Mandi pizza í stað Nonnabita Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 12:00 Mandi opnar pizzustað í húsnæðinu sem áður hýsti Nonnabita. Vísir/SKH „Því ég elska pizzu,“ segir Hlal Jarah, eigandi sýrlensku veitingastaðakeðjunnar Mandi, aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að færa út kvíarnar og opna pizzustað. Mandi hefur tryggt sér rýmið sem áður hýsti Nonnabita í Hafnarstræti og losnaði í lok september, og segir Hlal að stefnan sé sett á að opna pizzustaðinn, sem mun einfaldlega heita Mandi pizza, á næstu vikum - vonandi strax í desember. Mandi, sem sérhæfir sig í sýrlenskri matargerð, hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsta útibú staðarins opnaði við Veltusund árið 2011. Þannig skilaði Halal ehf., sem heldur utan um reksturinn, 23 milljón króna hagnaði í fyrra sem þó var 44% samdráttur frá fyrra ári. Fyrrnefndur pizzustaður verður annað útibúið sem Mandi opnar í ár, en í sumar hóf veitingastaðurinn rekstur í Skeifunni þar sem Hlöllabáta var áður að finna. Hlal segir að það hafi þó ekki einvörðungu verið ást hans á pizzu sem hafi ráðið ákvörðuninni. Mandi hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir, bæði frá svöngum partýljónum og fjölskyldufólki í Skeifunni, um hvort ekki væri hægt að bæta pizzum við matseðilinn. Það hafi hugnast aðstandendum Mandi vel en þó hafi þau ekki viljað blanda pizzugerð við núverandi starfsemi í Veltusundi og Skeifunni. Því hafi verið tekin ákvörðun um að opna sérstakt pizzuútibú í Hafnarstræti sem fyrr segir. Mandi pizza verður þó enginn hefðbundinn pizzustaður að sögn Hlal. Ætlunin sé að bjóða upp á flatbökur undir sýrlenskum áhrifum. „Bjóða upp á okkar bragð, frá Austurlöndum nær,“ segir Hlal og nefnir að líklega verði hægt að fá pizzu með kebabi. Hlöllarýmið í Hafnarstræti hefur verið tekið í gegn og verður í anda annarra Mandistaða að sögn Hlal. Til að mynda stendur til að vera með opið langt fram á nótt. Hér að neðan má sjá viðtal Útvarps 101 við Hlal og eiginkonu hans, Iwonu Sochacka. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. 25. ágúst 2019 22:30 Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. 5. júní 2019 12:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Því ég elska pizzu,“ segir Hlal Jarah, eigandi sýrlensku veitingastaðakeðjunnar Mandi, aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að færa út kvíarnar og opna pizzustað. Mandi hefur tryggt sér rýmið sem áður hýsti Nonnabita í Hafnarstræti og losnaði í lok september, og segir Hlal að stefnan sé sett á að opna pizzustaðinn, sem mun einfaldlega heita Mandi pizza, á næstu vikum - vonandi strax í desember. Mandi, sem sérhæfir sig í sýrlenskri matargerð, hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsta útibú staðarins opnaði við Veltusund árið 2011. Þannig skilaði Halal ehf., sem heldur utan um reksturinn, 23 milljón króna hagnaði í fyrra sem þó var 44% samdráttur frá fyrra ári. Fyrrnefndur pizzustaður verður annað útibúið sem Mandi opnar í ár, en í sumar hóf veitingastaðurinn rekstur í Skeifunni þar sem Hlöllabáta var áður að finna. Hlal segir að það hafi þó ekki einvörðungu verið ást hans á pizzu sem hafi ráðið ákvörðuninni. Mandi hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir, bæði frá svöngum partýljónum og fjölskyldufólki í Skeifunni, um hvort ekki væri hægt að bæta pizzum við matseðilinn. Það hafi hugnast aðstandendum Mandi vel en þó hafi þau ekki viljað blanda pizzugerð við núverandi starfsemi í Veltusundi og Skeifunni. Því hafi verið tekin ákvörðun um að opna sérstakt pizzuútibú í Hafnarstræti sem fyrr segir. Mandi pizza verður þó enginn hefðbundinn pizzustaður að sögn Hlal. Ætlunin sé að bjóða upp á flatbökur undir sýrlenskum áhrifum. „Bjóða upp á okkar bragð, frá Austurlöndum nær,“ segir Hlal og nefnir að líklega verði hægt að fá pizzu með kebabi. Hlöllarýmið í Hafnarstræti hefur verið tekið í gegn og verður í anda annarra Mandistaða að sögn Hlal. Til að mynda stendur til að vera með opið langt fram á nótt. Hér að neðan má sjá viðtal Útvarps 101 við Hlal og eiginkonu hans, Iwonu Sochacka.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. 25. ágúst 2019 22:30 Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. 5. júní 2019 12:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41
Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. 25. ágúst 2019 22:30
Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. 5. júní 2019 12:30