Forseti Kólumbíu afneitar landsmönnum vegna mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 08:57 Öryggissveitir mynda varnarvegg í Bógóta. getty/Juancho Torres/ Iván Duque, forseti Kólumbíu, tilkynnti það í gærkvöldi að öryggissveitir yrðu áfram á götum landsins til að gæta reglu. Nú er fjórði dagur mótmæla þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að mótmæla sitjandi ríkisstjórn, en mótmæli hófust á fimmtudag þegar meira en 250 þúsund manns gengu frá störfum sínum og söfnuðust saman í kröfugöngu. Mótmælin hófust friðsamlega en ekki leið að löngu þar til til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda. Einnig hafa fréttir verið sagðar af skemmdarverkum og þjófnaði. Duque sagði að öryggissveitir myndu taka höndum saman með lögreglunni til að gæta öryggis.Mótmælendur kasta steinum á lögreglumenn í Bógóta.getty/Daniel Garzon Herazo„Við afneitum öllum Kólumbíumönnum af heilum hug vegna skemmdarverkanna, hryðjuverkanna og þjófnaðarins,“ sagði Duque í samtali við fréttamenn á laugardag. Minnst þrír hafa látist síðan mótmælin hófust en mikil reiði hafði byggst upp vegna spillingar og mögulegra efnahagsþrenginga. Útgöngubann var sett á í Bógóta, höfuðborg landsins, á föstudag en það kom ekki í veg fyrir frekari mótmæli og sneru mótmælendur aftur út á götur daginn eftir. Þegar mótmæli hófust að nýju á laugardag notaði lögreglan táragas til að leysa upp mótmælendahóp en hundruð voru samansafnaðri nærri þjóðgarði Bógótár. Mótmælendur söfnuðust einnig saman fyrir framan þinghúsið á Bolivartorgi, nærri forsetahöllinni. Þá voru þrír lögreglumenn drepnir á föstudag í sprengjuárás í suðvestur Kólumbíu. Ekki er víst hvort atvikið tengist mótmælunum en svæðið er alræmt fyrir eiturlyfjasmygl og glæpasamtök.Mótmælaalda í Suður-Ameríku Kólumbíumenn leituðu út á götur landsins vegna mögulegra breytinga á lágmarkslaunum, ellilífeyri og sköttum og einkavæðingar ríkisstofnana. Yfirvöld halda því statt og stöðugt fram að engar fyrirhugaðar breytingar séu á ellilífeyri eða launamálum og að slíkar breytingar yrðu gerðar í samráði við verkalýðsfélög. Mótmælendur hafa þá lýst yfir reiði sinni vegna meintrar spillingar og vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við friðarsamning sem gerður var árið 2016 við uppreisnarhópinn Farc.Mótmælendur í Bógóta.getty/Juancho Torres/Verkalýðsfélög og stúdentahópar hvöttu til verkfallsins á fimmtudag og fleiri mótmæli fóru fram á föstudag, þar sem lögreglan notaði táragas til að leysa upp hópa fólks. Þá sagði Duque, forseti, að hann skildi reiði Kólumbíumanna og hygðist auka samtal við þá. Óeirðirnar í Kólumbíu haldast í hendur við röð mótmæla í annars staðar í Suður-Ameríku. Mótmælendur hafa leitað út á götur í nokkrum löndum Suður-Ameríku undanfarið, þar á meðal í Chile en þar ríkir nú mesta neyðarástand frá því að landið tók lýðræði upp á ný árið 1990. Í Bólivíu hafa ásakanir um kosningasvindl leitt það af sér að Evo Morales, sem hefur setið sem forseti frá árinu 2006, sagði af sér. Þá hefur einnig verið mótmælt í Ekvador og Níkaragva. Bólivía Chile Ekvador Kólumbía Níkaragva Tengdar fréttir Rúmlega 40% einstaklinga á hrakhólum vegna átaka eru börn Að minnsta kosti sautján milljónir barna yngri en átján ára voru á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis víðs vegar um heiminn um síðustu áramót, að því er fram kemur í úttekt eftirlitsstofnunarinnar Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) sem gefin var út í dag. 21. nóvember 2019 14:39 Milljón manns sögð hafa mótmælt í Kólumbíu Mótmælendurnir beina reiði sinni að umbótatillögum stjórnar landsins í efnahagsmálum og almenna óánægju í garð ríkisstjórnar Iván Duque Márquez forseta. 22. nóvember 2019 08:08 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Iván Duque, forseti Kólumbíu, tilkynnti það í gærkvöldi að öryggissveitir yrðu áfram á götum landsins til að gæta reglu. Nú er fjórði dagur mótmæla þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að mótmæla sitjandi ríkisstjórn, en mótmæli hófust á fimmtudag þegar meira en 250 þúsund manns gengu frá störfum sínum og söfnuðust saman í kröfugöngu. Mótmælin hófust friðsamlega en ekki leið að löngu þar til til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda. Einnig hafa fréttir verið sagðar af skemmdarverkum og þjófnaði. Duque sagði að öryggissveitir myndu taka höndum saman með lögreglunni til að gæta öryggis.Mótmælendur kasta steinum á lögreglumenn í Bógóta.getty/Daniel Garzon Herazo„Við afneitum öllum Kólumbíumönnum af heilum hug vegna skemmdarverkanna, hryðjuverkanna og þjófnaðarins,“ sagði Duque í samtali við fréttamenn á laugardag. Minnst þrír hafa látist síðan mótmælin hófust en mikil reiði hafði byggst upp vegna spillingar og mögulegra efnahagsþrenginga. Útgöngubann var sett á í Bógóta, höfuðborg landsins, á föstudag en það kom ekki í veg fyrir frekari mótmæli og sneru mótmælendur aftur út á götur daginn eftir. Þegar mótmæli hófust að nýju á laugardag notaði lögreglan táragas til að leysa upp mótmælendahóp en hundruð voru samansafnaðri nærri þjóðgarði Bógótár. Mótmælendur söfnuðust einnig saman fyrir framan þinghúsið á Bolivartorgi, nærri forsetahöllinni. Þá voru þrír lögreglumenn drepnir á föstudag í sprengjuárás í suðvestur Kólumbíu. Ekki er víst hvort atvikið tengist mótmælunum en svæðið er alræmt fyrir eiturlyfjasmygl og glæpasamtök.Mótmælaalda í Suður-Ameríku Kólumbíumenn leituðu út á götur landsins vegna mögulegra breytinga á lágmarkslaunum, ellilífeyri og sköttum og einkavæðingar ríkisstofnana. Yfirvöld halda því statt og stöðugt fram að engar fyrirhugaðar breytingar séu á ellilífeyri eða launamálum og að slíkar breytingar yrðu gerðar í samráði við verkalýðsfélög. Mótmælendur hafa þá lýst yfir reiði sinni vegna meintrar spillingar og vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við friðarsamning sem gerður var árið 2016 við uppreisnarhópinn Farc.Mótmælendur í Bógóta.getty/Juancho Torres/Verkalýðsfélög og stúdentahópar hvöttu til verkfallsins á fimmtudag og fleiri mótmæli fóru fram á föstudag, þar sem lögreglan notaði táragas til að leysa upp hópa fólks. Þá sagði Duque, forseti, að hann skildi reiði Kólumbíumanna og hygðist auka samtal við þá. Óeirðirnar í Kólumbíu haldast í hendur við röð mótmæla í annars staðar í Suður-Ameríku. Mótmælendur hafa leitað út á götur í nokkrum löndum Suður-Ameríku undanfarið, þar á meðal í Chile en þar ríkir nú mesta neyðarástand frá því að landið tók lýðræði upp á ný árið 1990. Í Bólivíu hafa ásakanir um kosningasvindl leitt það af sér að Evo Morales, sem hefur setið sem forseti frá árinu 2006, sagði af sér. Þá hefur einnig verið mótmælt í Ekvador og Níkaragva.
Bólivía Chile Ekvador Kólumbía Níkaragva Tengdar fréttir Rúmlega 40% einstaklinga á hrakhólum vegna átaka eru börn Að minnsta kosti sautján milljónir barna yngri en átján ára voru á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis víðs vegar um heiminn um síðustu áramót, að því er fram kemur í úttekt eftirlitsstofnunarinnar Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) sem gefin var út í dag. 21. nóvember 2019 14:39 Milljón manns sögð hafa mótmælt í Kólumbíu Mótmælendurnir beina reiði sinni að umbótatillögum stjórnar landsins í efnahagsmálum og almenna óánægju í garð ríkisstjórnar Iván Duque Márquez forseta. 22. nóvember 2019 08:08 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Rúmlega 40% einstaklinga á hrakhólum vegna átaka eru börn Að minnsta kosti sautján milljónir barna yngri en átján ára voru á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis víðs vegar um heiminn um síðustu áramót, að því er fram kemur í úttekt eftirlitsstofnunarinnar Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) sem gefin var út í dag. 21. nóvember 2019 14:39
Milljón manns sögð hafa mótmælt í Kólumbíu Mótmælendurnir beina reiði sinni að umbótatillögum stjórnar landsins í efnahagsmálum og almenna óánægju í garð ríkisstjórnar Iván Duque Márquez forseta. 22. nóvember 2019 08:08
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent