Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 06:51 Fráveita hjólhýsanna var aftengd í sumar vegna deilna um starfsleyfi Iceland Igloo Village Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur gert breytingar á upphaflegum áformum sínum sem sættu gagnrýni. Tekin hefur verið ákvörðun um að reisa frekar lítil hús á tjaldsvæðinu, frekar en fyrrnefnd hjólhýsi sem leigð hafa verið út á svæðinu síðan í maí. Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í október síðastliðnum. Uppi voru deildar meiningar um hvort starfsleyfi fyrirtækisins heimilaði fyrrnefnd hjólhýsi. Loo sýndi fréttastofu t.a.m. leyfið sitt frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, sem hann sagði gefa til kynna að heimilaði hjólhýsin.Loo með starfsleyfið í október.Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem undirritaði leyfið, sagði túlkun Loo á leyfinu þó ekki alveg rétta. Það væri aðeins fyrir hefðbundið tjaldstæði en ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi í Rangárþingi ytra, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nýtt deiliskipulag geri hins vegar ráð fyrir því að hjólhýsin víki. Iceland Igloo Village ætli sér heldur að reisa lítil hús á tjaldsvæðinu. Það hugnast Haraldi betur, ekki síst vegna þess sem snýr að eldvörnum og öðrum öryggisatriðum. „Mér reiknast til að þarna sé gestafjöldi um 170 manns þegar hámarki er náð. Umfang þessa verkefnis er því ekki næstum því eins mikið og það var í byrjun,“ segir Haraldur við Morgunblaðið. Hin nýju áform Loo verða kynnt á opnum kynningar- og samráðsfundi í kvöld, þar sem m.a. fulltrúar sveitarstjórnar, skipulagsnefndar og framkvæmdaraðila munu sitja fyrir svörum. Fundurinn verður haldinn að Brúarlundi í Landsveit klukkan 20. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur gert breytingar á upphaflegum áformum sínum sem sættu gagnrýni. Tekin hefur verið ákvörðun um að reisa frekar lítil hús á tjaldsvæðinu, frekar en fyrrnefnd hjólhýsi sem leigð hafa verið út á svæðinu síðan í maí. Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í október síðastliðnum. Uppi voru deildar meiningar um hvort starfsleyfi fyrirtækisins heimilaði fyrrnefnd hjólhýsi. Loo sýndi fréttastofu t.a.m. leyfið sitt frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, sem hann sagði gefa til kynna að heimilaði hjólhýsin.Loo með starfsleyfið í október.Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem undirritaði leyfið, sagði túlkun Loo á leyfinu þó ekki alveg rétta. Það væri aðeins fyrir hefðbundið tjaldstæði en ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi í Rangárþingi ytra, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nýtt deiliskipulag geri hins vegar ráð fyrir því að hjólhýsin víki. Iceland Igloo Village ætli sér heldur að reisa lítil hús á tjaldsvæðinu. Það hugnast Haraldi betur, ekki síst vegna þess sem snýr að eldvörnum og öðrum öryggisatriðum. „Mér reiknast til að þarna sé gestafjöldi um 170 manns þegar hámarki er náð. Umfang þessa verkefnis er því ekki næstum því eins mikið og það var í byrjun,“ segir Haraldur við Morgunblaðið. Hin nýju áform Loo verða kynnt á opnum kynningar- og samráðsfundi í kvöld, þar sem m.a. fulltrúar sveitarstjórnar, skipulagsnefndar og framkvæmdaraðila munu sitja fyrir svörum. Fundurinn verður haldinn að Brúarlundi í Landsveit klukkan 20.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30
Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00