Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökum Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2019 22:15 Meðlimir þjóðvarðliðs Mexíkó á ferð um Chihuahua. AP/Christian Chavez Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. Árásin, sem beindist gegn bandarískum ríkisborgurum sem búa í Mexíkó, þykir til marks um að yfirvöld Mexíkó hafi misst stjórn á héraðinu Sonora, þar sem árásin átti sér stað, og héraðinu Chihuahua sem er þar vil hliðina á. Einn hefur verið handtekinn vegna ódæðisins en talið er að glæpamennirnir hafi ætlað sér að ráðast á meðlimi annara glæpasamtaka en tvö slík eiga í átökum á svæðinu. Nánar tiltekið þá eiga Juarez-samtökin í átökum við hluta Sinaloa-samtakanna sem kallast Slazar. Íbúar bæja eins og Colonia LeBaron hafa stofnað eigin varðsveitir vegna ógnarinnar frá glæpasamtökum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það var til dæmis gert árið 2009. Þá var einum meðlimi LeBaron-fjölskyldunnar rænt af glæpagengi sem krafðist einnar milljónar dala í lausnargjald. Gjaldið var ekki greitt og manninum var sleppt úr haldi. Skömmu seinna pyntuðu glæpamenn Benjamin Lebaron og annan úr fjölskyldu hans fyrir framan ættingja þeirra og skutu þá svo til bana. Stórfjölskyldan hefur um árabil talað gegn glæpasamtökum í Mexíkó og sömuleiðis fyrir breytingum á vopnalöggjöf Mexíkó, svo íbúar geti varið sig gegn. Mörg þeirra sem dóu í árásinni tilheyra LeBaron fjölskyldunni.Hafa talað gegn glæpasamtökum Meðlimir Lebaron fjölskyldunnar eru mormónar sem upphaflega fluttust til Mexíkó, auk fjölda annarra bandarískra mormóna, eftir að þau flúðu undan ofsóknum í Bandaríkjunum. Það gerðu þau fyrir rúmum hundrað árum síðan, samkvæmt frétt LA Times. Afkomendur þeirra búa í þó nokkrum bæjum á svæðinu.Fjölskyldan er hvað best þekkt fyrir röð morða á áttunda og níunda áratugum síðustu aldar, sem framin voru af Ervil LeBaron, sem var eitt sinn kallaður „The Mormon Manson“ og fylgjendum hans. Þau byrjuðu á morði Joel LeBaron, bróður Ervil, eftir að þeir deildu um hver myndi leiða trúarflokk þeirra.Frá 2009 hafa glæpasamtök að mestu látið Colonia LeBaron og nærliggjandi bæi vera. William Stubbs, sem er í samfélagsvarnarráði Colonia LeBaron, segir að glæpagengjunum hafi þó vaxið ásmegin á undanförnum árum. Samfélög víða um svæðið hafi orðið fyrir ofbeldi og hótunum þeirra. Hann sagði AP fréttaveitunni að um helmingur bæjarins Zaragoza, sem er á svæðinu, hafi flúið heimili sín. „Landið þjáist vegna ofbeldis. Þú sérð það allsstaðar og það skánar ekki. Það er að versna,“ sagði Stubbs.Yfirmaður herafla Mexíkó sagði í dag að þegar árásin átti sér stað á mánudaginn voru næstu hermenn í um 160 kílómetra fjarlægð. Eins og áður segir voru þeir lengi á vettvang en í millitíðinni lágu særð börn í felum í fjöllunum. Eftir að Andres Manuel Lopez Obrador tók við embætti forseta Mexíkó í desember myndaði hann nýtt þjóðvarðlið sem inniheldur um 70 þúsund hermenn. Greinandi sem AP ræddi við segir tak yfirvalda á svæðunum sem um ræðir ekki öruggt. Langt því frá. Af þessum um 70 þúsund hermönnum sem tilheyra þjóðvarðliðinu eru aðeins um 4.100 í Chihuahua og Sonora, sem eru um 420 þúsund ferkílómetrar að stærð. Annað atvik sem þykir til marks um vanmátt stjórnvalda gagnvart glæpasamtökum Mexíkó átti sér stað í Culiacan í síðasta mánuði. Þá handtóku þjóðvarðliðar og lögregluþjónar einn af leiðtogum Sinaloa-samtakanna. Mikill fjöldi vígamanna samtakanna fóru þá þungvopnaðir um götur borgarinnar, sátu um hermennina og þvinguðu þá til að sleppa Ovidio Guzman, son El Chapo. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. 5. nóvember 2019 22:15 Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
Eftir að vígamenn glæpasamtaka skutu sex börn og þrjár mæður til bana í hrottalegri árás í norðurhluta Mexíkó í vikunni, tók það lögregluþjóna og hermenn um átta klukkustundir að mæta á vettvang. Árásin, sem beindist gegn bandarískum ríkisborgurum sem búa í Mexíkó, þykir til marks um að yfirvöld Mexíkó hafi misst stjórn á héraðinu Sonora, þar sem árásin átti sér stað, og héraðinu Chihuahua sem er þar vil hliðina á. Einn hefur verið handtekinn vegna ódæðisins en talið er að glæpamennirnir hafi ætlað sér að ráðast á meðlimi annara glæpasamtaka en tvö slík eiga í átökum á svæðinu. Nánar tiltekið þá eiga Juarez-samtökin í átökum við hluta Sinaloa-samtakanna sem kallast Slazar. Íbúar bæja eins og Colonia LeBaron hafa stofnað eigin varðsveitir vegna ógnarinnar frá glæpasamtökum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það var til dæmis gert árið 2009. Þá var einum meðlimi LeBaron-fjölskyldunnar rænt af glæpagengi sem krafðist einnar milljónar dala í lausnargjald. Gjaldið var ekki greitt og manninum var sleppt úr haldi. Skömmu seinna pyntuðu glæpamenn Benjamin Lebaron og annan úr fjölskyldu hans fyrir framan ættingja þeirra og skutu þá svo til bana. Stórfjölskyldan hefur um árabil talað gegn glæpasamtökum í Mexíkó og sömuleiðis fyrir breytingum á vopnalöggjöf Mexíkó, svo íbúar geti varið sig gegn. Mörg þeirra sem dóu í árásinni tilheyra LeBaron fjölskyldunni.Hafa talað gegn glæpasamtökum Meðlimir Lebaron fjölskyldunnar eru mormónar sem upphaflega fluttust til Mexíkó, auk fjölda annarra bandarískra mormóna, eftir að þau flúðu undan ofsóknum í Bandaríkjunum. Það gerðu þau fyrir rúmum hundrað árum síðan, samkvæmt frétt LA Times. Afkomendur þeirra búa í þó nokkrum bæjum á svæðinu.Fjölskyldan er hvað best þekkt fyrir röð morða á áttunda og níunda áratugum síðustu aldar, sem framin voru af Ervil LeBaron, sem var eitt sinn kallaður „The Mormon Manson“ og fylgjendum hans. Þau byrjuðu á morði Joel LeBaron, bróður Ervil, eftir að þeir deildu um hver myndi leiða trúarflokk þeirra.Frá 2009 hafa glæpasamtök að mestu látið Colonia LeBaron og nærliggjandi bæi vera. William Stubbs, sem er í samfélagsvarnarráði Colonia LeBaron, segir að glæpagengjunum hafi þó vaxið ásmegin á undanförnum árum. Samfélög víða um svæðið hafi orðið fyrir ofbeldi og hótunum þeirra. Hann sagði AP fréttaveitunni að um helmingur bæjarins Zaragoza, sem er á svæðinu, hafi flúið heimili sín. „Landið þjáist vegna ofbeldis. Þú sérð það allsstaðar og það skánar ekki. Það er að versna,“ sagði Stubbs.Yfirmaður herafla Mexíkó sagði í dag að þegar árásin átti sér stað á mánudaginn voru næstu hermenn í um 160 kílómetra fjarlægð. Eins og áður segir voru þeir lengi á vettvang en í millitíðinni lágu særð börn í felum í fjöllunum. Eftir að Andres Manuel Lopez Obrador tók við embætti forseta Mexíkó í desember myndaði hann nýtt þjóðvarðlið sem inniheldur um 70 þúsund hermenn. Greinandi sem AP ræddi við segir tak yfirvalda á svæðunum sem um ræðir ekki öruggt. Langt því frá. Af þessum um 70 þúsund hermönnum sem tilheyra þjóðvarðliðinu eru aðeins um 4.100 í Chihuahua og Sonora, sem eru um 420 þúsund ferkílómetrar að stærð. Annað atvik sem þykir til marks um vanmátt stjórnvalda gagnvart glæpasamtökum Mexíkó átti sér stað í Culiacan í síðasta mánuði. Þá handtóku þjóðvarðliðar og lögregluþjónar einn af leiðtogum Sinaloa-samtakanna. Mikill fjöldi vígamanna samtakanna fóru þá þungvopnaðir um götur borgarinnar, sátu um hermennina og þvinguðu þá til að sleppa Ovidio Guzman, son El Chapo.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. 5. nóvember 2019 22:15 Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. 5. nóvember 2019 22:15
Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49