Viðskipti innlent

3,7 milljarða forgangskröfur samþykktar í þrotabú WOW air

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Ekki verður tekin afstaða til almennra krafna þar sem ljóst er að ekkert mun fást greitt upp í þær.
Ekki verður tekin afstaða til almennra krafna þar sem ljóst er að ekkert mun fást greitt upp í þær. Vísir/Vilhelm
Búið er að samþykkja níu hundruð forgangskröfur er nema alls 3,7 milljörðum króna í þrotabú WOW air. Boðað var til skiptafundar í þrotabúinu á Nordica hótel í dag og að sögn Þorsteins Einarssonar skiptastjóra voru flestar forgangskröfur samþykktar.

Enn er ágreiningur um kröfur er nema um 1,3 milljarði króna. Boðað hefur verið til annars skiptafundar 30. janúar til að leysa úr þeim. Í heildina var um sex þúsund kröfum lýst í búið og er heildarupphæð þeirra 151 milljarður króna.

Ekki verður tekin afstaða til almennra krafna þar sem ljóst er að ekkert mun fást greitt upp í þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×