Vilja rækta papaja og mangó í Ölfusi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. nóvember 2019 06:15 Íslenskir bananar í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Fréttablaðið/Vilhelm Félagið Paradise Farms og sveitarfélagið Ölfus hafa ákveðið að ganga frá viljayfirlýsingu um að félagið fái leigða allt að 50 hektara sem ætlaðir verði undir vistvæna matvælaframleiðslu og þá sérstaklega stór gróðurhús. „Félagið hyggst fyrst um sinn framleiða tómata, kál, paprikur og annað hefðbundið grænmeti og bæta síðan við framleiðslu á mangó, avocado, bönunum, papaya og fleira,“ segir um áformin í fundargerð sveitarstjórnar Ölfuss. „Við erum að velta fyrir okkur hvort við getum gert Ísland að matvælalandi heimsins,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Félags garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms sem sagt er stefna að fimm þúsund tonna framleiðslu fyrsta árið og horfa sérstaklega til útflutnings.“ Erlendir fjárfestar standa að félaginu. Gunnar segir að gert sé ráð fyrir eitt hundrað þúsund fermetrum undir gleri – með stækkunarmöguleika upp í fimm hundruð þúsund fermetra sem samsvarar áðurnefndum 50 hekturum. „Það þarf ríflegt olnbogapláss ef þetta á að verða að veruleika,“ segir hann. Aðspurður hvort raunhæft sé að rækta hér hinar suðrænu ávaxtategundir sem fyrr eru nefndar kveður Gunnar það háð orkuverði. Óformlegar viðræður hafi átt sér stað um það atriði. „Þetta snýst um það að við fáum orku, bæði rafmagn og heitt vatn, á skynsamlegu verði,“ segir hann. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, bendir á að mannkynið þurfi á næstu fjörutíu árum að framleiða jafn mikið af matvælum og næstu átta þúsund árin þar á undan. Ölfus hafi mikla sérstöðu og hafi þá stefnu að marka sér sérstöðu í framleiðslu á umhverfisvænum matvælum. „Hér erum við með 730 ferkílómetra af landi og stóran hluta á lágsléttu. Við erum með sennilega stærstu vatnsgeyma í jörðu á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Og við erum með eitt orkuríkasta svæði landsins og svo erum við með inn- og útflutningshöfn.“ Sveitarstjórn Ölfuss hefur einnig samþykkt að skrifa undir viljayfirlýsingu um að skoða möguleika á að félagið Iceland Circular fái úthlutað allt að 50 hektara lóð. „Á lóðinni stefnir Iceland Circular að því að byggja upp umhverfisvæna iðngarða til matvælaframleiðslu þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi,“ segir um áætlanir Iceland Circular. Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Félagið Paradise Farms og sveitarfélagið Ölfus hafa ákveðið að ganga frá viljayfirlýsingu um að félagið fái leigða allt að 50 hektara sem ætlaðir verði undir vistvæna matvælaframleiðslu og þá sérstaklega stór gróðurhús. „Félagið hyggst fyrst um sinn framleiða tómata, kál, paprikur og annað hefðbundið grænmeti og bæta síðan við framleiðslu á mangó, avocado, bönunum, papaya og fleira,“ segir um áformin í fundargerð sveitarstjórnar Ölfuss. „Við erum að velta fyrir okkur hvort við getum gert Ísland að matvælalandi heimsins,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Félags garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms sem sagt er stefna að fimm þúsund tonna framleiðslu fyrsta árið og horfa sérstaklega til útflutnings.“ Erlendir fjárfestar standa að félaginu. Gunnar segir að gert sé ráð fyrir eitt hundrað þúsund fermetrum undir gleri – með stækkunarmöguleika upp í fimm hundruð þúsund fermetra sem samsvarar áðurnefndum 50 hekturum. „Það þarf ríflegt olnbogapláss ef þetta á að verða að veruleika,“ segir hann. Aðspurður hvort raunhæft sé að rækta hér hinar suðrænu ávaxtategundir sem fyrr eru nefndar kveður Gunnar það háð orkuverði. Óformlegar viðræður hafi átt sér stað um það atriði. „Þetta snýst um það að við fáum orku, bæði rafmagn og heitt vatn, á skynsamlegu verði,“ segir hann. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, bendir á að mannkynið þurfi á næstu fjörutíu árum að framleiða jafn mikið af matvælum og næstu átta þúsund árin þar á undan. Ölfus hafi mikla sérstöðu og hafi þá stefnu að marka sér sérstöðu í framleiðslu á umhverfisvænum matvælum. „Hér erum við með 730 ferkílómetra af landi og stóran hluta á lágsléttu. Við erum með sennilega stærstu vatnsgeyma í jörðu á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Og við erum með eitt orkuríkasta svæði landsins og svo erum við með inn- og útflutningshöfn.“ Sveitarstjórn Ölfuss hefur einnig samþykkt að skrifa undir viljayfirlýsingu um að skoða möguleika á að félagið Iceland Circular fái úthlutað allt að 50 hektara lóð. „Á lóðinni stefnir Iceland Circular að því að byggja upp umhverfisvæna iðngarða til matvælaframleiðslu þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi,“ segir um áætlanir Iceland Circular.
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira