Viðskipti innlent

Netflix hyggst koma sér betur fyrir á Íslandi

Jakob Bjarnar skrifar
Félagarnir Diðrik Örn Gunnarson og Þórmundur Bergsson hjá Mediacom voru að landa samningi við Netflix. Þeir munu stjórna auglýsingakaupum stórfyrirtækisins á Íslandi.
Félagarnir Diðrik Örn Gunnarson og Þórmundur Bergsson hjá Mediacom voru að landa samningi við Netflix. Þeir munu stjórna auglýsingakaupum stórfyrirtækisins á Íslandi. fbl/sigtryggur Ari
MediaCom var að skrifa undir samning við Netflix um að taka að sér öll verkefni fyrir stórfyrirtækið á íslenskri grund.

„Við erum þeirra birtingastofa á Íslandi – munum til dæmis kaupa auglýsingar frá þeim í fjölmiðlum,“ segir Þórmundur Bergsson hjá MediaCom í samtali við Vísi.

Hann segir að ýmislegt sé í deiglunni varðandi það samstarf sem á eftir að koma betur í ljós.

„Við byrjuðum að vinna með þeim í sumar. Vorum í verkefnum er tengdust meðal annars stórum fundi hér á landi og sömuleiðis upptökum á efni. MediaCom hefur, í samvinnu við systurfélag sitt, Cohn&Wolfe Íslandi, meðal annars aflað upplýsinga um Ísland og íslenskt daglegt líf fyrir Netflix sem nýtist þeim til að bæta þjónustuna gagnvart íslenskum notendum,“ segir Þórmundur.

Að auki munu falla til ýmis önnur fjölbreytt verkefni eins og yfirlestur á handritum og fleira sem tengist veru og áhuga Netflix á Íslandi.

Ekki ætti að þurfa að fara um það mörgum orðum að Netflix hefur látið mikið að sér kveða á Íslandi undanfarnar vikur og mánuði. Upptökur á þáttaröðum hafa farið hér fram sem og samningur við Baltasar Kormák um nýja seríu. Þá vöktu tökur á vegum Netflix á Húsavík athygli, svo dæmi séu nefnd.


Tengdar fréttir

Netflix pantaði langþráða Kötlu Baltasars

Vísindaskáldsöguþáttaröð leikstjórans Baltasars Kormáks, sem framleidd verður af Netflix, mun bera heitið Katla. Framleiðsla seríunnar, sem verður átta þættir, hefst á næsta ári.

Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum

Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×