Grínaðist með að Skúli hefði getað frestað hruninu til 2010 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2019 15:32 Ásgeir Jónsson er að stimpla sig inn sem seðlabankastjóri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk gesti á Peningamálafundi Viðskiptaráðs til að skella upp úr á Hilton Nordica í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Ótroðnar lágvaxtaslóðir en hefð er fyrir því að seðlabankastjóri heiðri samkomuna og fari yfir stöðu mála í efnahags- og peningamálum. Ásta Sigríður Fjeldsted, formaður Viðskiptaráðs, vísaði til orða Ásgeirs á Twitter í morgun. Þar hafði hún eftir seðlabankastjóra: „Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008.“,,Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008” https://t.co/lx2eIYSAGX— Asta Fjeldsted (@astafjeldsted) November 7, 2019 Samkvæmt heimildum Vísis var töluvert hlegið þegar Ásgeir hafði uppi þessi orðin. Ásgeir hafði meðal annars verið að ræða áhrifin af breyttri stöðu hagkerfisins og ferðamannasveiflunnar. Öllum hafi verið augljóst að um brandara væri að ræða en Ásgeir er greinilega að vísa til þess að Skúla, stofnanda og fyrrverandi forstjóra flugfélagsins WOW air, hafi tekist að fresta gjaldþroti WOW air þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu í lengri tíma. Þá höfðu gestir á orði muninn á stíl Ásgeirs, hins nýja seðlabankastjóra, og forvera hans Más Guðmundssonar. Már hefði alltaf lesið fyrirfram skrifaðar ræður á fundinum. Ásgeir hefði hins vegar rölt um sviðið og talað út frá glærum sem hann birti. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, segir á Facebook að stemmningin á fundinum hafi verið notaleg. „Kynningarefnið var fræðandi og skemmtilegt, aukin sátt ríkir um peningastefnuna og svo var hlegið talsvert meira en áður. Hagfræðin þarf því ekki alltaf að vera hin „döpru vísindi“.“ Hrunið Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk gesti á Peningamálafundi Viðskiptaráðs til að skella upp úr á Hilton Nordica í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Ótroðnar lágvaxtaslóðir en hefð er fyrir því að seðlabankastjóri heiðri samkomuna og fari yfir stöðu mála í efnahags- og peningamálum. Ásta Sigríður Fjeldsted, formaður Viðskiptaráðs, vísaði til orða Ásgeirs á Twitter í morgun. Þar hafði hún eftir seðlabankastjóra: „Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008.“,,Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008” https://t.co/lx2eIYSAGX— Asta Fjeldsted (@astafjeldsted) November 7, 2019 Samkvæmt heimildum Vísis var töluvert hlegið þegar Ásgeir hafði uppi þessi orðin. Ásgeir hafði meðal annars verið að ræða áhrifin af breyttri stöðu hagkerfisins og ferðamannasveiflunnar. Öllum hafi verið augljóst að um brandara væri að ræða en Ásgeir er greinilega að vísa til þess að Skúla, stofnanda og fyrrverandi forstjóra flugfélagsins WOW air, hafi tekist að fresta gjaldþroti WOW air þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu í lengri tíma. Þá höfðu gestir á orði muninn á stíl Ásgeirs, hins nýja seðlabankastjóra, og forvera hans Más Guðmundssonar. Már hefði alltaf lesið fyrirfram skrifaðar ræður á fundinum. Ásgeir hefði hins vegar rölt um sviðið og talað út frá glærum sem hann birti. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, segir á Facebook að stemmningin á fundinum hafi verið notaleg. „Kynningarefnið var fræðandi og skemmtilegt, aukin sátt ríkir um peningastefnuna og svo var hlegið talsvert meira en áður. Hagfræðin þarf því ekki alltaf að vera hin „döpru vísindi“.“
Hrunið Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira