Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2019 10:45 Jóhannes Þór Skúlason er ánægður með innkomu Play á íslenskan flugmarkað. Vísir/Vilhelm „Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki „make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum.“ Þetta sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á Bítinu í morgun þar sem hann ræddi hina væntanlegu innkomu íslenska flugfélagsins Play á flugmarkað. Flugfélagið var kynnt til leiks í vikunni en ekki liggur fyrir hvenær jómfrúarflugið verður farið. Þá liggur leiðakerfið heldur ekki fyrir. Á blaðamannafundi þar sem flugfélagið var kynnt kom hins vegar fram að félagið verði í fyrstu smátt í sniðum. Play muni alfarið halda sig við Airbus A320 vélar og verða þær tvær í fyrstu. Til að byrja með verði áfangastaðirnir sex í Evrópu, síðar verði leiðakerfið stækkað til Norður-Ameríku.Bandaríkjamarkaður mikilvægur Jóhannes Þór virðist vera jákvæður í garð hins nýja flugfélags. „Ísland byggir alla sína ferðaþjónustu á flugi, ég held að 99 prósent af farþegum sem hingað komi með flugi þess vegna skiptir sætaframboð okkur töluverðu máli og það sé almennt trú á þessum áfangastað. Þannig að það er bara mjög jákvætt,“ sagði Jóhannes Þór.Bætti hann við að þróun og vöxtur flugfélagsins yrði að koma í ljós en það væri jákvætt að innanborðs væru reynslumiklir starfsmenn úr flugheiminum. Að flugfélaginu stendur reynslumikið fólk úr flugbransanum; sem starfaði áður hjá WOW Air, Air Atlanta og útlenskum flugfélögum. Sagði Jóhannes Þór að miðað við kynninguna á flugfélaginu væri ljóst að forsvarsmennirnir væru reynslunni ríkari eftir störf sín fyrir WOW air. „Þannig að menn hafa lært af hinu og þessu þarna og það kom svolítið fram á þessum blaðamannafundi sem haldinn var að þarna ætlar flugfélagið að einskorða sig við eina flugvélatýpu til dæmis og ekki fara í eitthvað breiðþotuævintýri eins og Skúli Mogensen taldi hafa farið illa með WOW,“ sagði Jóhannes Þór. Lýst honum vel á að stefnan sé sett á Bandaríkjamarkað, þar væri góður markaður fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Það skiptir okkur ferðaþjónustuna í heild sinni máli að það séu góðar tengingar við Bandaríkin. Það er augljóst að þetta nýja flugfélag ætlar að nýta sér samskonar kerfi og bæði Icelandair er að nýta sér og WOW nýtti sér á sínum tíma, að nota Keflavík sem skiptistöð og nýta staðsetningu Íslands sem flugmóðurskip í miðju Atlantshafinu til þess að fara til sitthvorrar heimsálfunnar. Það hefur sýnt sig að það er módel sem að virkar,“ sagði Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. 5. nóvember 2019 20:30 WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
„Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki „make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum.“ Þetta sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á Bítinu í morgun þar sem hann ræddi hina væntanlegu innkomu íslenska flugfélagsins Play á flugmarkað. Flugfélagið var kynnt til leiks í vikunni en ekki liggur fyrir hvenær jómfrúarflugið verður farið. Þá liggur leiðakerfið heldur ekki fyrir. Á blaðamannafundi þar sem flugfélagið var kynnt kom hins vegar fram að félagið verði í fyrstu smátt í sniðum. Play muni alfarið halda sig við Airbus A320 vélar og verða þær tvær í fyrstu. Til að byrja með verði áfangastaðirnir sex í Evrópu, síðar verði leiðakerfið stækkað til Norður-Ameríku.Bandaríkjamarkaður mikilvægur Jóhannes Þór virðist vera jákvæður í garð hins nýja flugfélags. „Ísland byggir alla sína ferðaþjónustu á flugi, ég held að 99 prósent af farþegum sem hingað komi með flugi þess vegna skiptir sætaframboð okkur töluverðu máli og það sé almennt trú á þessum áfangastað. Þannig að það er bara mjög jákvætt,“ sagði Jóhannes Þór.Bætti hann við að þróun og vöxtur flugfélagsins yrði að koma í ljós en það væri jákvætt að innanborðs væru reynslumiklir starfsmenn úr flugheiminum. Að flugfélaginu stendur reynslumikið fólk úr flugbransanum; sem starfaði áður hjá WOW Air, Air Atlanta og útlenskum flugfélögum. Sagði Jóhannes Þór að miðað við kynninguna á flugfélaginu væri ljóst að forsvarsmennirnir væru reynslunni ríkari eftir störf sín fyrir WOW air. „Þannig að menn hafa lært af hinu og þessu þarna og það kom svolítið fram á þessum blaðamannafundi sem haldinn var að þarna ætlar flugfélagið að einskorða sig við eina flugvélatýpu til dæmis og ekki fara í eitthvað breiðþotuævintýri eins og Skúli Mogensen taldi hafa farið illa með WOW,“ sagði Jóhannes Þór. Lýst honum vel á að stefnan sé sett á Bandaríkjamarkað, þar væri góður markaður fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Það skiptir okkur ferðaþjónustuna í heild sinni máli að það séu góðar tengingar við Bandaríkin. Það er augljóst að þetta nýja flugfélag ætlar að nýta sér samskonar kerfi og bæði Icelandair er að nýta sér og WOW nýtti sér á sínum tíma, að nota Keflavík sem skiptistöð og nýta staðsetningu Íslands sem flugmóðurskip í miðju Atlantshafinu til þess að fara til sitthvorrar heimsálfunnar. Það hefur sýnt sig að það er módel sem að virkar,“ sagði Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. 5. nóvember 2019 20:30 WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. 5. nóvember 2019 20:30
WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00
Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25
Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15