Á góðri leið með að verða fyrsta mamman til að keppa á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 23:00 Kara Saunders með stelpuna sína. Mynd/Instagram/karasaundo Kara Saunders ætlar sér að skrifa söguna á heimsleikunum í CrossFit á næsta ári. Hin ástralska Kara Saunders er að standa sig vel í CrossFit Open í ár og er á mjög góðri leið með að vinna sér þátttökurétt á heimsleikunum í Madison í ágúst 2020. Kara Saunders hefur keppt á sjö heimsleikum til þessa og var meðal sjö efstu kvenna á fjórum heimsleikum í röð frá 2015 til 2018 þar á meðal í öðru sæti 2017. Kara keppti ekki á leikunum í ár enda með hina fullkomna afsökun. Hún var í barneignarfríi. Kara Saunders eignaðist Scotti fyrir aðeins fimm mánuðum síðan en er engu að síður kominn í frábært form eins og hún hefur sýnst í fyrstu þremur hlutunum í CrossFit Open. Kara Saunders er eins og er í 23. sæti meðal CrossFit kvennanna eftir 20.3 en í fyrra komust 35 efstu konurnar áfram. Þetta lítur því mjög vel út hjá nýju mömmunni.Með því að tryggja sig inn á heimsleikana yrði hún fyrsta konan til að taka þátt í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit. Kara Saunders er líka í baráttu um landstitil Ástrala en þar er hún reyndar að keppa við þrefaldan heimsmeistara, Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey er með fimm stiga forskot eftir þrjá fyrstu hlutana af fimm. „Ég var með engar væntingar varðandi The Open enda átti ég mitt fyrsta barn fyrir aðeins fimm mánuðum,“ sagði Kara Saunders í viðtali við Morning Chalk Up.“She’s back! … This is (Kara Saunders’) first Open since giving birth, leaving many of us wondering how she’s approaching it and whether she’s trying to make it back to the Games.” —@TheWODLifehttps://t.co/A0pj5TIq2X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2019 „Ég hins vegar áttaði mig fljótt á því að ég er bara tengd á einn hátt. Ég þekki það ekki að dýfa litlu dá í. Ég elska að keppa og lét bara vaða á fullu,“ sagði Kara Saunders. Kara Saunders náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2018 en lét síðan vita af því fyrir Open í fyrra að hún og maðurinn hennar, Matt, ættu von á sínu fyrsta barni. Dóttirin Scotti Madison fæddist síðan í maí. „Ég hef ekki tekið neina áhættu eða gert eitthvað óskynsamlegt. Ég hef aftur á móti tekið vel á því og reynt mitt besta. Það kom mér á óvart hversu langt ég er komin á þessum tímapunkti en ég hefði heldur ekki sætt mig við neitt minna,“ sagði Kara Saunders í viðtalinu við Morning Chalk Up. CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
Kara Saunders ætlar sér að skrifa söguna á heimsleikunum í CrossFit á næsta ári. Hin ástralska Kara Saunders er að standa sig vel í CrossFit Open í ár og er á mjög góðri leið með að vinna sér þátttökurétt á heimsleikunum í Madison í ágúst 2020. Kara Saunders hefur keppt á sjö heimsleikum til þessa og var meðal sjö efstu kvenna á fjórum heimsleikum í röð frá 2015 til 2018 þar á meðal í öðru sæti 2017. Kara keppti ekki á leikunum í ár enda með hina fullkomna afsökun. Hún var í barneignarfríi. Kara Saunders eignaðist Scotti fyrir aðeins fimm mánuðum síðan en er engu að síður kominn í frábært form eins og hún hefur sýnst í fyrstu þremur hlutunum í CrossFit Open. Kara Saunders er eins og er í 23. sæti meðal CrossFit kvennanna eftir 20.3 en í fyrra komust 35 efstu konurnar áfram. Þetta lítur því mjög vel út hjá nýju mömmunni.Með því að tryggja sig inn á heimsleikana yrði hún fyrsta konan til að taka þátt í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit. Kara Saunders er líka í baráttu um landstitil Ástrala en þar er hún reyndar að keppa við þrefaldan heimsmeistara, Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey er með fimm stiga forskot eftir þrjá fyrstu hlutana af fimm. „Ég var með engar væntingar varðandi The Open enda átti ég mitt fyrsta barn fyrir aðeins fimm mánuðum,“ sagði Kara Saunders í viðtali við Morning Chalk Up.“She’s back! … This is (Kara Saunders’) first Open since giving birth, leaving many of us wondering how she’s approaching it and whether she’s trying to make it back to the Games.” —@TheWODLifehttps://t.co/A0pj5TIq2X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2019 „Ég hins vegar áttaði mig fljótt á því að ég er bara tengd á einn hátt. Ég þekki það ekki að dýfa litlu dá í. Ég elska að keppa og lét bara vaða á fullu,“ sagði Kara Saunders. Kara Saunders náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2018 en lét síðan vita af því fyrir Open í fyrra að hún og maðurinn hennar, Matt, ættu von á sínu fyrsta barni. Dóttirin Scotti Madison fæddist síðan í maí. „Ég hef ekki tekið neina áhættu eða gert eitthvað óskynsamlegt. Ég hef aftur á móti tekið vel á því og reynt mitt besta. Það kom mér á óvart hversu langt ég er komin á þessum tímapunkti en ég hefði heldur ekki sætt mig við neitt minna,“ sagði Kara Saunders í viðtalinu við Morning Chalk Up.
CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira