Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2019 21:30 Stuðningsmenn forsætisráðherrans með skilti sem á stendur: "Þú munt aldrei ganga einn.“ Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. Í síðustu viku greindi ríkissaksóknari Ísrael að Netanjahú yrði ákærður fyrir spillingu en forsætisráðherrann er til dæmis sakaður um mútur, mútuþægni og svik en um þrjú mismunandi málaferli er að ræða. Í kjölfar tilkynningarinnar samþykkti Netanjahú áskorun andstæðinga sinna innan Líkúdflokksins og boðaði til formannskosninga. Gideon Sa‘ar var þar fremstur í flokki en hann hefur lengi óskað eftir því að nýr formaður verði kjörinn innan stjórnarflokksins. Þúsundir stuðningsmanna forsætisráðherrans söfnuðust saman í borginni Tel Aviv í kvöld og lýstu yfir stuðningi sínum við Netanjahú. Ljóst er að samstöðugangan hefur engin áhrif á ákæruferlið gegn forsætisráðherranum en gæti veitt honum byr undir báða vængi í átökunum innan Líkúdflokksins. AP greinir frá. Talið er að rúmlega 5000 manns söfnuðust saman með fána og borða í hönd. Sökuðu stuðningsmenn ákæruyfirvöld um kúgun og hótanir. Athygli vakti að lítill hluti háttsettra Líkúd-manna lét sjá sig á stuðningsfundinum.Skortur á stuðningi frá æðstu Líkúd-mönnum Útlit er fyrir að Ísraelar kjósi í þingkosningum í þriðja skiptið á einu ári en hvorki Netanjahú né Benny Gantz í Hvít-bláa flokknum tókst að mynda meirihluta eftir kosningarnar í september. Í ljósi þeirrar stöðu hafði áðurnefndur Sa‘ar byrjað að kalla eftir formannskjöri. Enn sem komið er hefur enginn annar en Sa‘ar lýst vilja til að taka við af Netanjahú en stjórnmálaspekingar ytra telja sem svo að skortur á stuðningsyfirlýsingum við Netanjahú séu slæmar fréttir fyrir forsætisráðherrann. Gagnrýnendur forsætisráðherrans hafa sagt framferði hans eftir tilkynningu ríkissaksóknara vera hættulegt. Varaformaður Hvít-bláa flokksins, Yair Lapid, hefur jafnvel gengið svo langt að segja Netanjahú vera að reyna að koma af stað borgarastyrjöld. „Benjamín Netanjahú getur ekki haldið áfram stjórn sinni á landinu. Það eru ekki bara ákærurnar gegn honum, heldur árásir hans á réttarkerfið, löggæslu og tilraunir til þess að tvístra okkur. Hvetja okkur til þess að ráðast gegn bræðrum okkar og systrum,“ sagði Lapid. Ísrael Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. Í síðustu viku greindi ríkissaksóknari Ísrael að Netanjahú yrði ákærður fyrir spillingu en forsætisráðherrann er til dæmis sakaður um mútur, mútuþægni og svik en um þrjú mismunandi málaferli er að ræða. Í kjölfar tilkynningarinnar samþykkti Netanjahú áskorun andstæðinga sinna innan Líkúdflokksins og boðaði til formannskosninga. Gideon Sa‘ar var þar fremstur í flokki en hann hefur lengi óskað eftir því að nýr formaður verði kjörinn innan stjórnarflokksins. Þúsundir stuðningsmanna forsætisráðherrans söfnuðust saman í borginni Tel Aviv í kvöld og lýstu yfir stuðningi sínum við Netanjahú. Ljóst er að samstöðugangan hefur engin áhrif á ákæruferlið gegn forsætisráðherranum en gæti veitt honum byr undir báða vængi í átökunum innan Líkúdflokksins. AP greinir frá. Talið er að rúmlega 5000 manns söfnuðust saman með fána og borða í hönd. Sökuðu stuðningsmenn ákæruyfirvöld um kúgun og hótanir. Athygli vakti að lítill hluti háttsettra Líkúd-manna lét sjá sig á stuðningsfundinum.Skortur á stuðningi frá æðstu Líkúd-mönnum Útlit er fyrir að Ísraelar kjósi í þingkosningum í þriðja skiptið á einu ári en hvorki Netanjahú né Benny Gantz í Hvít-bláa flokknum tókst að mynda meirihluta eftir kosningarnar í september. Í ljósi þeirrar stöðu hafði áðurnefndur Sa‘ar byrjað að kalla eftir formannskjöri. Enn sem komið er hefur enginn annar en Sa‘ar lýst vilja til að taka við af Netanjahú en stjórnmálaspekingar ytra telja sem svo að skortur á stuðningsyfirlýsingum við Netanjahú séu slæmar fréttir fyrir forsætisráðherrann. Gagnrýnendur forsætisráðherrans hafa sagt framferði hans eftir tilkynningu ríkissaksóknara vera hættulegt. Varaformaður Hvít-bláa flokksins, Yair Lapid, hefur jafnvel gengið svo langt að segja Netanjahú vera að reyna að koma af stað borgarastyrjöld. „Benjamín Netanjahú getur ekki haldið áfram stjórn sinni á landinu. Það eru ekki bara ákærurnar gegn honum, heldur árásir hans á réttarkerfið, löggæslu og tilraunir til þess að tvístra okkur. Hvetja okkur til þess að ráðast gegn bræðrum okkar og systrum,“ sagði Lapid.
Ísrael Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira