Viðskipti innlent

Ómar Úlfur gerður að dagskrárstjóra X-977

Samúel Karl Ólason skrifar
Dagskrárgerðarmaðurinn Ómar Úlfur Eyþórsson var á dögunum gerður dagskrárstjóri X-977.
Dagskrárgerðarmaðurinn Ómar Úlfur Eyþórsson var á dögunum gerður dagskrárstjóri X-977.
Dagskrárgerðarmaðurinn Ómar Úlfur Eyþórsson var á dögunum gerður dagskrárstjóri X-977. Ekki hefur verið starfandi dagskrárstjóri á stöðinni undanfarin ár en skipun Ómars er til komin til að skerpa á stefnu og framtíðarsýn stöðvarinnar, samkvæmt tilkynningu.

Ómar Úlfur mun sinna starfinu samhliða dagskrárgerð á stöðinni eins og verið hefur.

Í áðurnefndri tilkynningu er haft eftir Ómari að engar meiriháttar stefnubreytingar séu í farvatninu en þó megi alltaf efla X-977 sem hafi verið í mikilli sókn undanfarið. Það verði gert í nánu samstarfi við íslenskt tónlistarfólk og tónlistarbransann í heild sinni.

„Hlustunartölur sýna að nægur áhugi er á útvarpi og dagskrárefni ýmiskonar og verður gaman að efla það enn frekar með því hæfileikaríka fólki sem starfar á stöðinni.“

Vísir er í eigu Sýnar sem á X-ið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×