Fótbolti

Spila ekki fyrstu mínútuna til að mótmæla rasisma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ahmad Mendes Moreira, leikmaður Excelsior, gengur af velli eftir að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum í leik gegn Den Bosch.
Ahmad Mendes Moreira, leikmaður Excelsior, gengur af velli eftir að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum í leik gegn Den Bosch. vísir/getty
Fótboltamenn í tveimur efstu deildunum í Hollandi spila ekki fyrstu mínútuna í leikjum helgarinnar til að mótmæla kynþáttafordómum.

Ahmad Mendes Moreira, samherji Elíasar Más Ómarssonar hjá Excelsior, varð fyrir kynþáttaníði í leik gegn Den Bosch í hollensku B-deildinni á sunnudaginn.

Dómarinn stöðvaði leikinn eftir hálftíma vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Den Bosch. Hollenska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu.

Til að mótmæla kynþáttafordómum munu leikmenn í efstu tveimur deildunum í Hollandi ekki spila fyrstu mínútuna í leikjum helgarinnar. 

Meðan þeir standa kyrrir á vellinum birtast skilaboðin „Rasismi? Þá spilum við ekki fótbolta“ birtast á stigatöflunni.

Einni mínútu verður bætt við fyrri hálfleik leikja helgarinnar vegna mótmælanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×