Erlent

App­le sýnir Krím­skagann sem hluta af rúss­nesku yfir­ráða­svæði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Krímskaginn er nú hluti af rússnesku yfirráðasvæði á Apple Maps og Apple Weather.
Krímskaginn er nú hluti af rússnesku yfirráðasvæði á Apple Maps og Apple Weather. getty/Justin Sullivan
Apple hefur breytt kortum í forritum sínum til að mæta beiðni Rússlands. Nú sýna forrit Apple Krímskagann sem hluta af rússnesku yfirráðasvæði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Rússneski herinn innlimaði Krímskagann árið 2014 frá Úkraínu en aðgerðirnar hafa verið fordæmdar alþjóðlega. Á Krímskaganum talar mikill meirihluti fólksins rússnesku og er hann nú hluti af rússnesku yfirráðasvæði samkvæmt Apple Maps og veðurforriti Apple þegar forritin eru opnuð í Rússlandi.

Krímskaginn er hluti af Rússlandi í forritum apple.apple maps
Forritin sýna þetta ekki þegar þau eru opnuð annars staðar en í Rússlandi.

Í tilkynningu frá neðri deild rússneska þingsins, Dúman, segir: „Krímskaginn og Sevastopol sjást núna á Apple tækjum sem hluti af rússnesku yfirráðasvæði.“ Rússland telur Sevastopol sem annað landsvæði en Krímskagann.

Apple Maps sýnir ekki landamærin á milli Rússlands og Krímskagans.apple maps
Viðræður á milli Apple og Rússlands hafa staðið yfir í nokkra mánuði vegna þess hvernig Krímskaginn er sýndur, sem Dúman segir „rangfærslu.“

Tæknirisinn lagði það upprunalega til að Krímskaginn yrði sýndur sem „óskilgreint“ svæði – hvorki hluta af Rússlandi né Úkraínu.





Apple hefur ekki tjáð sig um breytingarnar en talsmaður Dúmunnar segir að Apple hafi samþykkt skilyrði Rússlands eftir að hafa verið minnt á að annað væri brot á rússneskum lögum.

Google, sem á eitt vinsælasta kortaforritið, sýnir Krímskagann ekki sem hluta af Rússlandi en staðarheiti á skaganum eru skrifuð á rússnesku en ekki úkraínsku þegar forritið er opnað í Rússlandi. 


Tengdar fréttir

Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum

Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi.

Úkraína orðin örugg

Útlendingastofnun hefur ákveðið að bæta Úkraínu, að undanskildum héruðunum Donetsk, Luhansk og Krím, á lista yfir örugg ríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×