Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2019 14:49 Stríð eiturlyfjahringja hefur staðið í Mexíkó um langt skeið. Getty Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshóps úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Í frétt BBC segir að auk barnanna sex hafi þrjár konur látið lífið í árásinni, mæður barnanna, en fólkið ferðaðist í bílalest. Að sögn fjölskyldu fólksins eiga tvö börnin að hafa verið innan við árs gömul. Öryggismálaráðherra Mexíkó segir að svo virðist sem að ráðist hafi verið á hópinn fyrir mistök, en eiturlyfjahringir hafa lengi átt í átökum á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann segir LeBaron-hópinn vera yndislega fjölskyldu og vini sem hafi lent í miðjum átökum tveggja eiturlyfjahringja. Sagði hann Bandaríkin reiðubúin að aðstoða við að ná tökum á ástandinu í Mexíkó þar sem vandamál og ítök eiturlyfjahringja eru mjög mikil.....monsters, the United States stands ready, willing & able to get involved and do the job quickly and effectively. The great new President of Mexico has made this a big issue, but the cartels have become so large and powerful that you sometimes need an army to defeat an army! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2019Bílalestin var á leið frá Bavispe í Sonora og leiðinni til La Mora í Chihuahua-ríki þegar árásin var gerð. Hafi árásarmennirnir setið fyrir þeim í Bavispe. Búið var að kveikja í bíl fólksins og fannst hann í vegarkanti ásamt líkamsleifum fólksins. Hafa borist fréttir af því að einhverjir hafi verið skotnir þar sem þeir reyndu að flýja af vettvangi. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Chihuahua og Sonora segir að rannsókn verði gerð á árásinni og öryggissveitir sendar á vettvang. Claudia Pavlovich Arellano, ríkisstjóri Sonora, lýsti árásarmönnunum sem „skrímslum“ á Twitter-síðu sinni. Börnin sem létust voru nokkurra mánaða gamlir tvíburar, ellefu, níu, sex og fjögurra ára. Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshóps úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Í frétt BBC segir að auk barnanna sex hafi þrjár konur látið lífið í árásinni, mæður barnanna, en fólkið ferðaðist í bílalest. Að sögn fjölskyldu fólksins eiga tvö börnin að hafa verið innan við árs gömul. Öryggismálaráðherra Mexíkó segir að svo virðist sem að ráðist hafi verið á hópinn fyrir mistök, en eiturlyfjahringir hafa lengi átt í átökum á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann segir LeBaron-hópinn vera yndislega fjölskyldu og vini sem hafi lent í miðjum átökum tveggja eiturlyfjahringja. Sagði hann Bandaríkin reiðubúin að aðstoða við að ná tökum á ástandinu í Mexíkó þar sem vandamál og ítök eiturlyfjahringja eru mjög mikil.....monsters, the United States stands ready, willing & able to get involved and do the job quickly and effectively. The great new President of Mexico has made this a big issue, but the cartels have become so large and powerful that you sometimes need an army to defeat an army! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2019Bílalestin var á leið frá Bavispe í Sonora og leiðinni til La Mora í Chihuahua-ríki þegar árásin var gerð. Hafi árásarmennirnir setið fyrir þeim í Bavispe. Búið var að kveikja í bíl fólksins og fannst hann í vegarkanti ásamt líkamsleifum fólksins. Hafa borist fréttir af því að einhverjir hafi verið skotnir þar sem þeir reyndu að flýja af vettvangi. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Chihuahua og Sonora segir að rannsókn verði gerð á árásinni og öryggissveitir sendar á vettvang. Claudia Pavlovich Arellano, ríkisstjóri Sonora, lýsti árásarmönnunum sem „skrímslum“ á Twitter-síðu sinni. Börnin sem létust voru nokkurra mánaða gamlir tvíburar, ellefu, níu, sex og fjögurra ára.
Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira