Erlent

Morales boðar til nýrra kosninga

Atli Ísleifsson skrifar
Evo Morales var fyrst kjörinn forseti árið 2006.
Evo Morales var fyrst kjörinn forseti árið 2006. Getty
Evo Morales, forseti Bólivíu, tilkynnti í dag að boðað verði til nýrra kosninga í landinu eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar drógu framkvæmd kosninganna í efa. Morales lýsti yfir sigur eftir kosningarnar sem fram fóru 20. október síðastliðinn.

Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja (OAS) fylgdust með framkvæmd kosninganna og kölluðu í kjölfarið eftir því að kosningarnar yrðu dæmdar ógildar.

Mikil mótmæli hafa verið á götum höfuðborgarinnar La Paz síðustu vikurnar eftir að fyrst var greint frá því framkvæmd kosninganna hafi verið dregnar í efa.

Carlos Mesa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefur krafist þess að Morales og varaforseti hans bjóði sig ekki fram í nýjum kosningunum. Þá skuli þeir heldur ekki hafa aðkomu að framkvæmd kosninganna. „Ef þú ert með vott af föðurlandsást, ættir þú að stíga til hliðar,“ segir Mesa.

Morales var fyrst kjörinn forseti árið 2006 og hefur hann hafnað því að hafa haft rangt við. Þá hefur hann hunsað kröfur um að segja af sér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×