Play útskýrir frímiðaleikinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 10:45 Frímiðarnir verða faldir í bókunarkerfi flugfélagsins. Skjáskot/flyplay.com Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. Þúsund flugmiðar verða faldir í bókunarkerfi flugfélagsins og er ætlun frímiðaleitarinnar að kynna fólk betur fyrir kerfinu, að sögn upplýsingafulltrúa Play. Skráning á póstlista flugfélagsins er ekki forsenda fyrir þátttöku í flugmiðaleitinni. Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, greindi frá leiknum á blaðamannafundi félagsins á þriðjudag, um leið og hann kynnti vefsíðu Play til leiks. „Við ætlum til að byrja með að gefa þúsund flugmiða, hvorki meira né minna, til allra áfangastaða sem við erum að bjóða upp á. Við hvetjum alla til að fara inn á Flyplay.com, skrá sig og þá verðið þið fyrst í röðinni til þess að vita af því hvenær salan hefst og fyrst í röðinni til þess að komast inn og leita að frímiðunum til þeirra borga sem þið viljið fara til.“ Vonir standa til að sala flugmiða og um leið leitin að frímiðunum hefjist núna í nóvember.Eins og fram kom í tilkynningu Play í gær höfðu um 26 þúsund manns skráð sig á póstlista flugfélagsins á þeim sólarhring sem liðinn var frá opnun vefsíðunnar flyplay.com. Ljóst er að áhuginn á flugfélaginu og frímiðunum er því nokkur. Þátttaka í flugmiðaleitinni er þó ekki einungis fyrir þau sem skrá sig á póstlistann, að sögn Maríu Margrétar Jóhannsdóttur, upplýsingafulltrúa Play. Þegar Vísir spurði Maríu Margréti hvenær til stæði að draga út sigurvegara í frímiðaleiknum var hún fljót að leiðrétta blaðamann. „Það verður sem sagt ekki dregið. Fólk fer inn á bókunarsíðuna þegar hún opnar og leitar að fargjaldinu, sem verður núll krónur.“Þannig að þetta er í raun einhvers konar páskaeggjaleit?„Já, í rauninni. Þannig að þetta [núll krónu fargjaldið] liggur bara þarna á lausu þar sem fólk getur fundið það.“Draumasýnin tilbúin María Margrét sagði við Fréttablaðið að ástæðan fyrir því að gefa miðana þúsund væri því í raun tvíþætt. Leikurinn gæfi fólki færi á að „prófa vöruna okkar,“ auk þess sem hávetur væri alla jafna ekki háannatími hjá flugfélögum. Það gæfi Play færi á að „gera eitthvað skemmtilegt“ með viðskiptavinum sínum. Forstjórinn Arnar Már sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að bókunarkerfið væri tilbúið. Það hafi verið unnið algjörlega frá grunni og byggi því ekki á bókunarkerfi hins fallna WOW air. „Í rauninni var búin til vara sem var okkar draumasýn á bókunarferli og það hefur heppnast ótrúlega vel,“ sagði Arnar og bætti við að Flyliðar hlakki til „leyfa viðskiptavinum að líta inn í þá heima.“ Fréttir af flugi Neytendur Play Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. Þúsund flugmiðar verða faldir í bókunarkerfi flugfélagsins og er ætlun frímiðaleitarinnar að kynna fólk betur fyrir kerfinu, að sögn upplýsingafulltrúa Play. Skráning á póstlista flugfélagsins er ekki forsenda fyrir þátttöku í flugmiðaleitinni. Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, greindi frá leiknum á blaðamannafundi félagsins á þriðjudag, um leið og hann kynnti vefsíðu Play til leiks. „Við ætlum til að byrja með að gefa þúsund flugmiða, hvorki meira né minna, til allra áfangastaða sem við erum að bjóða upp á. Við hvetjum alla til að fara inn á Flyplay.com, skrá sig og þá verðið þið fyrst í röðinni til þess að vita af því hvenær salan hefst og fyrst í röðinni til þess að komast inn og leita að frímiðunum til þeirra borga sem þið viljið fara til.“ Vonir standa til að sala flugmiða og um leið leitin að frímiðunum hefjist núna í nóvember.Eins og fram kom í tilkynningu Play í gær höfðu um 26 þúsund manns skráð sig á póstlista flugfélagsins á þeim sólarhring sem liðinn var frá opnun vefsíðunnar flyplay.com. Ljóst er að áhuginn á flugfélaginu og frímiðunum er því nokkur. Þátttaka í flugmiðaleitinni er þó ekki einungis fyrir þau sem skrá sig á póstlistann, að sögn Maríu Margrétar Jóhannsdóttur, upplýsingafulltrúa Play. Þegar Vísir spurði Maríu Margréti hvenær til stæði að draga út sigurvegara í frímiðaleiknum var hún fljót að leiðrétta blaðamann. „Það verður sem sagt ekki dregið. Fólk fer inn á bókunarsíðuna þegar hún opnar og leitar að fargjaldinu, sem verður núll krónur.“Þannig að þetta er í raun einhvers konar páskaeggjaleit?„Já, í rauninni. Þannig að þetta [núll krónu fargjaldið] liggur bara þarna á lausu þar sem fólk getur fundið það.“Draumasýnin tilbúin María Margrét sagði við Fréttablaðið að ástæðan fyrir því að gefa miðana þúsund væri því í raun tvíþætt. Leikurinn gæfi fólki færi á að „prófa vöruna okkar,“ auk þess sem hávetur væri alla jafna ekki háannatími hjá flugfélögum. Það gæfi Play færi á að „gera eitthvað skemmtilegt“ með viðskiptavinum sínum. Forstjórinn Arnar Már sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að bókunarkerfið væri tilbúið. Það hafi verið unnið algjörlega frá grunni og byggi því ekki á bókunarkerfi hins fallna WOW air. „Í rauninni var búin til vara sem var okkar draumasýn á bókunarferli og það hefur heppnast ótrúlega vel,“ sagði Arnar og bætti við að Flyliðar hlakki til „leyfa viðskiptavinum að líta inn í þá heima.“
Fréttir af flugi Neytendur Play Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34
Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04
Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25