Nasisti ætlaði að sprengja bænahús í loft upp Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2019 20:56 Einn útsendari FBI hafði upprunalega samband við Holzer í gegnum Facebook. Sá þóttist vera ung kona sem styddi málstað nýnasista. Vísir/Getty Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku á föstudaginn mann sem ætlaði sér að sprengja bænahús gyðinga í loft upp. Hinn 27 ára Richard Holzer vildi jafna húsið, sem er í Pueblo í Colorado, við jörðu og sagði að árásin yrði liður í heilögu stríði kynþátta. Hann sagði útsendurum sem þóttust vera hliðhollir honum að hann vildi sömuleiðis eitra fyrir gyðingum í borginni. Einn útsendari FBI hafði upprunalega samband við Holzer í gegnum Facebook. Sá þóttist vera ung kona sem styddi málstað nýnasista. Í samskiptum þeirra sagðist Holzer vera nýnasisti og fyrrverandi meðlimir Ku Klux Klan. Holzer sagðist upprunalega vilja beita bensínsprengjum gegn bænahúsinu en sagðist svo vilja beita einhverju öflugra. Útsendarar FBI sem voru í samskiptum við hann sögðust geta útvegað rörasprengjur og dínamít. Þann 1. nóvember hitti Holzer þrjá útsendara FBI og mætti hann skreyttur nasistatáknum á fund þeirra. Hann var svo handtekinn þegar hann tók á móti gervi-sprengjum frá útsendurunum og sagði þeim að hann ætlaði að nota sprengjurnar seinna á föstudeginum.Samkvæmt ákæru var hann spurður hvað hann myndi gera ef einhver yrði í bænahúsinu. Þá sagði hann að honum væri alveg sama. Það yrðu ekkert nema gyðingar þar inni. Hann játaði að hafa ætlað að fremja árásina. Verði hann fundinn sekur gæti hann setið í fangelsi í allt að tuttugu ár. Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku á föstudaginn mann sem ætlaði sér að sprengja bænahús gyðinga í loft upp. Hinn 27 ára Richard Holzer vildi jafna húsið, sem er í Pueblo í Colorado, við jörðu og sagði að árásin yrði liður í heilögu stríði kynþátta. Hann sagði útsendurum sem þóttust vera hliðhollir honum að hann vildi sömuleiðis eitra fyrir gyðingum í borginni. Einn útsendari FBI hafði upprunalega samband við Holzer í gegnum Facebook. Sá þóttist vera ung kona sem styddi málstað nýnasista. Í samskiptum þeirra sagðist Holzer vera nýnasisti og fyrrverandi meðlimir Ku Klux Klan. Holzer sagðist upprunalega vilja beita bensínsprengjum gegn bænahúsinu en sagðist svo vilja beita einhverju öflugra. Útsendarar FBI sem voru í samskiptum við hann sögðust geta útvegað rörasprengjur og dínamít. Þann 1. nóvember hitti Holzer þrjá útsendara FBI og mætti hann skreyttur nasistatáknum á fund þeirra. Hann var svo handtekinn þegar hann tók á móti gervi-sprengjum frá útsendurunum og sagði þeim að hann ætlaði að nota sprengjurnar seinna á föstudeginum.Samkvæmt ákæru var hann spurður hvað hann myndi gera ef einhver yrði í bænahúsinu. Þá sagði hann að honum væri alveg sama. Það yrðu ekkert nema gyðingar þar inni. Hann játaði að hafa ætlað að fremja árásina. Verði hann fundinn sekur gæti hann setið í fangelsi í allt að tuttugu ár.
Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira