„Finnst frekar ljótt og leiðinlegt að stofna einhverja hátíð á sama tíma og okkar hátíð er“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2019 20:00 Framkvæmdastjóri Senu Live segir lélegt af forráðamönnum nýrrar tónlistarhátíðar að reyna að nýta sér vörumerki Airwaves til að selja bjór og mat. Forsvarsmaður Airwhales segist hins vegar vilja tryggja aðgang fólksins að frábærri tónlist og fanga þá stemningu sem fylgdi Off venue-viðburðum Airwaves. Fjöldi listamanna kemur fram á hátíðinni, sem hefst á miðvikudag. en hápunktur hennar er án ef tónleikar Of Monsters and Men í Valshöllinni á laugardag. Sena Live hefur undafarin ár séð um rekstur Airwaves. Hefur talsverður þungi farið í tiltekt eftir mikinn taprekstur undanfarin ár. „Þetta er allt í rétta átt. Við sennilega töpum smá peningum, en miklu minna en í fyrra. Við höfum trú á því að á næsta ári náum við að koma þessu á núllið. Að við séum að nálgast einhverja formúlu sem virkar og allir verði ánægðir með hátíðina,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live.Frá tónleikum Geisha Cartel á Hard Rock á Airwaves í fyrra.FBL/ERNIRDrógu úr Off-venue Sena ákvað að skera upp herör gegn ókeypis utan dagskrár viðburðum, eða Off-venue, sem drógu úr sölu á armböndum. Fékk Sena Live einkarétt á vörumerkinu Airwaves sem og Off Venue. Hafa þeir rekstraraðilar sem vilja vera hluti af hátíðinni þurft að greiða gjald fyrir það til Senu Live. Þurfti Sena Live í fyrra að taka á þeim stöðum sem reyndu að nýta sér vörumerki Airwaves án þess að greiða fyrir það. Þá hefur listamönnum sem koma fram verið fækkað til að auka líkur á að betur takist að koma íslenskri tónlist á framfæri erlendis, líkt og markmið hátíðarinnar er. Komu 200 tónlistarmenn og hljómsveitir fram í fyrra en 150 í ár. Munu fleiri hljómsveitir og listamenn þar af leiðandi fá tækifæri til að koma tvisvar fram á meðan hátíðinni stendur.Slæmur málstaður Þessar breytingar hafa verið gagnrýndar sem sést eflaust best í hátíðinni Airwhales sem haldin er í sömu viku og Airwaves á hótelinu Hlemmi Square. Yfirlýst markmið Airwhales er að fanga aftur þá stemningu sem fylgdi Off venue-viðburðunum. Framkvæmdastjóri Senu er heldur ósáttur við þessa hátíð.Frá Airwaves árið 2016.FBL/Andri Marinó„Ef fólkið, sem stofnaði hátíðina Airwhales uppi á Hlemmi, telur sig vera að verja einhvern góðan málstað, þá tel ég það á mjög miklum misskilningi byggt. Airwaves er rekin af hugsjón og frumtilgangurinn er að koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri. Við erum líka í rekstri, þetta er vara sem við erum að selja. Það er ekki hægt að stilla sambærilegri vöru sem kostar ekkert inn á við hlið okkar vöru. Mér finnst frekar ljótt og leiðinlegt að stofna einhverja hátíð á sama tíma og okkar hátíð er og búa til eitthvað nafn sem hljómar næstum því nákvæmlega eins og okkar nafn,“ segir Ísleifur.Fara gegn hátíðinni Hann segir gríðarlega vinnu lagða í Airwaves sem nýtur stuðnings Reykjavíkurborgar og Icelandair. Eitt af markmiðum hátíðarinnar er einnig að fjölga ferðamönnum á Íslandi yfir vetrartímann sem hótel njóta góðs af. „Það er unnið í þessu allt árið og verið að reyna að bjarga hátíðinni. Mér finnst þetta bara lélegt að gera þetta. Að reyna að take-a hátíðina. Þau eru ekki að gera listamönnum neinn greiða með þessu. Ég held að það sé einhver staður þarna sem er að reyna að fá fólk inn, á bakinu á listamönnum og Airwaves, til að kaupa af sér bjór og mat,“ segir Ísleifur. Hann segist efast um að Sena Live muni leggja mikið púður í að eltast við Airwhales. „Ég vil bara lýsa því yfir að mér finnst þetta lélegt. Þeir eru að fara gegn hátíðinni og þar með íslenskum listamönnum. Þeir láta þetta hljóma eins verið sé að berjast fyrir góðum málstað, það er bara misskilningur. Það er ekki góður málstaður að berjast fyrir því að fara í það Off venue fyrirkomulag sem var. Það er ekki hægt að byggja hátíð á heimsmælikvarða sem kostar ekkert inn á. Það koma engar tekjur ef það er ekki hægt að selja inn á hana. Þeir eru þar með að fara gegn hátíðinni og íslenskum listamönnum.“Ísleifur er fremur harðorður í garð hátíðarinnar Airwhales.fréttablaðið/ernirÁsamt því að fækka tónlistarmönnum og Off venue-viðburðum hefur boðsmiðum á hátíðina verið fækkað. Í fyrra voru þeir um 2.000 talsins en flestir fóru þeir til listamanna sem léku á hátíðinni. Von er á fimm hundruð erlendum fjölmiðlamönnum til landsins sem munu fjalla um hátíðina.Vill huga að þeim sem fá ekki tækifæri Forsvarsmaður Airwhales er Bretinn James Cox. Hann segir dagskrá utan Airwaves hafa beint sviðsljósinu enn frekar að íslenskri tónlist. Einnig þurfi að huga að fólkinu sem hefur ekki efni á að sækja hátíðina. „Airwhales er ný tónlistarhátíð sem við höldum á Hlemmi Square. Hún stendur yfir í þrjá daga og kostar ekkert inn á hana. Við verðum með tuttugu listamenn á henni,“ segir Cox. Hann segir hátíðina hafa fæðst vegna breytinganna á Airwaves.James Cox, forsvarsmaður Airwhales.Vísir/Egill„Off-venue-viðburðum hefur fækkað umtalsvert og því miklu færri tækifæri fyrir nýja listamenn að sýna sig og sanna fyrir sviðsljósinu erlendra fjölmiðla. Við vildum endurheimta þessa stemningu og gefa listamönnum sem ekki fá að koma fram á Airwaves tækifæri til að koma fram þessa daga sem hátíðin fer fram,“ segir Cox. Hann telur Off-venue umræðuna ekki snúast einvörðungu um listamenn sem fá ekki að spila á Airwaves. „Þetta snýst líka um fólkið sem hefur ekki efni á að kaupa sér miða á hátíðina. Það er dýrt að lifa á Íslandi. Sumir hafa ekki efni á miða og því mikilvægt að þetta fólk hafi möguleika á að sjá nýja og spennandi listamenn,“ segir Cox.Eigandi Hlemms Square gagnrýndi Airwaves í fyrra Hann telur Airwhales ekki brjóta á vörumerkjarétti Airwaves. „Við höfum náð að stofna eitthvað flott og skemmtilegt með þessari hátíð. Við viljum tryggja að listamenn hafi tækifæri á að koma sér á framfæri og fólkið hafi sömuleiðis tækifæri á að sjá þá.“ Eigandi Hlemms Square er Klaus Ortlieb en hann gagnrýndi harðlega nýtt fyrirkomulag Airwaves í fyrra og kvaðst ekki ætla að vera með í dagskrá hátíðarinnar líkt og fyrri ár. Airwaves Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir „Við viljum ekki vera þau sem eyðilögðu Airwaves“ Iceland Airwaves hefst næstkomandi miðvikudag og stendur fram á laugardag. Sena Live heldur nú utan um hátíðina að öllu leyti í annað sinn og segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdstjóri Senu Live, undirbúning hafa gengið vel. 1. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Erlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Senu Live segir lélegt af forráðamönnum nýrrar tónlistarhátíðar að reyna að nýta sér vörumerki Airwaves til að selja bjór og mat. Forsvarsmaður Airwhales segist hins vegar vilja tryggja aðgang fólksins að frábærri tónlist og fanga þá stemningu sem fylgdi Off venue-viðburðum Airwaves. Fjöldi listamanna kemur fram á hátíðinni, sem hefst á miðvikudag. en hápunktur hennar er án ef tónleikar Of Monsters and Men í Valshöllinni á laugardag. Sena Live hefur undafarin ár séð um rekstur Airwaves. Hefur talsverður þungi farið í tiltekt eftir mikinn taprekstur undanfarin ár. „Þetta er allt í rétta átt. Við sennilega töpum smá peningum, en miklu minna en í fyrra. Við höfum trú á því að á næsta ári náum við að koma þessu á núllið. Að við séum að nálgast einhverja formúlu sem virkar og allir verði ánægðir með hátíðina,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live.Frá tónleikum Geisha Cartel á Hard Rock á Airwaves í fyrra.FBL/ERNIRDrógu úr Off-venue Sena ákvað að skera upp herör gegn ókeypis utan dagskrár viðburðum, eða Off-venue, sem drógu úr sölu á armböndum. Fékk Sena Live einkarétt á vörumerkinu Airwaves sem og Off Venue. Hafa þeir rekstraraðilar sem vilja vera hluti af hátíðinni þurft að greiða gjald fyrir það til Senu Live. Þurfti Sena Live í fyrra að taka á þeim stöðum sem reyndu að nýta sér vörumerki Airwaves án þess að greiða fyrir það. Þá hefur listamönnum sem koma fram verið fækkað til að auka líkur á að betur takist að koma íslenskri tónlist á framfæri erlendis, líkt og markmið hátíðarinnar er. Komu 200 tónlistarmenn og hljómsveitir fram í fyrra en 150 í ár. Munu fleiri hljómsveitir og listamenn þar af leiðandi fá tækifæri til að koma tvisvar fram á meðan hátíðinni stendur.Slæmur málstaður Þessar breytingar hafa verið gagnrýndar sem sést eflaust best í hátíðinni Airwhales sem haldin er í sömu viku og Airwaves á hótelinu Hlemmi Square. Yfirlýst markmið Airwhales er að fanga aftur þá stemningu sem fylgdi Off venue-viðburðunum. Framkvæmdastjóri Senu er heldur ósáttur við þessa hátíð.Frá Airwaves árið 2016.FBL/Andri Marinó„Ef fólkið, sem stofnaði hátíðina Airwhales uppi á Hlemmi, telur sig vera að verja einhvern góðan málstað, þá tel ég það á mjög miklum misskilningi byggt. Airwaves er rekin af hugsjón og frumtilgangurinn er að koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri. Við erum líka í rekstri, þetta er vara sem við erum að selja. Það er ekki hægt að stilla sambærilegri vöru sem kostar ekkert inn á við hlið okkar vöru. Mér finnst frekar ljótt og leiðinlegt að stofna einhverja hátíð á sama tíma og okkar hátíð er og búa til eitthvað nafn sem hljómar næstum því nákvæmlega eins og okkar nafn,“ segir Ísleifur.Fara gegn hátíðinni Hann segir gríðarlega vinnu lagða í Airwaves sem nýtur stuðnings Reykjavíkurborgar og Icelandair. Eitt af markmiðum hátíðarinnar er einnig að fjölga ferðamönnum á Íslandi yfir vetrartímann sem hótel njóta góðs af. „Það er unnið í þessu allt árið og verið að reyna að bjarga hátíðinni. Mér finnst þetta bara lélegt að gera þetta. Að reyna að take-a hátíðina. Þau eru ekki að gera listamönnum neinn greiða með þessu. Ég held að það sé einhver staður þarna sem er að reyna að fá fólk inn, á bakinu á listamönnum og Airwaves, til að kaupa af sér bjór og mat,“ segir Ísleifur. Hann segist efast um að Sena Live muni leggja mikið púður í að eltast við Airwhales. „Ég vil bara lýsa því yfir að mér finnst þetta lélegt. Þeir eru að fara gegn hátíðinni og þar með íslenskum listamönnum. Þeir láta þetta hljóma eins verið sé að berjast fyrir góðum málstað, það er bara misskilningur. Það er ekki góður málstaður að berjast fyrir því að fara í það Off venue fyrirkomulag sem var. Það er ekki hægt að byggja hátíð á heimsmælikvarða sem kostar ekkert inn á. Það koma engar tekjur ef það er ekki hægt að selja inn á hana. Þeir eru þar með að fara gegn hátíðinni og íslenskum listamönnum.“Ísleifur er fremur harðorður í garð hátíðarinnar Airwhales.fréttablaðið/ernirÁsamt því að fækka tónlistarmönnum og Off venue-viðburðum hefur boðsmiðum á hátíðina verið fækkað. Í fyrra voru þeir um 2.000 talsins en flestir fóru þeir til listamanna sem léku á hátíðinni. Von er á fimm hundruð erlendum fjölmiðlamönnum til landsins sem munu fjalla um hátíðina.Vill huga að þeim sem fá ekki tækifæri Forsvarsmaður Airwhales er Bretinn James Cox. Hann segir dagskrá utan Airwaves hafa beint sviðsljósinu enn frekar að íslenskri tónlist. Einnig þurfi að huga að fólkinu sem hefur ekki efni á að sækja hátíðina. „Airwhales er ný tónlistarhátíð sem við höldum á Hlemmi Square. Hún stendur yfir í þrjá daga og kostar ekkert inn á hana. Við verðum með tuttugu listamenn á henni,“ segir Cox. Hann segir hátíðina hafa fæðst vegna breytinganna á Airwaves.James Cox, forsvarsmaður Airwhales.Vísir/Egill„Off-venue-viðburðum hefur fækkað umtalsvert og því miklu færri tækifæri fyrir nýja listamenn að sýna sig og sanna fyrir sviðsljósinu erlendra fjölmiðla. Við vildum endurheimta þessa stemningu og gefa listamönnum sem ekki fá að koma fram á Airwaves tækifæri til að koma fram þessa daga sem hátíðin fer fram,“ segir Cox. Hann telur Off-venue umræðuna ekki snúast einvörðungu um listamenn sem fá ekki að spila á Airwaves. „Þetta snýst líka um fólkið sem hefur ekki efni á að kaupa sér miða á hátíðina. Það er dýrt að lifa á Íslandi. Sumir hafa ekki efni á miða og því mikilvægt að þetta fólk hafi möguleika á að sjá nýja og spennandi listamenn,“ segir Cox.Eigandi Hlemms Square gagnrýndi Airwaves í fyrra Hann telur Airwhales ekki brjóta á vörumerkjarétti Airwaves. „Við höfum náð að stofna eitthvað flott og skemmtilegt með þessari hátíð. Við viljum tryggja að listamenn hafi tækifæri á að koma sér á framfæri og fólkið hafi sömuleiðis tækifæri á að sjá þá.“ Eigandi Hlemms Square er Klaus Ortlieb en hann gagnrýndi harðlega nýtt fyrirkomulag Airwaves í fyrra og kvaðst ekki ætla að vera með í dagskrá hátíðarinnar líkt og fyrri ár.
Airwaves Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir „Við viljum ekki vera þau sem eyðilögðu Airwaves“ Iceland Airwaves hefst næstkomandi miðvikudag og stendur fram á laugardag. Sena Live heldur nú utan um hátíðina að öllu leyti í annað sinn og segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdstjóri Senu Live, undirbúning hafa gengið vel. 1. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Erlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira
„Við viljum ekki vera þau sem eyðilögðu Airwaves“ Iceland Airwaves hefst næstkomandi miðvikudag og stendur fram á laugardag. Sena Live heldur nú utan um hátíðina að öllu leyti í annað sinn og segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdstjóri Senu Live, undirbúning hafa gengið vel. 1. nóvember 2019 13:15