Viðskipti innlent

Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Helgi Magnússon keypti í október allan hlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins. Ingibjörg Pálmadóttir er þannig að mestu komin út úr fjölmiðlarekstri.
Helgi Magnússon keypti í október allan hlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins. Ingibjörg Pálmadóttir er þannig að mestu komin út úr fjölmiðlarekstri. visir/GVA/Vilhelm
Samkeppniseftirlitið samþykkti í dag samruna Fréttablaðsins og Hringbrautar sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Í skýrslu eftirlitsins kemur fram að rekstur Hringbrautar hefði að óbreyttu stefnt í þrot.

Tilkynnt var þann 18. október síðastliðinn að Helgi Magnússon hefði keypt allan hlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins. Samhliða því var tilkynnt að fjölmiðillinn Hringbraut myndi sameinast Fréttablaðinu.

Í samrunaskrá segir að rekstur Hringbrautar hafi stefnt í þrot eða verði sjálfhætt að óbreyttu. Afkoma Hringbrautar væri afleit og samrunaaðilar teldu að með samrunanum yrði komið í veg fyrir að starfsemi Hringbrautar leggist af.

Rekstur Torgs hafi hins vegar verið „réttum megin við núllið“ en ljóst hafi verið að lítið megi út af bregða til að ekki fari illa.

„Af þessum sökum verði að telja að samruninn geti verið til þess fallinn að efla og styrkja umrædda fjölmiðla og tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækis sem annars myndi hverfa af markaði,“ segir í skýrslu Samkeppniseftirlitsins.


Tengdar fréttir

Undanþága vegna Torgs og Hringbrautar

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt undanþágu á samkeppnislögum vegna yfirtöku Torgs, sem á og rekur meðal annars Fréttablaðið, á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×