Rúmlega 93 milljónir sem hverfa til Lúxemborgar Björn Scheving Thorsteinsson skrifar 26. nóvember 2019 09:00 Sæll Þórður Már, Þann 24. oktober sl. mættir þú sem vitni fyrir héraðsdóm Reykjavikur til að svara spurningum okkar, m.a. um fjórar millifærslur upp á samtals 1600 milljónir króna af bankareikning fjárfestingarfélagsins Gnúps hf. þann 24. oktober 2006. Sem forstjóri félagsins og prókúruhafi gastu ekki útskýrt þessar millifærslur og það sama sagði persónulegur endurskoðandi þinn, Helgi Arnarson hjá KPMG, sem svo óheppilega vildi til að var einnig endurskoðandi Gnúps hf. Hann gat ekki heldur útskýrt þessar millifærslur. Í vitnastúku fyrir héraðsdómi sagðir þú dómaranum að þú hafir alla tíð sl. áratug verið tilbúinn að hitta okkur og fara yfir málefni Gnúps. Það er ljóst að eitthvað hefur þú farið mannavillt hvað þetta varðar, Þórður minn, þar sem við feðgar höfum ítrekað reynt að ná af þér tali sl. ár en þú ávallt neitað að tala við okkur. Við fögnuðum samt þessari yfirlýsingu þinni fyrir dómi um daginn og sendum því þrjár fyrirspurnir á þig og lögmann þinn sl. vikur, óskandi eftir fundum eða símtali til að fara yfir málefni Gnúps enda fjöldi mála sem enn þarfnast skýringar. Engin svör hafa borist frá þér eða lögmanni þínum. Sjá einnig: Eignir þriggja kynslóða fuðruðu uppVið höfum einnig reynt að fá svör frá félaga þínum og persónulega endurskoðanda, Helga Arnarsyni KPMG, en eins og þú manst réðstu hann til að vera endurskoðanda Gnúps, án árangurs. KPMG svarar engu.Við reynum því núna gegnum fjölmiðla og vonumst núna til að þú sjáir þér fært að svara okkur, ekki síst vegna þessa að þú sagðir dómaranum um daginn að þú hafir alla tíð verið tilbúinn að ræða við okkur. Þú þekkir þetta mál Þórður minn, enda við ítrekað leitað svara hjá þér það sem af er ári: Þann 16. nóvember 2006 millifærir viðskiptastjóri okkar félaga innan Glitnis, Birkir Kristinsson, skv. fyrirskipun þess efnis, Exista hlutabréf að verðmæti rúmlega 90 milljónir króna af reikningum okkar eignahaldsfélaga yfir á kennitölu Gnúps. Við fáum ekki greitt fyrir þessi hlutabréf og bókhald okkar geymir engar skýringar. Þessi verðmæti einfaldlega „hverfa”. Sama dag, 16. nóvember 2006, kemur sami fjöldi Existabréfa (rúmlega 90 milljónir króna) inná einkareikning eins stjórnenda Gnúps hf í Lúxemborg. Sem forstjóri Gnúps og prókúruhafi félagsins, er ljóst að þú veist allt um þetta mál. Þvi væri ég þakklátur fyrir svör frá þér: 1. Af hverju fá félög okkar ekki greitt frá Gnúp fyrir þessi Exista hlutabréf (rúmlega 90 milljóna króna virði) sem eru millifærð af okkar reikningum til Gnúps hf, þann 16. nóvember 2006 ? 2. Af hverju er Gnúpur að millifæra þessi sömu hlutabréf inná einkareikning eins stjórnanda Gnúps hf. í Lúxemborg þennan sama dag, 16. nóvember 2006? Hvernig er þetta bókfært í bókhaldi Gnúps? Með fyrirfram þakklæti um skjót svör. Höfundur ritar f.h. stjórnar Lyfjablóms hf. (áður Björn Hallgrímsson ehf.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Tengdar fréttir Eignir þriggja kynslóða fuðruðu upp Fjölskylda Björns Scheving Thorsteinssonar krefst alls 2,3 milljarða króna bóta vegna þess sem hún telur blekkingar í starfsemi Gnúps fyrir hrun. 20. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sæll Þórður Már, Þann 24. oktober sl. mættir þú sem vitni fyrir héraðsdóm Reykjavikur til að svara spurningum okkar, m.a. um fjórar millifærslur upp á samtals 1600 milljónir króna af bankareikning fjárfestingarfélagsins Gnúps hf. þann 24. oktober 2006. Sem forstjóri félagsins og prókúruhafi gastu ekki útskýrt þessar millifærslur og það sama sagði persónulegur endurskoðandi þinn, Helgi Arnarson hjá KPMG, sem svo óheppilega vildi til að var einnig endurskoðandi Gnúps hf. Hann gat ekki heldur útskýrt þessar millifærslur. Í vitnastúku fyrir héraðsdómi sagðir þú dómaranum að þú hafir alla tíð sl. áratug verið tilbúinn að hitta okkur og fara yfir málefni Gnúps. Það er ljóst að eitthvað hefur þú farið mannavillt hvað þetta varðar, Þórður minn, þar sem við feðgar höfum ítrekað reynt að ná af þér tali sl. ár en þú ávallt neitað að tala við okkur. Við fögnuðum samt þessari yfirlýsingu þinni fyrir dómi um daginn og sendum því þrjár fyrirspurnir á þig og lögmann þinn sl. vikur, óskandi eftir fundum eða símtali til að fara yfir málefni Gnúps enda fjöldi mála sem enn þarfnast skýringar. Engin svör hafa borist frá þér eða lögmanni þínum. Sjá einnig: Eignir þriggja kynslóða fuðruðu uppVið höfum einnig reynt að fá svör frá félaga þínum og persónulega endurskoðanda, Helga Arnarsyni KPMG, en eins og þú manst réðstu hann til að vera endurskoðanda Gnúps, án árangurs. KPMG svarar engu.Við reynum því núna gegnum fjölmiðla og vonumst núna til að þú sjáir þér fært að svara okkur, ekki síst vegna þessa að þú sagðir dómaranum um daginn að þú hafir alla tíð verið tilbúinn að ræða við okkur. Þú þekkir þetta mál Þórður minn, enda við ítrekað leitað svara hjá þér það sem af er ári: Þann 16. nóvember 2006 millifærir viðskiptastjóri okkar félaga innan Glitnis, Birkir Kristinsson, skv. fyrirskipun þess efnis, Exista hlutabréf að verðmæti rúmlega 90 milljónir króna af reikningum okkar eignahaldsfélaga yfir á kennitölu Gnúps. Við fáum ekki greitt fyrir þessi hlutabréf og bókhald okkar geymir engar skýringar. Þessi verðmæti einfaldlega „hverfa”. Sama dag, 16. nóvember 2006, kemur sami fjöldi Existabréfa (rúmlega 90 milljónir króna) inná einkareikning eins stjórnenda Gnúps hf í Lúxemborg. Sem forstjóri Gnúps og prókúruhafi félagsins, er ljóst að þú veist allt um þetta mál. Þvi væri ég þakklátur fyrir svör frá þér: 1. Af hverju fá félög okkar ekki greitt frá Gnúp fyrir þessi Exista hlutabréf (rúmlega 90 milljóna króna virði) sem eru millifærð af okkar reikningum til Gnúps hf, þann 16. nóvember 2006 ? 2. Af hverju er Gnúpur að millifæra þessi sömu hlutabréf inná einkareikning eins stjórnanda Gnúps hf. í Lúxemborg þennan sama dag, 16. nóvember 2006? Hvernig er þetta bókfært í bókhaldi Gnúps? Með fyrirfram þakklæti um skjót svör. Höfundur ritar f.h. stjórnar Lyfjablóms hf. (áður Björn Hallgrímsson ehf.)
Eignir þriggja kynslóða fuðruðu upp Fjölskylda Björns Scheving Thorsteinssonar krefst alls 2,3 milljarða króna bóta vegna þess sem hún telur blekkingar í starfsemi Gnúps fyrir hrun. 20. nóvember 2019 11:30
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar