Innlent

Þeim handtekna sleppt úr haldi

Samúel Karl Ólason skrifar
Neðsta hæðin er ónýt og var eldurinn kominn inn í veggi og upp á aðra hæð þegar slökkviliðsmenn náðu tökum á honum.
Neðsta hæðin er ónýt og var eldurinn kominn inn í veggi og upp á aðra hæð þegar slökkviliðsmenn náðu tökum á honum. Vísir/Tryggvi Páll
Maðurinn sem handtekinn var í nótt í tengslum við bruna á Akureyri hefur verið látinn laus. Þá miðar rannsókn á brunanum vel, samkvæmt Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Sandgerðisbót á Akureyri og var slökkviliðið kallað út um klukkan hálf tvö.

Eldurinn mun hafa kviknað á neðstu hæð hússins og voru tvær manneskjur í íbúð á miðhæð hússins. Viðkomandi komust út af sjálfsdáðum og tilkynntu eldinn.

Sjá einnig: Einn í haldi lögreglu vegna brunans á Akureyri



Neðsta hæðin er ónýt og var eldurinn kominn inn í veggi og upp á aðra hæð þegar slökkviliðsmenn náðu tökum á honum.

Ekki hefur verið gefið út hvort um íkveikju sé að ræða.

Húsið er þriggja hæða, heitir Byrgi og var reist um aldamótin 1900. Það stendur í Sandgerðisbót við smábátahöfnina á Akureyri. Húsið er í eigu Akureyrarbæjar og búa þar skjólstæðingar bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×