haldinn að Brúarlundi í Landsveit klukkan 20.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30
Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00