Talinn hættulegur samfélaginu og því áfram í gæsluvarðhaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2019 13:00 Konan flúði að endingu til íbúa í næsta gámi og hringdi á lögreglu sem kom á vettvang. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á föstudag á kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um tilraun til manndráps. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest hjá Hildi Sunnu Pálmadóttur, saksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Manninum er gefið að sök að hafa barið unnustu sína ítrekað, tekið hálstaki svo hún missti meðvitunda og rist hana á hægra læri með veiðihníf. Þá er hann sakaður um að hafa nauðgað konunni. Krafan um gæsluvarðhald er byggð á grundvelli almanna hagsmuna. Karlmaðurinn sé hættulegur öðru fólki. Verður hann að óbreyttu í haldi til 6. desember. Lögmaður mannsins kærði ákvörðunina til Landsréttar sem hefur ekki úrskurðað í málinu.Sagðist aldrei hafa lagt hendur á konur Karlmaðurinn var handtekinn þann 7. október síðastliðinn en árásin átt sér stað að kvöldi föstudagsins 6. október og fram á næsta dag. Árásin átti sér stað í gámum úti á Granda en um er að ræða úrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir langt leidda fíkla. Karlmaðurinn sagði við skýrslutöku eftir handtöku aldrei hafa lagt hendur á konur. Hann á þó að baki dóm fyrir ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu. Líflátshótun Í greinargerð saksóknara með síðustu kröfu um gæsluvarðhald kom fram að málið væri rannsakað sem meint heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og tilraun til manndráps. Lögregla hafi verið kölluð út að gámunum að morgni 7. október eftir tilkynningu frá konunni. Átti hún erfitt með að tjá sig sökum eymsla í höfði en sagði þó að hinn grunaði, kærasti hennar, hafi barið hana ítrekað og nauðgað. Það hafi hún gert eftir að hún tilkynnti honum að hún ætlaði að hætta með honum. Hún hafi yfirgefið gáminn og leitað skjóls hjá nágranna.Landsréttur hefur ekki tekið fyrir kæru lögmanns mannsins vegna áframhaldandi gæsluvarðhalds.Vísir/VilhelmHinn grunaði hafi reiðst, fundið hana, tekið hálstaki með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Hafi hún dregið hana yfir í gáminn sinn þar sem hann hafi rist grunnan skurð með hníf á hægra læri hennar. Því hafi hann séð eftir og þau farið að sofa. Manninum var ekki runnin reiðin morguninn eftir að sögn konunnar. Hann hafi hótað henni lífláti með hnífi og sagst ætla að hengja hana. Hann hafi svo ráðist á hana og barið ítrekað í höfuðið, nauðgað henni og fengið sáðlát við það. Hann hafi þá aftur veist að henni með höggum.Dæmdur fyrir ofbeldi gegn konu Í framhaldinu yfirgaf hann gáminn að sögn konunnar en hótaði henni lífláti ef hún væri ekki enn þar þegar hann sneri aftur. Konan leitaði sér hjálpar hjá öðrum nágranna og hringdi í lögreglu sem mætti á svæðið. Hinn grunaði neitaði alfarið sök við skýrslutöku hjá lögreglunni. Fullyrti maðurinn að hann hafi hvorki beitt konuna kynferðislegu ofbeldi né líkamlegu ofbeldi. Raunar segist hann aldrei á ævi sinni hafa lagt hendur á konur. Samkvæmt sakavottorði mannsins hefur hann átta sinnum verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, þar af fyrir ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal gagna málsins eru upplýsingar frá Fangelsismálastofnun þar sem kemur fram að samkvæmt niðurstöðum á fræðilegu mati sem var unnið af stofnunni voru taldar 61 prósent líkur á að hann mundi brjóta aftur af sér innan árs frá því hann lyki afplánun.Félagsmálaráðherra hefur sagt að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Hinn grunaði er einn þessara manna. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Grunaður um að berja, nauðga og rista kærustu sína á læri Verður áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að taka kærustuna hálstaki svo hún missti meðvitund. 22. október 2019 16:38 Úrræðaleysi fyrir hættulega afbrotamenn Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni. 17. október 2019 19:33 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á föstudag á kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um tilraun til manndráps. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest hjá Hildi Sunnu Pálmadóttur, saksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Manninum er gefið að sök að hafa barið unnustu sína ítrekað, tekið hálstaki svo hún missti meðvitunda og rist hana á hægra læri með veiðihníf. Þá er hann sakaður um að hafa nauðgað konunni. Krafan um gæsluvarðhald er byggð á grundvelli almanna hagsmuna. Karlmaðurinn sé hættulegur öðru fólki. Verður hann að óbreyttu í haldi til 6. desember. Lögmaður mannsins kærði ákvörðunina til Landsréttar sem hefur ekki úrskurðað í málinu.Sagðist aldrei hafa lagt hendur á konur Karlmaðurinn var handtekinn þann 7. október síðastliðinn en árásin átt sér stað að kvöldi föstudagsins 6. október og fram á næsta dag. Árásin átti sér stað í gámum úti á Granda en um er að ræða úrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir langt leidda fíkla. Karlmaðurinn sagði við skýrslutöku eftir handtöku aldrei hafa lagt hendur á konur. Hann á þó að baki dóm fyrir ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu. Líflátshótun Í greinargerð saksóknara með síðustu kröfu um gæsluvarðhald kom fram að málið væri rannsakað sem meint heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og tilraun til manndráps. Lögregla hafi verið kölluð út að gámunum að morgni 7. október eftir tilkynningu frá konunni. Átti hún erfitt með að tjá sig sökum eymsla í höfði en sagði þó að hinn grunaði, kærasti hennar, hafi barið hana ítrekað og nauðgað. Það hafi hún gert eftir að hún tilkynnti honum að hún ætlaði að hætta með honum. Hún hafi yfirgefið gáminn og leitað skjóls hjá nágranna.Landsréttur hefur ekki tekið fyrir kæru lögmanns mannsins vegna áframhaldandi gæsluvarðhalds.Vísir/VilhelmHinn grunaði hafi reiðst, fundið hana, tekið hálstaki með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Hafi hún dregið hana yfir í gáminn sinn þar sem hann hafi rist grunnan skurð með hníf á hægra læri hennar. Því hafi hann séð eftir og þau farið að sofa. Manninum var ekki runnin reiðin morguninn eftir að sögn konunnar. Hann hafi hótað henni lífláti með hnífi og sagst ætla að hengja hana. Hann hafi svo ráðist á hana og barið ítrekað í höfuðið, nauðgað henni og fengið sáðlát við það. Hann hafi þá aftur veist að henni með höggum.Dæmdur fyrir ofbeldi gegn konu Í framhaldinu yfirgaf hann gáminn að sögn konunnar en hótaði henni lífláti ef hún væri ekki enn þar þegar hann sneri aftur. Konan leitaði sér hjálpar hjá öðrum nágranna og hringdi í lögreglu sem mætti á svæðið. Hinn grunaði neitaði alfarið sök við skýrslutöku hjá lögreglunni. Fullyrti maðurinn að hann hafi hvorki beitt konuna kynferðislegu ofbeldi né líkamlegu ofbeldi. Raunar segist hann aldrei á ævi sinni hafa lagt hendur á konur. Samkvæmt sakavottorði mannsins hefur hann átta sinnum verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, þar af fyrir ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal gagna málsins eru upplýsingar frá Fangelsismálastofnun þar sem kemur fram að samkvæmt niðurstöðum á fræðilegu mati sem var unnið af stofnunni voru taldar 61 prósent líkur á að hann mundi brjóta aftur af sér innan árs frá því hann lyki afplánun.Félagsmálaráðherra hefur sagt að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Hinn grunaði er einn þessara manna.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Grunaður um að berja, nauðga og rista kærustu sína á læri Verður áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að taka kærustuna hálstaki svo hún missti meðvitund. 22. október 2019 16:38 Úrræðaleysi fyrir hættulega afbrotamenn Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni. 17. október 2019 19:33 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30
Grunaður um að berja, nauðga og rista kærustu sína á læri Verður áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um að taka kærustuna hálstaki svo hún missti meðvitund. 22. október 2019 16:38
Úrræðaleysi fyrir hættulega afbrotamenn Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni. 17. október 2019 19:33
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent