Erlent

Biður bræður um að gefa sig fram vegna vöru­bílsins í Essex

Atli Ísleifsson skrifar
Bræðurnir Ronan og Christopher Hughes.
Bræðurnir Ronan og Christopher Hughes. Lögregla í Essex
Lögregla í Bretlandi hefur lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsókn á dauða 39 manna sem fundust látin í vörubíl í bænum Grays í Essex, austur af Lundúnum, í síðasta mánuði.

Hefur lögregla beint því til bræðranna, Ronan Hughes, 40 ára, og Christopher Hughes, 34 ára, að gefa sig fram.

Í yfirlýsingu frá lögreglu segir að þegar hafi verið rætt við eldri bróðurinn í síma í tengslum við málið. Bræðurnir eru grunaðir um manndráp og mansal.

Bræðurnir Hughes eru frá Armagh í Norður-Írland, en hafa einnig tengsl við Írland, að því er fram kemur í frétt Sky News.

Talsmaður lögreglu segir að nauðsynlegt sé að ræða við bræðurna í tengslum við rannsóknina. Lík 39 fundust í gámi vöruflutningabíls á iðnaðarsvæði í bænum Grays. Voru lík 31 karlmanns og átta kvenna í gámnum.

Upphaflega var talið að fólkið væri frá Kína, en nú talið er að einhver hluti fólksins hafi verið frá Víetnam.

Bílstjóri vörubílsins, Maurice Robinson, hefur þegar verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.


Tengdar fréttir

Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur

Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð.

Vöru­bíl­stjórinn í gæslu­varð­hald

Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í morgun Maurice Robinson í gæsluvarðhald í tengslum við mál þar sem 39 lík fundust í gámi bíls hans í bænum Grays í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×