Lýðræðið hætt að virka og kerfið ræður í raun Andri Eysteinsson skrifar 9. nóvember 2019 17:06 Sigmundur Davíð hélt ræðu á flokksráðsfundi Miðflokksins í Reykjanesbæ. vísir/vilhelm Baráttan við ríkisbáknið var í brennidepli í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á flokksráðsfundi flokksins í Reykjanesbæ í dag. Miðflokkurinn leitar um þessar mundir að reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa mætt óbilgirni af hálfu hins opinbera kerfis. Í samtali við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigmundur vonast til þess að reynslusögurnar nýtist til þess að kortleggja þann vanda sem þingmenn Miðflokksins hafa orðið varir við að sé til staðar og í framhaldinu verði hægt að leita leiða til að leysa þann vanda. „Það kemur í framhaldi af því að ég og aðrir þingmenn höfum upplifað það á ferðum okkar og fundum að heyra endalaust af slíkum sögum. Við töldum rétt að reyna að ná einhverri heildarmynd, kortleggja vandann til þess að bregðast við honum,“ sagði Sigmundur Davíð í hádegisfréttum Bylgjunnar.Finna lausnirnar og framkvæmda þær Í ræðu sinni á flokksráðsfundi Miðflokksins sagði Sigmundur Davíð að Íslendingar stæðu frammi fyrir þeim vanda að lýðræðið væri hætt að virka sem skildi og í raun væri það kerfið sem réði. „Við í Miðflokknum höfum kynnt að eitt af megináhersluefnum okkar næstu misseri verði að takast á við báknið og minnka það en gera kerfið um leið betur í stakk búið til að þjónusta almenning,“ sagði Sigmundur og bætti seinna við. „Það að okkur takist að vel upp er alveg sérstaklega mikilvægt fyrir tekjulægri hópa samfélagsins.“ Sigmundur sagði að á fyrsta sólarhringnum eftir að flokkurinn hóf að auglýsa eftir reynslusögum hafi tugir sagna borist. Þær verði skoðaðar auk þeirra sem enn eiga eftir að bætast við og afraksturinn muni svo birtast í formi lausna. Þá lýsti Sigmundur því hvernig samfélagið gæti litið út ef „skynsemi og vilji almennings hefði ráðið för.“ „Búið væri að greiða úr mestu umferðarteppum höfuðborgarsvæðisins og Sundabraut langt komin. Eldri borgarar gætu valið um að vinna lengur eða setjast í helgan stein og njóta sparnaðar og lífeyristekna án þess að skerðingar eyðilegðu drauma þeirra um efri árin. Og nú í desember fengju meira að segja börn í Reykjavík að halda litlu jólin. Við værum eitt samfélag, öflugra en nokkru sinni fyrr og betur í stakk búið að nýta hugkvæmni fólksins og gæði landsins öllum til heilla,“ sagði Sigmundur og lauk að lokum máli sínu með því að segja að Miðflokkurinn gæti skilað þeim árangri. Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Baráttan við ríkisbáknið var í brennidepli í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á flokksráðsfundi flokksins í Reykjanesbæ í dag. Miðflokkurinn leitar um þessar mundir að reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa mætt óbilgirni af hálfu hins opinbera kerfis. Í samtali við fréttastofu í Hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Sigmundur vonast til þess að reynslusögurnar nýtist til þess að kortleggja þann vanda sem þingmenn Miðflokksins hafa orðið varir við að sé til staðar og í framhaldinu verði hægt að leita leiða til að leysa þann vanda. „Það kemur í framhaldi af því að ég og aðrir þingmenn höfum upplifað það á ferðum okkar og fundum að heyra endalaust af slíkum sögum. Við töldum rétt að reyna að ná einhverri heildarmynd, kortleggja vandann til þess að bregðast við honum,“ sagði Sigmundur Davíð í hádegisfréttum Bylgjunnar.Finna lausnirnar og framkvæmda þær Í ræðu sinni á flokksráðsfundi Miðflokksins sagði Sigmundur Davíð að Íslendingar stæðu frammi fyrir þeim vanda að lýðræðið væri hætt að virka sem skildi og í raun væri það kerfið sem réði. „Við í Miðflokknum höfum kynnt að eitt af megináhersluefnum okkar næstu misseri verði að takast á við báknið og minnka það en gera kerfið um leið betur í stakk búið til að þjónusta almenning,“ sagði Sigmundur og bætti seinna við. „Það að okkur takist að vel upp er alveg sérstaklega mikilvægt fyrir tekjulægri hópa samfélagsins.“ Sigmundur sagði að á fyrsta sólarhringnum eftir að flokkurinn hóf að auglýsa eftir reynslusögum hafi tugir sagna borist. Þær verði skoðaðar auk þeirra sem enn eiga eftir að bætast við og afraksturinn muni svo birtast í formi lausna. Þá lýsti Sigmundur því hvernig samfélagið gæti litið út ef „skynsemi og vilji almennings hefði ráðið för.“ „Búið væri að greiða úr mestu umferðarteppum höfuðborgarsvæðisins og Sundabraut langt komin. Eldri borgarar gætu valið um að vinna lengur eða setjast í helgan stein og njóta sparnaðar og lífeyristekna án þess að skerðingar eyðilegðu drauma þeirra um efri árin. Og nú í desember fengju meira að segja börn í Reykjavík að halda litlu jólin. Við værum eitt samfélag, öflugra en nokkru sinni fyrr og betur í stakk búið að nýta hugkvæmni fólksins og gæði landsins öllum til heilla,“ sagði Sigmundur og lauk að lokum máli sínu með því að segja að Miðflokkurinn gæti skilað þeim árangri.
Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira