Vinnueftirlit og lögregla vissu ekki af sprengiefninu í Njarðvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2019 18:28 Yfirvöld höfðu engar upplýsingar um að hundrað og fimmtíu kíló af sprengiefni hefðu verið geymd í gámi í Njarðvík. Ekki er útilokað að sprengiefni sé geymt víðar við óviðundandi aðstæður. Eftir að yfirvöld fengu upplýsingar um að sprengiefni væri geymt gámi á iðnaðarsvæði nærri fyrirtækjum og íbúðarhúsum í Njarðvík á föstudag, hófust umfangsmiklar rýmingar á meðan sprengjusérfræðingar athöfnuðu sig á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum var sprengiefnið, sem var dínamít, orðið óstöðugt og hætta á að það gæti sprungið. Aðgerðir sprengjusérfræðinga tóku margar klukkustundir.Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, segir alveg skýrt hvernig geyma skuli sprengiefni.Vísir/SigurjónAlveg skýrt hvernig meðhöndla á sprengiefni Skýrar reglur eru í reglugerð um hvernig sprengiefni skuli meðhöndlað og geymt. Færanlega sprengiefnageymslur skal tilkynntar til yfirvalda. Sé leyfi veitt á lögregla að tilkynna það til slökkviliðs og Vinnueftirlits. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði eigandi sprengiefnisins í Njarðvík á föstudag, ekki fengið leyfi yfirvalda til geymslu. „Við vissum ekki af þessum gámi. Við höldum skrá um alla sprengiefnagáma en þessi gámur var ekki skráður inn í okkar kerfi, þannig að við vissum ekki um þetta,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Guðmundur segir að sprengiefni eigi að geyma í viðurkenndum gámum. Sé leyfi gefið fyrir slíkri geymslu þarf leyfi frá Vinnueftirliti og svo lögreglustjóra fyrir staðsetningu. Hvort fleiri gámar sem geymi sprengiefni við óviðunandi aðstæður segir Guðmundur. „Það er ekki hægt að útiloka það en ég held að það séu mjög fá og að þetta sé mjög sjaldgæft mál. Alveg einstakt,“Færanlegar sprengiefnageymslur þurfa að vera viðurkenndar líkt og hér sést.Vísir/SigurjónGeymslur undir sprengiefni þurfa að vera viðurkenndar Nokkrir tugir tonna af sprengiefni séu í umferð á Íslandi. En það magnið geti þó verið mismundandi eftir verkefnastöðu verktaka. Tveir birgjar hafa heimild til þess að flytja sprengiefni inn til landsins en þá geta verktakar sótt um undanþágu fyrir innflutningi í einstökum verkefnum allt háð eftirliti Vinnueftirlitsins. „Eftirlit er alltaf hægt að bæta vegna þess að aðstæður geta komið upp þar sem að menn séu að geyma vitandi eða jafnvel óafvitandi efni einhverstaðar. En það ætti auðvitað ekki að vera þannig vegna þess að þeir einu sem mega meðhöndla sprengiefni eru með leyfi og þeir eiga að vita hvaða hætta er samfara því að geyma slíkt efni,“ segir Guðmundur. Almannavarnir Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið. 1. nóvember 2019 21:43 Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Eigandi sprengiefnisins segir það ekki hafa „fundist“ Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi. 2. nóvember 2019 12:49 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Yfirvöld höfðu engar upplýsingar um að hundrað og fimmtíu kíló af sprengiefni hefðu verið geymd í gámi í Njarðvík. Ekki er útilokað að sprengiefni sé geymt víðar við óviðundandi aðstæður. Eftir að yfirvöld fengu upplýsingar um að sprengiefni væri geymt gámi á iðnaðarsvæði nærri fyrirtækjum og íbúðarhúsum í Njarðvík á föstudag, hófust umfangsmiklar rýmingar á meðan sprengjusérfræðingar athöfnuðu sig á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum var sprengiefnið, sem var dínamít, orðið óstöðugt og hætta á að það gæti sprungið. Aðgerðir sprengjusérfræðinga tóku margar klukkustundir.Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, segir alveg skýrt hvernig geyma skuli sprengiefni.Vísir/SigurjónAlveg skýrt hvernig meðhöndla á sprengiefni Skýrar reglur eru í reglugerð um hvernig sprengiefni skuli meðhöndlað og geymt. Færanlega sprengiefnageymslur skal tilkynntar til yfirvalda. Sé leyfi veitt á lögregla að tilkynna það til slökkviliðs og Vinnueftirlits. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði eigandi sprengiefnisins í Njarðvík á föstudag, ekki fengið leyfi yfirvalda til geymslu. „Við vissum ekki af þessum gámi. Við höldum skrá um alla sprengiefnagáma en þessi gámur var ekki skráður inn í okkar kerfi, þannig að við vissum ekki um þetta,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Guðmundur segir að sprengiefni eigi að geyma í viðurkenndum gámum. Sé leyfi gefið fyrir slíkri geymslu þarf leyfi frá Vinnueftirliti og svo lögreglustjóra fyrir staðsetningu. Hvort fleiri gámar sem geymi sprengiefni við óviðunandi aðstæður segir Guðmundur. „Það er ekki hægt að útiloka það en ég held að það séu mjög fá og að þetta sé mjög sjaldgæft mál. Alveg einstakt,“Færanlegar sprengiefnageymslur þurfa að vera viðurkenndar líkt og hér sést.Vísir/SigurjónGeymslur undir sprengiefni þurfa að vera viðurkenndar Nokkrir tugir tonna af sprengiefni séu í umferð á Íslandi. En það magnið geti þó verið mismundandi eftir verkefnastöðu verktaka. Tveir birgjar hafa heimild til þess að flytja sprengiefni inn til landsins en þá geta verktakar sótt um undanþágu fyrir innflutningi í einstökum verkefnum allt háð eftirliti Vinnueftirlitsins. „Eftirlit er alltaf hægt að bæta vegna þess að aðstæður geta komið upp þar sem að menn séu að geyma vitandi eða jafnvel óafvitandi efni einhverstaðar. En það ætti auðvitað ekki að vera þannig vegna þess að þeir einu sem mega meðhöndla sprengiefni eru með leyfi og þeir eiga að vita hvaða hætta er samfara því að geyma slíkt efni,“ segir Guðmundur.
Almannavarnir Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið. 1. nóvember 2019 21:43 Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Eigandi sprengiefnisins segir það ekki hafa „fundist“ Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi. 2. nóvember 2019 12:49 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið. 1. nóvember 2019 21:43
Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00
Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47
Eigandi sprengiefnisins segir það ekki hafa „fundist“ Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi. 2. nóvember 2019 12:49