Þetta starf er alltaf jafn skemmtilegt Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 08:00 Dimitri Þór Ashkenazy klarínettuleikari kemur fram með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld. Fréttablaðið/Anton Brink Dimitri Þór Ashkenazy klarínettuleikari leikur einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, fimmtudagskvöld. Dimitri fæddist árið 1969 í New York en ólst upp á Íslandi hjá foreldrum sínum, Þórunni Jóhannsdóttur og Vladimir Ashkenazy. Hann hóf píanónám sex ára gamall. „Foreldrar mínir spiluðu á píanó og bróðir minn sömuleiðis og þá lá beinast við að ég lærði á píanó,“ segir hann. „Þar sem eiginlega allir spiluðu á píanó langaði mig til að gera eitthvað nýtt, eitthvað annað. Systir mín spilaði á flautu og mér fannst að það hlyti að vera frábær tilfinning að spila á hljóðfæri sem væri mitt og valdi klarínett.“ Hann hefur oft komið fram með föður sínum á tónleikum. „Við erum báðir fullkomnunarsinnar. Hann er ótrúlega góður listamaður, góður píanóleikari og sömuleiðis góður maður. Það er einstaklega þægilegt að vinna með honum sem manneskju.“ Nýtt verk en samt ekki nýtt Dimitri talar góða íslensku. „Hún er nú ekki svo góð,“ segir hann þegar blaðamaður hrósar honum. „Ég reyni að viðhalda henni eins og ég get og tala íslensku við íslenskt tónlistarfólk þegar ég spila með því.“ Hann býr í Sviss og segist reyna að koma einu sinni á ári til Íslands. Síðast lék hann með Sinfóníuhljómsveitinni á Íslandi fyrir rúmum áratug. Á tónleikum í kvöld leikur hann sjaldheyrðan klarínettukonsert eftir franska tónskáldið Jean Françaix. „Því miður þekkja ekki nægilega margir þennan konsert. Það er ótrúlega gaman að hlusta á og spila þetta verk sem er frá árinu 1968. Þetta er tiltölulega nýtt verk en samt ekki nýtt. Það er mjög aðgengilegt fyrir áheyrendur, eins og blanda af Ravel og Poulenc.“ Önnur verk á efnisskrá tónleikanna eru sinfónía eftir Joseph Bologne og Lemminkäinen-svítan efir Jean Sibelius. Hrifinn af Hörpu Dimitri hefur leikið með sinfóníuhljómsveitum og í heimsfrægum tónleikasölum víða um heim, meðal annars á Proms-tónlistarhátíðinni í Royal Albert Hall. Starfs síns vegna er hann á stöðugum ferðalögum. „Það er stundum lýjandi. Ég er orðinn fimmtugur og núna þarf ég að æfa mig meir en þegar ég var ungur. Þetta er samt alltaf jafn skemmtilegt.“ Hann segir Eldborgarsal Hörpu vera frábæran. „Hann er mjög fallegur og hljómburðurinn er afar góður. Það er frábært að spila í þessum sal. Það eru ellefu ár síðan ég kom síðast til Íslands sem tónlistarmaður en ég hef aldrei komið inn í Hörpu fyrr en nú. Ég er mjög hrifinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Dimitri Þór Ashkenazy klarínettuleikari leikur einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, fimmtudagskvöld. Dimitri fæddist árið 1969 í New York en ólst upp á Íslandi hjá foreldrum sínum, Þórunni Jóhannsdóttur og Vladimir Ashkenazy. Hann hóf píanónám sex ára gamall. „Foreldrar mínir spiluðu á píanó og bróðir minn sömuleiðis og þá lá beinast við að ég lærði á píanó,“ segir hann. „Þar sem eiginlega allir spiluðu á píanó langaði mig til að gera eitthvað nýtt, eitthvað annað. Systir mín spilaði á flautu og mér fannst að það hlyti að vera frábær tilfinning að spila á hljóðfæri sem væri mitt og valdi klarínett.“ Hann hefur oft komið fram með föður sínum á tónleikum. „Við erum báðir fullkomnunarsinnar. Hann er ótrúlega góður listamaður, góður píanóleikari og sömuleiðis góður maður. Það er einstaklega þægilegt að vinna með honum sem manneskju.“ Nýtt verk en samt ekki nýtt Dimitri talar góða íslensku. „Hún er nú ekki svo góð,“ segir hann þegar blaðamaður hrósar honum. „Ég reyni að viðhalda henni eins og ég get og tala íslensku við íslenskt tónlistarfólk þegar ég spila með því.“ Hann býr í Sviss og segist reyna að koma einu sinni á ári til Íslands. Síðast lék hann með Sinfóníuhljómsveitinni á Íslandi fyrir rúmum áratug. Á tónleikum í kvöld leikur hann sjaldheyrðan klarínettukonsert eftir franska tónskáldið Jean Françaix. „Því miður þekkja ekki nægilega margir þennan konsert. Það er ótrúlega gaman að hlusta á og spila þetta verk sem er frá árinu 1968. Þetta er tiltölulega nýtt verk en samt ekki nýtt. Það er mjög aðgengilegt fyrir áheyrendur, eins og blanda af Ravel og Poulenc.“ Önnur verk á efnisskrá tónleikanna eru sinfónía eftir Joseph Bologne og Lemminkäinen-svítan efir Jean Sibelius. Hrifinn af Hörpu Dimitri hefur leikið með sinfóníuhljómsveitum og í heimsfrægum tónleikasölum víða um heim, meðal annars á Proms-tónlistarhátíðinni í Royal Albert Hall. Starfs síns vegna er hann á stöðugum ferðalögum. „Það er stundum lýjandi. Ég er orðinn fimmtugur og núna þarf ég að æfa mig meir en þegar ég var ungur. Þetta er samt alltaf jafn skemmtilegt.“ Hann segir Eldborgarsal Hörpu vera frábæran. „Hann er mjög fallegur og hljómburðurinn er afar góður. Það er frábært að spila í þessum sal. Það eru ellefu ár síðan ég kom síðast til Íslands sem tónlistarmaður en ég hef aldrei komið inn í Hörpu fyrr en nú. Ég er mjög hrifinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira