Maggi meistari látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2019 22:15 Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Texas-Maggi eða Maggi meistari, vakti mikla athygli fyrir hressleika sinn og góða nærveru hvort sem var í eldhúsinu eða sjónvarpsskjánum. visir/vilhelm Magnús Ingi Magnússon, kokkur og fjölmiðlamaður, er látinn 59 ára gamall. Magnús Ingi, sem var í seinni tíð betur þekktur sem Maggi meistari eða Texas-Maggi, hefur verið afar áberandi í veitinga- og fjölmiðlabransanum undanfarin ár og bauð jafnframt fram krafta sína til embættis forseta Íslands árið 2016. „Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið,“ sagði Maggi þegar hann tilkynnti um framboð sitt en hann rak um árabil veitingastaðinn Texasborgara úti á Granda. Magnús Ingi, sem kallaður var Maggi af öllum, er fæddur árið 1960 og hlaut að eigin sögn heilbrigt og gott uppeldi á venjulegu heimili. Sautján fór hann í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns en vann á millilandaskipum áður en hann fór að læra kokkinn á Hótel Sögu. Eftir það vann hann á veitingahúsum í Reykjavík, sem skólabryti og kennari að Laugum í Þingeyjarsýslu og kokkur á sumrin þar. Þaðan hélt Maggi til Þrándheims í Noregi og vann á Royal Garden-hótelinu. Hann stofnaði eigin veitingarekstur árið 1988 og rak veitingahúsið Árberg í Ármúla, veitingahúsið Munaðarnes í Borgarfirði, Hótel Eldborg á Snæfellsnesi og mötuneyti hjá ríkisstofnunum. Þá starfaði hann á skemmtiferðaskipinu Black Watch og rak veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg. Síðustu árin rak Maggi svo Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda og veisluþjónustuna Mína menn samhliða því. Í sumar opnaði Magnús Ingi svo veitingastaðinn Matbarinn við Laugaveg 178 þar sem hann bauð upp á mömmumat. „Það sem þú borðar heima hjá þér og mamma eldar.“ sagði Maggi í viðtali við Vísi í sumar. „Bara heimilislegir réttir. Rjómagúllas. Þessir réttir eru, skal ég segja þér, byggðir á bók sem ég gaf út um árið sem heitir Eldhúsið okkar, íslenskur hátíðarmaður og íslenskar hversdagskræsingar. Seldi ókjör af þessum bókum.“ Auk bókaútgáfu kom Maggi víða við í fjölmiðlum. Hann hélt úti þáttunum Eldhús meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem mottóið var afþreying, skemmtun og fróðleikur. Þar tók hann menn tengda mat alls staðar að af landinu tali en þættirnir urðu um fjögur hundruð áður en yfir lauk. Maggi kvæntist Analisu Montecello frá Filippseyjum árið 2006. Andlát Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Magnús Ingi Magnússon, kokkur og fjölmiðlamaður, er látinn 59 ára gamall. Magnús Ingi, sem var í seinni tíð betur þekktur sem Maggi meistari eða Texas-Maggi, hefur verið afar áberandi í veitinga- og fjölmiðlabransanum undanfarin ár og bauð jafnframt fram krafta sína til embættis forseta Íslands árið 2016. „Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið,“ sagði Maggi þegar hann tilkynnti um framboð sitt en hann rak um árabil veitingastaðinn Texasborgara úti á Granda. Magnús Ingi, sem kallaður var Maggi af öllum, er fæddur árið 1960 og hlaut að eigin sögn heilbrigt og gott uppeldi á venjulegu heimili. Sautján fór hann í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns en vann á millilandaskipum áður en hann fór að læra kokkinn á Hótel Sögu. Eftir það vann hann á veitingahúsum í Reykjavík, sem skólabryti og kennari að Laugum í Þingeyjarsýslu og kokkur á sumrin þar. Þaðan hélt Maggi til Þrándheims í Noregi og vann á Royal Garden-hótelinu. Hann stofnaði eigin veitingarekstur árið 1988 og rak veitingahúsið Árberg í Ármúla, veitingahúsið Munaðarnes í Borgarfirði, Hótel Eldborg á Snæfellsnesi og mötuneyti hjá ríkisstofnunum. Þá starfaði hann á skemmtiferðaskipinu Black Watch og rak veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg. Síðustu árin rak Maggi svo Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda og veisluþjónustuna Mína menn samhliða því. Í sumar opnaði Magnús Ingi svo veitingastaðinn Matbarinn við Laugaveg 178 þar sem hann bauð upp á mömmumat. „Það sem þú borðar heima hjá þér og mamma eldar.“ sagði Maggi í viðtali við Vísi í sumar. „Bara heimilislegir réttir. Rjómagúllas. Þessir réttir eru, skal ég segja þér, byggðir á bók sem ég gaf út um árið sem heitir Eldhúsið okkar, íslenskur hátíðarmaður og íslenskar hversdagskræsingar. Seldi ókjör af þessum bókum.“ Auk bókaútgáfu kom Maggi víða við í fjölmiðlum. Hann hélt úti þáttunum Eldhús meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem mottóið var afþreying, skemmtun og fróðleikur. Þar tók hann menn tengda mat alls staðar að af landinu tali en þættirnir urðu um fjögur hundruð áður en yfir lauk. Maggi kvæntist Analisu Montecello frá Filippseyjum árið 2006.
Andlát Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira