Erlent

Undir­ritar lög til stuðnings lýð­ræðis­sinnum í Hong Kong

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump segist hafa undirritað lögin af virðingu fyrir forseta Kína Xi Jinping, og íbúum Hong Kong.
Donald Trump segist hafa undirritað lögin af virðingu fyrir forseta Kína Xi Jinping, og íbúum Hong Kong. AP
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem veita lýðræðissinnum og mótmælendum í Hong Kong ákveðinn stuðning.

Lögin kveða á um að hér eftir verði gerð sérstök úttekt á því hvort Kínverjar virði sjálfstjórn Hong Kong, en sú sjálfstjórn hefur gefið Hong Kong færi á viðskiptum við Bandaríkin sem ekki hafa staðið öðrum svæðum í Kína til boða.

Kínverjar höfðu varað við afleiðingum þess að lögin yrðu samþykkt, en þingmenn beggja flokka voru áfram um að koma frumvarpinu í gegn. Kínverjar hóta gagnaðgerðum.

Trump segist hafa undirritað lögin af virðingu fyrir forseta Kína Xi Jinping, og íbúum Hong Kong, en ljóst er að Xi er ekki sáttur.

Kínversk yfirvöld segja þetta vatn á myllu mótmælenda í Hong Kong og leiði aðeins til harðari andófs.


Tengdar fréttir

Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn

Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum.

Segir kostnaðar­samara fyrir Kín­verja að ráðast inn í Hong Kong en að leyfa borginni að brenna

"Þeir hafa lært það í gegn um tíðina hvað gerist þegar þú sendir inn hermenn og skriðdreka, við sáum það á torgi Hins himneska friðar árið 1989. Þá var Kína allt öðruvísi land en það er í dag. Kína hefur vissulega, þó að stjórnvöld í Peking séu mjög hörð á svona hlutum, þá myndu þeir bara hafa miklu meiru að tapa núna á þessum tíma en áður fyrr.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×