Innlent

Karlar losni við karlmennskuna

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Hvolsvelli.
Á Hvolsvelli. Fréttablaðið/Vilhelm
„Margir karlmenn og drengir glíma við óraunhæfar staðalmyndir karlmennskunnar sem krefur þá um tiltekna hegðun, viðhorf og útlit,“ segir í kynningu á fyrirlestri sem haldinn verður á fimmtudagskvöld í boði jafnréttisnefndar Rangárþings eystra.

„Afleiðingarnar eru vanlíðan, óhamingja, kynbundið námsval, starfsval, launamunur, ofbeldi og ójafnrétti sem bitnar á samfélaginu öllu, körlum og konum. Lausnin er meðal annars að hrista upp í og víkka út viðteknar karlmennskuhugmyndir. Þannig losna karlmenn, konur og samfélagið allt úr álögum karlmennskunnar,“ segir nánar um efni fyrirlestursins sem fluttur verður á Hvolsvelli af Þorsteini V. Einarssyni.

Aðalmarkmið fyrirlestursins er sagt vera að hrista upp í viðteknum hugmyndum um karlmennsku og kynhlutverk og benda á endurteknar birtingarmyndir karlmennsku og staðalmyndir um kyn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×