Sport

Tók hjálminn af leikstjórnandanum og lamdi hann með honum | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Garrett er hér að lemja Rudolph.
Garrett er hér að lemja Rudolph. vísir/getty
Það voru mikil læti í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar og einhverjir leikmenn á leið í bann eftir leikinn skrautlega.

Cleveland Browns vann þá öruggan sigur á Pittsburgh Steelers, 21-7, en það er enginn að tala um það. Það eru allir að tala um slagsmálin í leiknum.

Myles Garrett, varnarmaður Cleveland, hreinlega sturlaðist í leiknum. Hann reif hjálminn af Mason Rudolph, leikstjórnanda Steelers, og lamdi hann svo í hausinn með honum. Ótrúleg uppákoma sem á sér engin fordæmi.





Garrett er á leiðinni í langt bann að öllum líkindum og Maurkice Pouncey, leikmaður Steelers, er líklega einnig á leiðinni í bann fyrir að hafa svo kýlt Garrett og sparkað í hann.

Þessi lið mætast aftur eftir tvær vikur. Það gæti orðið áhugavert.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×