Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2019 12:15 Kurt Volker sendi ráðgjafa Zelenskíj Úkraínuforseta nákvæmt orðalag fyrir tilkynningu um rannsóknir sem Trump sóttist eftir. Volker sagði af sér skömmu eftir að rannsókn Bandaríkjaþings hófst. Vísir/EPA Þáverandi sendifulltrúi ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sendi nánasta ráðgjafa Úkraínuforseta nákvæmt orðalag sem hann vildi að úkraínsk stjórnvöld notuðu þegar þau tilkynntu um rannsóknir á pólitískum andstæðingum Trump. Annar sendiherra Bandaríkjanna breytti framburði sínum í gær og segir nú að Trump hafi skilyrt hernaðaraðstoð til Úkraínu við að þarlend stjórnvöld yrðu við kröfum hans um pólitískan greiða. Þrjár nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka hvort Trump hafi misbeitt valdi sínu með því að krefjast þess að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu pólitíska andstæðinga hans á vafasömum forsendum birtu eftirrit af framburði tveggja erindreka sem sáu að miklu leyti um samskiptin við úkraínsk stjórnvöld. Framburðirnir fóru fram á bak við luktar dyr í síðasta mánuði. Þar kom meðal annars fram að Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, sendi þingnefndunum yfirlýsingu til að breyta upphaflegum framburði sínum á mánudag. Sondland segist nú hafa tjáð Andrei Jermak, aðalráðgjafa Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, að hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt fengist líklega ekki afhent nema stjórnvöld í Kænugarði tilkynntu opinberlega um rannsókn á Joe Biden, mögulegum mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári, og Demókrataflokknum. Nýr framburður Sondland grefur undan málsvörn Trump og bandamanna hans um að engin „kaup kaups“ hafi átt sér stað í samskiptum hans við Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, og ríkisstjórn hans. Sondland, sem var hótelkeðjueigandi og fjárhagslegur bakhjarl repúblikana og Trump forseta, hefur verið talinn hollur forsetanum. Trump fól honum og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúa Bandaríkjanna vegna átakanna í Austur-Úkraínu, að sjá um samskipti við úkraínsk stjórnvöld ásamt Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni forsetans. Saman þrýstu þeir á úkraínska embættismenn að tilkynna um rannsóknir sem Trump sóttist eftir og gætu reynst honum persónulega verðmætar pólitískt í aðdraganda kosninga á næsta ári.Andrei Jermak er nánasti ráðgjafi Zelenskíj Úkraínuforseta.Vísir/EPAÁtti að tengja rannsóknir við forsetakosningarnar 2016 Framburði Sondland og Volker fylgdi fjöldi textaskilaboða sem fóru á milli þeirra og Williams Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, að því er segir í frétt Politico. Þar kom skýrt fram hversu mikla áherslu þeir lögðu á að úkraínsk stjórnvöld tilkynntu opinberlega um rannsóknirnar sem Trump sóttist eftir. Þannig sendi Volker skilaboð til Jermak, ráðgjafa Zelenskíj, með nákvæmu orðalagi sem hann vildi að úkraínsk stjórnvöld notuðu þegar þau tilkynntu um rannsóknirnar. Þar er vísað til úkraínsks olíufyrirtækis þar sem sonur Joe Biden var stjórnarmeðlimur þegar faðir hans var varaforseti og stoðlausrar samsæriskenningar Trump og bandamanna hans um að það hafi raunverulega verið Úkraínumenn, ekki Rússar, sem höfðu afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. „Sérstaka áherslu ætti að leggja á vandamálið með afskipti af pólitísku ferli í Bandaríkjunum, sérstaklega varðandi meina þátttöku sumra úkraínskra stjórnmálamanna. Ég vil lýsa því yfir að þetta er óviðunandi. Við ætlum að hefja og ljúka gegnsærri og óhlutdrægri rannsókn á öllum staðreyndum og atvikum sem liggja fyrir, þar á meðal þeim sem tengjast Burisma og bandarísku kosningunum árið 2016 sem mun á móti koma í veg fyrir að þetta vandamál endurtaki sig í framtíðinni,“ vildi Bandaríkjastjórn að Zelenskíj segði opinberlega. Úkraínsk stjórnvöld gáfu á endanum ekki frá sér slíka yfirlýsingu. Volker sagði af sér skömmu eftir að rannsókn Bandaríkjaþings hófst í september.WOW: Kurt Volker TEXTED to a top Ukrainian official the script they wanted Zelensky to read to announce the Burisma (i.e. Biden)/2016 election investigaitons.The latest:https://t.co/g9bkSdlarwThe text: pic.twitter.com/GpQPSiBrDw— Kyle Cheney (@kyledcheney) November 5, 2019 Endurtók það sem forsetinn sagði honum Átta dögum eftir að Sondland tjáði Jermak, ráðgjafa Zelenskíj, að hernaðaraðstoðin væri háð því að Úkraínumenn hæfu rannsóknirnar sem Trump sóttist eftir fullyrti hann við Taylor, stafandi sendiherra, að Trump forseti hefði verið afdráttarlaus um að engin „kaup kaups“ ættu sér stað vegna hernaðaraðstoðarinnar. Taylor hafði þá lýst áhyggjum af því að hernaðaraðstoðin væri notuð til að knýja fram aðstoð erlends ríkis við stjórnmálaframboð Trump. Sondland sagði þingnefndunum að þegar hann sendi Taylor skilaboðin hafi hann aðeins endurtekið það sem Trump hafði sagt honum í símtali. Það símtal átti sér stað sama dag og Hvíta húsið fékk spurnir af því að leyniþjónustumaður hefði kvartað undan því að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu í símtali við Zelenskíj í júlí. Taylor var starfandi sendiherra á þeim tíma sem þrýstingurinn á úkraínsk stjórnvöld átti sér stað vegna þess að Trump rak Marie Yovanovitch, þáverandi sendiherra, skyndilega í maí. Hún og fleiri vitni hafa fullyrt að Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, hefði unnið að því að ryðja henni úr vegi.Gordon Sondland er hótelkeðjueigandi og fjárhagslegur Trump og repúblikana. Hann var gerður sendiherra gagnvart ESB þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu af opinberum erindrekstri.AP/Pablo Martinez MonsivaisLöngu hrakin samsæriskenning um tölvupóstþjón demókrata Í framburði Volker var einnig að finna lýsingar á stækri andúð Trump á Úkraínu. Sú andúð virðist byggjast á samsæriskenningu um að það hafi verið Úkraína en ekki Rússland sem reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem Trump vann árið 2016. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, er sagður hafa komið þeirri kenningu á kreik eftir að hann þurfti að segja af sér þegar gögn komu fram sem bentu til þess að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu sem var hliðholl Rússlandi. Volker lýsti þannig samtölum þar sem Trump fór mikinn um Úkraínu. Trump fullyrti þar að allir Úkraínumenn væru spilltir og „hræðilegt fólk“. Vildi forsetinn meina að Úkraínumenn hefðu reynt að „taka mig niður“.In a conversation that included Volker, Trump said "all" Ukrainians as "corrupt" and "terrible people." He said they "tried to take me down" -- a reference to conspiracy theories that Manafort and Kilimnik had planted during the 2016 campaign.https://t.co/g9bkSdlarw pic.twitter.com/BjFbx3mVN3— Kyle Cheney (@kyledcheney) November 5, 2019 Þessar hugmyndir Bandaríkjaforseta tengjast samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Hugmyndin grundvallast meðal annars á þeirri ranghugmynd að Crowdstrike, tölvuöryggisfyrirtæki frá Kaliforníu sem rannsakaði tölvuinnbrotið, hafi í raun verið í eigu úkraínsks auðkýfings. Crowdstrike, og alríkislögreglan FBI, komust að því að rússneskir hakkarar hefðu staðið að innbrotinu. Trump nefndi Crowdstrike sérstaklega á nafn í símtali sínu við Zelenskíj í júlí. Tölvupóstþjónn demókrata sem brotist var inn í var heldur ekki eitt áþreifanleg tæki eins og kenningin byggir á heldur skýþjónusta. Þessa samsæriskenningu vildi Trump engu að síður að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu ásamt því að kanna Burisma. Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Þáverandi sendifulltrúi ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sendi nánasta ráðgjafa Úkraínuforseta nákvæmt orðalag sem hann vildi að úkraínsk stjórnvöld notuðu þegar þau tilkynntu um rannsóknir á pólitískum andstæðingum Trump. Annar sendiherra Bandaríkjanna breytti framburði sínum í gær og segir nú að Trump hafi skilyrt hernaðaraðstoð til Úkraínu við að þarlend stjórnvöld yrðu við kröfum hans um pólitískan greiða. Þrjár nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka hvort Trump hafi misbeitt valdi sínu með því að krefjast þess að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu pólitíska andstæðinga hans á vafasömum forsendum birtu eftirrit af framburði tveggja erindreka sem sáu að miklu leyti um samskiptin við úkraínsk stjórnvöld. Framburðirnir fóru fram á bak við luktar dyr í síðasta mánuði. Þar kom meðal annars fram að Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, sendi þingnefndunum yfirlýsingu til að breyta upphaflegum framburði sínum á mánudag. Sondland segist nú hafa tjáð Andrei Jermak, aðalráðgjafa Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, að hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt fengist líklega ekki afhent nema stjórnvöld í Kænugarði tilkynntu opinberlega um rannsókn á Joe Biden, mögulegum mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári, og Demókrataflokknum. Nýr framburður Sondland grefur undan málsvörn Trump og bandamanna hans um að engin „kaup kaups“ hafi átt sér stað í samskiptum hans við Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, og ríkisstjórn hans. Sondland, sem var hótelkeðjueigandi og fjárhagslegur bakhjarl repúblikana og Trump forseta, hefur verið talinn hollur forsetanum. Trump fól honum og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúa Bandaríkjanna vegna átakanna í Austur-Úkraínu, að sjá um samskipti við úkraínsk stjórnvöld ásamt Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni forsetans. Saman þrýstu þeir á úkraínska embættismenn að tilkynna um rannsóknir sem Trump sóttist eftir og gætu reynst honum persónulega verðmætar pólitískt í aðdraganda kosninga á næsta ári.Andrei Jermak er nánasti ráðgjafi Zelenskíj Úkraínuforseta.Vísir/EPAÁtti að tengja rannsóknir við forsetakosningarnar 2016 Framburði Sondland og Volker fylgdi fjöldi textaskilaboða sem fóru á milli þeirra og Williams Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, að því er segir í frétt Politico. Þar kom skýrt fram hversu mikla áherslu þeir lögðu á að úkraínsk stjórnvöld tilkynntu opinberlega um rannsóknirnar sem Trump sóttist eftir. Þannig sendi Volker skilaboð til Jermak, ráðgjafa Zelenskíj, með nákvæmu orðalagi sem hann vildi að úkraínsk stjórnvöld notuðu þegar þau tilkynntu um rannsóknirnar. Þar er vísað til úkraínsks olíufyrirtækis þar sem sonur Joe Biden var stjórnarmeðlimur þegar faðir hans var varaforseti og stoðlausrar samsæriskenningar Trump og bandamanna hans um að það hafi raunverulega verið Úkraínumenn, ekki Rússar, sem höfðu afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. „Sérstaka áherslu ætti að leggja á vandamálið með afskipti af pólitísku ferli í Bandaríkjunum, sérstaklega varðandi meina þátttöku sumra úkraínskra stjórnmálamanna. Ég vil lýsa því yfir að þetta er óviðunandi. Við ætlum að hefja og ljúka gegnsærri og óhlutdrægri rannsókn á öllum staðreyndum og atvikum sem liggja fyrir, þar á meðal þeim sem tengjast Burisma og bandarísku kosningunum árið 2016 sem mun á móti koma í veg fyrir að þetta vandamál endurtaki sig í framtíðinni,“ vildi Bandaríkjastjórn að Zelenskíj segði opinberlega. Úkraínsk stjórnvöld gáfu á endanum ekki frá sér slíka yfirlýsingu. Volker sagði af sér skömmu eftir að rannsókn Bandaríkjaþings hófst í september.WOW: Kurt Volker TEXTED to a top Ukrainian official the script they wanted Zelensky to read to announce the Burisma (i.e. Biden)/2016 election investigaitons.The latest:https://t.co/g9bkSdlarwThe text: pic.twitter.com/GpQPSiBrDw— Kyle Cheney (@kyledcheney) November 5, 2019 Endurtók það sem forsetinn sagði honum Átta dögum eftir að Sondland tjáði Jermak, ráðgjafa Zelenskíj, að hernaðaraðstoðin væri háð því að Úkraínumenn hæfu rannsóknirnar sem Trump sóttist eftir fullyrti hann við Taylor, stafandi sendiherra, að Trump forseti hefði verið afdráttarlaus um að engin „kaup kaups“ ættu sér stað vegna hernaðaraðstoðarinnar. Taylor hafði þá lýst áhyggjum af því að hernaðaraðstoðin væri notuð til að knýja fram aðstoð erlends ríkis við stjórnmálaframboð Trump. Sondland sagði þingnefndunum að þegar hann sendi Taylor skilaboðin hafi hann aðeins endurtekið það sem Trump hafði sagt honum í símtali. Það símtal átti sér stað sama dag og Hvíta húsið fékk spurnir af því að leyniþjónustumaður hefði kvartað undan því að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu í símtali við Zelenskíj í júlí. Taylor var starfandi sendiherra á þeim tíma sem þrýstingurinn á úkraínsk stjórnvöld átti sér stað vegna þess að Trump rak Marie Yovanovitch, þáverandi sendiherra, skyndilega í maí. Hún og fleiri vitni hafa fullyrt að Giuliani, persónulegur lögmaður Trump, hefði unnið að því að ryðja henni úr vegi.Gordon Sondland er hótelkeðjueigandi og fjárhagslegur Trump og repúblikana. Hann var gerður sendiherra gagnvart ESB þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu af opinberum erindrekstri.AP/Pablo Martinez MonsivaisLöngu hrakin samsæriskenning um tölvupóstþjón demókrata Í framburði Volker var einnig að finna lýsingar á stækri andúð Trump á Úkraínu. Sú andúð virðist byggjast á samsæriskenningu um að það hafi verið Úkraína en ekki Rússland sem reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem Trump vann árið 2016. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, er sagður hafa komið þeirri kenningu á kreik eftir að hann þurfti að segja af sér þegar gögn komu fram sem bentu til þess að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu sem var hliðholl Rússlandi. Volker lýsti þannig samtölum þar sem Trump fór mikinn um Úkraínu. Trump fullyrti þar að allir Úkraínumenn væru spilltir og „hræðilegt fólk“. Vildi forsetinn meina að Úkraínumenn hefðu reynt að „taka mig niður“.In a conversation that included Volker, Trump said "all" Ukrainians as "corrupt" and "terrible people." He said they "tried to take me down" -- a reference to conspiracy theories that Manafort and Kilimnik had planted during the 2016 campaign.https://t.co/g9bkSdlarw pic.twitter.com/BjFbx3mVN3— Kyle Cheney (@kyledcheney) November 5, 2019 Þessar hugmyndir Bandaríkjaforseta tengjast samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Hugmyndin grundvallast meðal annars á þeirri ranghugmynd að Crowdstrike, tölvuöryggisfyrirtæki frá Kaliforníu sem rannsakaði tölvuinnbrotið, hafi í raun verið í eigu úkraínsks auðkýfings. Crowdstrike, og alríkislögreglan FBI, komust að því að rússneskir hakkarar hefðu staðið að innbrotinu. Trump nefndi Crowdstrike sérstaklega á nafn í símtali sínu við Zelenskíj í júlí. Tölvupóstþjónn demókrata sem brotist var inn í var heldur ekki eitt áþreifanleg tæki eins og kenningin byggir á heldur skýþjónusta. Þessa samsæriskenningu vildi Trump engu að síður að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu ásamt því að kanna Burisma. Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37
Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45
Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45
Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48
Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48
Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45
Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00